Hafa þau grænan grun? Hildur Björnsdóttir skrifar 3. júní 2023 07:32 Þéttbýlismyndun hefur vaxið á undanliðnum áratugum. Afgerandi meirihluti Evrópubúa er nú búsettur í borgum. Búsetu í þéttu borgarumhverfi fylgja fjölmargir kostir, en búsetan takmarkar gjarnan beinan aðgang að óspilltri náttúru. Hún veldur áreiti með aukinni hljóð- og loftmengun. Það er því hverjum þéttbýlingi nauðsynlegt að eiga greiðan aðgang að grænum svæðum. Þannig má stuðla að bættri andlegri og líkamlegri heilsu en ekki síður bættum loftgæðum. Þetta hefur alþjóðaheilbrigðisstofnun staðfest. OECD kynnti nýverið úttekt á húsnæðismarkaðnum hérlendis. Leiddi niðurstaðan í ljós að aðgangur að grænum svæðum í þéttbýli væri minnstur hérlendis í samanburði allra OECD ríkja. Einungis um 3,5% þéttbýlissvæða hérlendis væru skilgreind sem græn svæði, til samanburðar við 17% OECD meðaltal. Hér er ástæða til að staldra við. Með hliðsjón af framanritaðri úttekt, mannfjöldaspám og sífellt þéttari byggð verður hlutverk grænna svæða í borgarlandinu enn veigameira. Borgaryfirvöld hafa þó varla um það grænan grun. Réttmætar áhyggjur hafa vaknað á síðastliðnum árum þegar meirihluti borgarstjórnar hefur kynnt áform um atvinnuuppbyggingu í Elliðaárdal, húsnæðisuppbyggingu í Laugardal og landfyllingu í Skerjafirði, svo eitthvað sé nefnt. Sífellt er vegið að aðgengi fólks að ósnortinni náttúru og grænum útivistarsvæðum innan borgarmarkanna. Fjölmargar erlendar borgir hafa staðið frammi fyrir sama freistnivanda – að hefja húsnæðisuppbyggingu á opnum grænum svæðum. Um tíma voru uppi hugmyndir um uppbyggingu húsnæðis í Central Park, sem flestum þykja fásinna í dag. Til allrar hamingju hlutu þær ekki brautargengi. Það er nefnilega hættulegt að stíga fyrsta skrefið. Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja varðstöðu um græn svæði borgarinnar. Við höfum lagst alfarið gegn hvers kyns húsnæðisuppbyggingu á grænum svæðum og talið rétt að uppbygging svæðanna snúi eingöngu að bættri aðstöðu til útivistar og afþreyingar. Við verðum að gæta þess að skammsýni valdi ekki óafturkræfu tjóni á takmörkuðum grænum gæðum borgarinnar. Það er lífsgæðamál – fyrir okkur öll. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Þéttbýlismyndun hefur vaxið á undanliðnum áratugum. Afgerandi meirihluti Evrópubúa er nú búsettur í borgum. Búsetu í þéttu borgarumhverfi fylgja fjölmargir kostir, en búsetan takmarkar gjarnan beinan aðgang að óspilltri náttúru. Hún veldur áreiti með aukinni hljóð- og loftmengun. Það er því hverjum þéttbýlingi nauðsynlegt að eiga greiðan aðgang að grænum svæðum. Þannig má stuðla að bættri andlegri og líkamlegri heilsu en ekki síður bættum loftgæðum. Þetta hefur alþjóðaheilbrigðisstofnun staðfest. OECD kynnti nýverið úttekt á húsnæðismarkaðnum hérlendis. Leiddi niðurstaðan í ljós að aðgangur að grænum svæðum í þéttbýli væri minnstur hérlendis í samanburði allra OECD ríkja. Einungis um 3,5% þéttbýlissvæða hérlendis væru skilgreind sem græn svæði, til samanburðar við 17% OECD meðaltal. Hér er ástæða til að staldra við. Með hliðsjón af framanritaðri úttekt, mannfjöldaspám og sífellt þéttari byggð verður hlutverk grænna svæða í borgarlandinu enn veigameira. Borgaryfirvöld hafa þó varla um það grænan grun. Réttmætar áhyggjur hafa vaknað á síðastliðnum árum þegar meirihluti borgarstjórnar hefur kynnt áform um atvinnuuppbyggingu í Elliðaárdal, húsnæðisuppbyggingu í Laugardal og landfyllingu í Skerjafirði, svo eitthvað sé nefnt. Sífellt er vegið að aðgengi fólks að ósnortinni náttúru og grænum útivistarsvæðum innan borgarmarkanna. Fjölmargar erlendar borgir hafa staðið frammi fyrir sama freistnivanda – að hefja húsnæðisuppbyggingu á opnum grænum svæðum. Um tíma voru uppi hugmyndir um uppbyggingu húsnæðis í Central Park, sem flestum þykja fásinna í dag. Til allrar hamingju hlutu þær ekki brautargengi. Það er nefnilega hættulegt að stíga fyrsta skrefið. Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja varðstöðu um græn svæði borgarinnar. Við höfum lagst alfarið gegn hvers kyns húsnæðisuppbyggingu á grænum svæðum og talið rétt að uppbygging svæðanna snúi eingöngu að bættri aðstöðu til útivistar og afþreyingar. Við verðum að gæta þess að skammsýni valdi ekki óafturkræfu tjóni á takmörkuðum grænum gæðum borgarinnar. Það er lífsgæðamál – fyrir okkur öll. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun