Fótbolti

Sjáðu marka­veislu Fylkis og KR í Ár­bænum og mörkin úr FH-sigri á Akur­eyri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Theodór Elmar Bjarnason skoraði tvö mörk fyrir KR-liðið í gær.
Theodór Elmar Bjarnason skoraði tvö mörk fyrir KR-liðið í gær. Vísir/Anton

Fylkir og KR buðu upp á sex marka leik í Lautinni í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi og það er ekki hægt að segja annað en Vesturbæingar séu farnir að finna markið aftur.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr Bestu deildar leikjunum í gær en Eyjamenn unnu einnig 3-0 sigur á HK úti í Vestmannaeyjum.

Fylkismenn komust tvisvar yfir á móti KR og KR-ingar einu sinni en liðin urðu á endanum að sættast á 3-3 jafntefli.

Þórður Gunnar Hafþórsson, Nikulás Val Gunnarsson og Benedikt Daríus Garðarsson skoruðu mörk Fylkis en hjá KR-liðinu var Theodór Elmar Bjarnason með tvö mörk og Jóhannes Kristinn Bjarnason skoraði eitt.

Sverrir Páll Hjaltested, Eyþór Daði Kjartansson og Felix Örn Friðriksson skoruðu mörk ÍBV í 3-0 sigri á HK. Eyjamenn voru að vinna sinn fyrsta deildarleik síðan í apríl.

Í Bestu deild kvenna lauk sjöttu umferðinni með leik Þór/KA og FH fyrir norðan. FH-stelpurnar vaxa með hverjum leik og þær unnu frekar óvæntan 2-0 sigur á Þórsvellinum.

Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir og Sara Montoro skoruðu mörkin en konurnar á bak við þau voru hinar frábæru Mackenzie Marie George og Shaina Faiena Ashouri.

Klippa: Mörkin úr leik Fylkis og KR
Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og HK
Klippa: Mörkin úr leik Þór/KA og FH



Fleiri fréttir

Sjá meira


×