Óttast kínverskar eldflaugar Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2023 22:30 B-2 sprengjuvélum er reglulega flogið frá Gvam í Kyrrahafi. Sú herstöð yrði Bandaríkjamönnum mjög mikilvæg í átökum við Kína. Getty/HUM Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. Vonast er til þess að með þessu verði ekki hægt að lama heilu herstöðvarnar í tiltölulega fáum árásum, komi nokkurn tímann til átaka milli Kína og Bandaríkjanna. Spenna milli ríkjanna hefur aukist mjög. Meðal annars má rekja þá auknu spennu til ólöglegs tilkalls Kína til nánast alls Suður-Kínahafs og til Taívans, sem ráðamenn í Kína hafa heitið að verði sameinað Kína og það með valdi ef svo þurfi. Sjá einnig: Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Bandaríkjamenn eru meðal þeirra sem hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar verði gerð innrás í eyríkið. Það hafa yfirvöld í Japan einnig gert. Kínverjar hafa á undanförnum árum lagt mikið púður í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu. Meðal annars hefur áhersla verið lögð á langdrægar eldflaugar, sem Kínverjar geta notað til að gera árásir á herstöðvar Bandaríkjanna og til að granda flugmóðurskipum á Kyrrahafi. Sjá einnig: Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Forsvarsmenn bandaríska heraflans óttast nýjar eldflaugar Kína og aukna getu þeirra, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Kínverjar eru taldir eiga rúmlega 1.300 langdrægar eldflaugar sem hægt er að skjóta á bandarískar herstöðvar í Austur-Asíu og á Kyrrahafinu. Þar á meðal eru um 250 sem gætu drifið alla leið til Gvam, sem er í tæplega fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá meginlandi Kína. Þá hafa Kínverjar þróað langdrægar og ofurfráar eldflaugar, sem ferðast á margföldum hljóðhraða og á að vera erfitt að skjóta þær niður. Stríðsleikir sem haldnir eru í Bandaríkjunum, þar sem kannað er hvernig stríð á milli Bandaríkjanna og Kína gæti farið fram, benda til þess að Kínverjar myndu leggja mikla áherslu á árásir á herstöðvar Bandaríkjanna í upphafi átaka. Sjá einnig: Gífurlegur fórnarkostnaður ráðist Kína inn í Taívan Á meðal þeirra herstöðva sem talið er að yrðu fyrstar fyrir árásum er Kadena flugstöðin á Okinawa í Japan. Þar eru margar herþotur geymdar og margir hermenn og flugmenn. Bandaríkjamenn eru einnig með viðveru í Suður-Kóreu og á Gvam, auk þess sem þeir eru með nokkur hundruð hermenn á Filippseyjum. Sjá einnig: Fyrsti fundur ráðamanna Japans og Suður-Kóreu í tólf ár Búið er að leggja fram frumvarp á þingi í Bandaríkjunum um að flugher Bandaríkjanna fái fjárveitingar til að reisa sterkari flugskýli í umræddum herstöðvum. Samkvæmt WSJ telja æðstu herforingjar flughersins að það dugi ekki til. Það þurfi að þróa kerfi svo hægt sé að dreifa úr flugvélum og öðrum búnaði, stefni í átök. Því er verið að mynda smáa hópa starfsmanna sem geta farið með skömmum fyrirvara og gert litla flugvelli á eyjum í Kyrrahafi hentuga fyrir herþotur. Yfirmaður þessarar vinnu sagði í samtali við blaðamann Wall Street Journal að með þessu væri vonast til þess að hægt væri að flækja ákvörðunarferli yfirmann herafla Kína varðandi mögulegar árásir. Þeir gætu gert árás á einn flugvöll en auðvelt væri að nota annan þar nærri. Fleiri smærri herstöðvar og flugvellir gætu einnig gert Bandaríkjamönnum auðveldara að flytja herafla og hergögn um svæðið. Tilkynnt var í desember að bandaríski herinn hefði gert samning við eigendur fyrirtækisins Bell um þróun nýs farartækis, sem gæti verið notað til að flytja birgðir og menn um lengri vegalengdir en þær þyrlur sem eru nú í notkun geta. Bandaríkin Kína Hernaður Taívan Japan Suður-Kínahaf Tengdar fréttir „Stríð kemur ekki til greina“ „Stríð kemur ekki til greina.“ Þetta sagði Tsai Ing-wen, forseti Taívan í dag á sjö ára valdaafmæli hennar. Hún sór þann eið að viðhalda friði á Taívansundi en mikil spenna hefur verið á svæðinu frá því að Kínaher hóf að stunda heræfingar á svæðinu, með tilheyrandi ógn fyrir eyríkið. 20. maí 2023 17:02 Kínverjar æfa hvernig þeir myndu umkringja Taívan Þriggja daga heræfingar Kínahers, sem miða að því að æfa það hvernig herinn myndi umkringja Taívan ef til átaka kæmi, standa nú yfir. Stjórnvöld í Pekíng segja æfingarnar viðvörun til yfirvalda á eyjunni. 8. apríl 2023 15:18 Xi sagður efast um getu Kínverja til að taka Taívan Xi Jinping, forseti Kína, efast um getu kínverska hersins til að hertaka Taívan en þær efasemdir eiga rætur í slæmu gengi Rússa í Úkraínu. Þetta sagði William Burns, yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), í viðtali í gær. 27. febrúar 2023 12:17 Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Vonast er til þess að með þessu verði ekki hægt að lama heilu herstöðvarnar í tiltölulega fáum árásum, komi nokkurn tímann til átaka milli Kína og Bandaríkjanna. Spenna milli ríkjanna hefur aukist mjög. Meðal annars má rekja þá auknu spennu til ólöglegs tilkalls Kína til nánast alls Suður-Kínahafs og til Taívans, sem ráðamenn í Kína hafa heitið að verði sameinað Kína og það með valdi ef svo þurfi. Sjá einnig: Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Bandaríkjamenn eru meðal þeirra sem hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar verði gerð innrás í eyríkið. Það hafa yfirvöld í Japan einnig gert. Kínverjar hafa á undanförnum árum lagt mikið púður í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu. Meðal annars hefur áhersla verið lögð á langdrægar eldflaugar, sem Kínverjar geta notað til að gera árásir á herstöðvar Bandaríkjanna og til að granda flugmóðurskipum á Kyrrahafi. Sjá einnig: Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Forsvarsmenn bandaríska heraflans óttast nýjar eldflaugar Kína og aukna getu þeirra, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Kínverjar eru taldir eiga rúmlega 1.300 langdrægar eldflaugar sem hægt er að skjóta á bandarískar herstöðvar í Austur-Asíu og á Kyrrahafinu. Þar á meðal eru um 250 sem gætu drifið alla leið til Gvam, sem er í tæplega fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá meginlandi Kína. Þá hafa Kínverjar þróað langdrægar og ofurfráar eldflaugar, sem ferðast á margföldum hljóðhraða og á að vera erfitt að skjóta þær niður. Stríðsleikir sem haldnir eru í Bandaríkjunum, þar sem kannað er hvernig stríð á milli Bandaríkjanna og Kína gæti farið fram, benda til þess að Kínverjar myndu leggja mikla áherslu á árásir á herstöðvar Bandaríkjanna í upphafi átaka. Sjá einnig: Gífurlegur fórnarkostnaður ráðist Kína inn í Taívan Á meðal þeirra herstöðva sem talið er að yrðu fyrstar fyrir árásum er Kadena flugstöðin á Okinawa í Japan. Þar eru margar herþotur geymdar og margir hermenn og flugmenn. Bandaríkjamenn eru einnig með viðveru í Suður-Kóreu og á Gvam, auk þess sem þeir eru með nokkur hundruð hermenn á Filippseyjum. Sjá einnig: Fyrsti fundur ráðamanna Japans og Suður-Kóreu í tólf ár Búið er að leggja fram frumvarp á þingi í Bandaríkjunum um að flugher Bandaríkjanna fái fjárveitingar til að reisa sterkari flugskýli í umræddum herstöðvum. Samkvæmt WSJ telja æðstu herforingjar flughersins að það dugi ekki til. Það þurfi að þróa kerfi svo hægt sé að dreifa úr flugvélum og öðrum búnaði, stefni í átök. Því er verið að mynda smáa hópa starfsmanna sem geta farið með skömmum fyrirvara og gert litla flugvelli á eyjum í Kyrrahafi hentuga fyrir herþotur. Yfirmaður þessarar vinnu sagði í samtali við blaðamann Wall Street Journal að með þessu væri vonast til þess að hægt væri að flækja ákvörðunarferli yfirmann herafla Kína varðandi mögulegar árásir. Þeir gætu gert árás á einn flugvöll en auðvelt væri að nota annan þar nærri. Fleiri smærri herstöðvar og flugvellir gætu einnig gert Bandaríkjamönnum auðveldara að flytja herafla og hergögn um svæðið. Tilkynnt var í desember að bandaríski herinn hefði gert samning við eigendur fyrirtækisins Bell um þróun nýs farartækis, sem gæti verið notað til að flytja birgðir og menn um lengri vegalengdir en þær þyrlur sem eru nú í notkun geta.
Bandaríkin Kína Hernaður Taívan Japan Suður-Kínahaf Tengdar fréttir „Stríð kemur ekki til greina“ „Stríð kemur ekki til greina.“ Þetta sagði Tsai Ing-wen, forseti Taívan í dag á sjö ára valdaafmæli hennar. Hún sór þann eið að viðhalda friði á Taívansundi en mikil spenna hefur verið á svæðinu frá því að Kínaher hóf að stunda heræfingar á svæðinu, með tilheyrandi ógn fyrir eyríkið. 20. maí 2023 17:02 Kínverjar æfa hvernig þeir myndu umkringja Taívan Þriggja daga heræfingar Kínahers, sem miða að því að æfa það hvernig herinn myndi umkringja Taívan ef til átaka kæmi, standa nú yfir. Stjórnvöld í Pekíng segja æfingarnar viðvörun til yfirvalda á eyjunni. 8. apríl 2023 15:18 Xi sagður efast um getu Kínverja til að taka Taívan Xi Jinping, forseti Kína, efast um getu kínverska hersins til að hertaka Taívan en þær efasemdir eiga rætur í slæmu gengi Rússa í Úkraínu. Þetta sagði William Burns, yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), í viðtali í gær. 27. febrúar 2023 12:17 Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
„Stríð kemur ekki til greina“ „Stríð kemur ekki til greina.“ Þetta sagði Tsai Ing-wen, forseti Taívan í dag á sjö ára valdaafmæli hennar. Hún sór þann eið að viðhalda friði á Taívansundi en mikil spenna hefur verið á svæðinu frá því að Kínaher hóf að stunda heræfingar á svæðinu, með tilheyrandi ógn fyrir eyríkið. 20. maí 2023 17:02
Kínverjar æfa hvernig þeir myndu umkringja Taívan Þriggja daga heræfingar Kínahers, sem miða að því að æfa það hvernig herinn myndi umkringja Taívan ef til átaka kæmi, standa nú yfir. Stjórnvöld í Pekíng segja æfingarnar viðvörun til yfirvalda á eyjunni. 8. apríl 2023 15:18
Xi sagður efast um getu Kínverja til að taka Taívan Xi Jinping, forseti Kína, efast um getu kínverska hersins til að hertaka Taívan en þær efasemdir eiga rætur í slæmu gengi Rússa í Úkraínu. Þetta sagði William Burns, yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), í viðtali í gær. 27. febrúar 2023 12:17
Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent