„Verðum að sýna yfirvöldum að við látum ekki slíkt yfir okkur ganga“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. júní 2023 10:58 Katrín Oddsdóttir lögfræðingur er ein þeirra sem stendur fyrir viðburðinum í dag. Björk Guðmundsdóttir er meðal listamanna sem koma fram á viðburði í dag til að mótmæla og vekja athygli á hvalveiðum. Lögfræðingur segir hvalveiðar og vinnslu í algjörri andstöðu við lög og að almenningur verði að sýna yfirvöldum að slíkt verði ekki látið yfir sig ganga. Katrín Oddsdóttir lögfræðingur er ein þeirra sem stendur fyrir viðburðinum í dag. Hún segir að um sé að ræða einskonar gleðigöngu til stuðnings þess að hvalveiðar verði stöðvaðar í eitt skipti fyrir öll. „Nú liggur fyrir ný könnun sem sýnir að það er vilji meirihluta þjóðarinnar og auk þess liggur fyrir að þessar veiðar eru stundaðar í fullkominni andstöðu við lög og reglur sem gilda í landinu," segir Katrín.“ „Þannig ég held að fólk vilji bara einhvernveginn láta í það skína að hingað sé komið nógu mikið af fólki til þess að segja stopp og hjálpa yfirvöldum að taka hina einu réttu ákvörðun í málinu, sem er að stöðva þetta strax.“ Björk Guðmundsdóttir mun þeyta skífum á Hjartatorgi í dag. Getty Aðspurð um dagskrána segir Katrín að fólk muni safnast saman klukkan tvö við gömlu höfnina. Þar sé kaldhæðislegt að þar liggi hlið við hlið annarsvegar hvalaskoðunarbátar og hinsvegar hvalveiðibátar. „Þar verða einhverjir gjörningar og kórar munu syngja og annað og svo verður gengið fylgtu liði að Hjartatorginu þar sem verður ýmiskonar dagskrá, ræður og tónlist. Högni, og Björk mun þeyta skífum og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta stendur alla leið til klukkan sjö í kvöld. Það verður listasmiðja fyrir börn til að búa til sín eigin plögg og skilti og allir velkomnir.“ Katrín segist bjartsýn á að viðburðir sem þessi skapi pressu á stjórnvöld og að það takist að stöðva veiðarnar. „Þessar veiðar og þessi vinnsla er í andstöðu við lög og reglur í landinu. Almenningur og listafólk og bara öll sem geta verða að sjálfsögðu að sýna yfirvöldum að við látum ekki slíkt yfir okkur ganga.“ Hvalir Dýr Menning Hvalveiðar Tengdar fréttir Björk efnir til mótmæla gegn hvalveiðum Tónlistarkonan Björk hefur ásamt öðrum efnt til viðburðar á laugardaginn þar sem fyrirhuguðum hvalveiðum sem eiga að fara af stað síðar í júní verður mótmælt. 31. maí 2023 16:07 Skynsamlegt fyrir stuðningsmenn hvalveiða að sýna meiri auðmýkt Almannatengill telur að hvalveiðar séu að verða pólitískara mál en áður og segir að fyrir nokkrum áratugum hefði þótt óhugsandi að meirihluti þjóðarinnar væri andvígur hvalveiðum. Ný könnun Maskínu bendir þó einmitt til þess að sú sé raunin. Hann telur að þeir sem stundi og styðji veiðarnar ættu að sýna andstæðingum veiðanna meiri auðmýkt. 1. júní 2023 12:06 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Katrín Oddsdóttir lögfræðingur er ein þeirra sem stendur fyrir viðburðinum í dag. Hún segir að um sé að ræða einskonar gleðigöngu til stuðnings þess að hvalveiðar verði stöðvaðar í eitt skipti fyrir öll. „Nú liggur fyrir ný könnun sem sýnir að það er vilji meirihluta þjóðarinnar og auk þess liggur fyrir að þessar veiðar eru stundaðar í fullkominni andstöðu við lög og reglur sem gilda í landinu," segir Katrín.“ „Þannig ég held að fólk vilji bara einhvernveginn láta í það skína að hingað sé komið nógu mikið af fólki til þess að segja stopp og hjálpa yfirvöldum að taka hina einu réttu ákvörðun í málinu, sem er að stöðva þetta strax.“ Björk Guðmundsdóttir mun þeyta skífum á Hjartatorgi í dag. Getty Aðspurð um dagskrána segir Katrín að fólk muni safnast saman klukkan tvö við gömlu höfnina. Þar sé kaldhæðislegt að þar liggi hlið við hlið annarsvegar hvalaskoðunarbátar og hinsvegar hvalveiðibátar. „Þar verða einhverjir gjörningar og kórar munu syngja og annað og svo verður gengið fylgtu liði að Hjartatorginu þar sem verður ýmiskonar dagskrá, ræður og tónlist. Högni, og Björk mun þeyta skífum og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta stendur alla leið til klukkan sjö í kvöld. Það verður listasmiðja fyrir börn til að búa til sín eigin plögg og skilti og allir velkomnir.“ Katrín segist bjartsýn á að viðburðir sem þessi skapi pressu á stjórnvöld og að það takist að stöðva veiðarnar. „Þessar veiðar og þessi vinnsla er í andstöðu við lög og reglur í landinu. Almenningur og listafólk og bara öll sem geta verða að sjálfsögðu að sýna yfirvöldum að við látum ekki slíkt yfir okkur ganga.“
Hvalir Dýr Menning Hvalveiðar Tengdar fréttir Björk efnir til mótmæla gegn hvalveiðum Tónlistarkonan Björk hefur ásamt öðrum efnt til viðburðar á laugardaginn þar sem fyrirhuguðum hvalveiðum sem eiga að fara af stað síðar í júní verður mótmælt. 31. maí 2023 16:07 Skynsamlegt fyrir stuðningsmenn hvalveiða að sýna meiri auðmýkt Almannatengill telur að hvalveiðar séu að verða pólitískara mál en áður og segir að fyrir nokkrum áratugum hefði þótt óhugsandi að meirihluti þjóðarinnar væri andvígur hvalveiðum. Ný könnun Maskínu bendir þó einmitt til þess að sú sé raunin. Hann telur að þeir sem stundi og styðji veiðarnar ættu að sýna andstæðingum veiðanna meiri auðmýkt. 1. júní 2023 12:06 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Björk efnir til mótmæla gegn hvalveiðum Tónlistarkonan Björk hefur ásamt öðrum efnt til viðburðar á laugardaginn þar sem fyrirhuguðum hvalveiðum sem eiga að fara af stað síðar í júní verður mótmælt. 31. maí 2023 16:07
Skynsamlegt fyrir stuðningsmenn hvalveiða að sýna meiri auðmýkt Almannatengill telur að hvalveiðar séu að verða pólitískara mál en áður og segir að fyrir nokkrum áratugum hefði þótt óhugsandi að meirihluti þjóðarinnar væri andvígur hvalveiðum. Ný könnun Maskínu bendir þó einmitt til þess að sú sé raunin. Hann telur að þeir sem stundi og styðji veiðarnar ættu að sýna andstæðingum veiðanna meiri auðmýkt. 1. júní 2023 12:06