Ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum Helena Rós Sturludóttir skrifar 5. júní 2023 21:31 Gísli B. Árnason hefur greitt í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins í 25 ár og sér nú fram á skert lífeyrisréttindi. Aðsend samsett mynd Lífeyrisþegi ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum sjóðfélaga Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðarmót. Formaður Kennarasambands Íslands segir nauðsynlegt að kanna hvort skerðingin standist lög. Skerðingin nemur um tíu prósent og á það við um þau sem fá greitt úr sjóðnum í framtíðinni. Réttindi þeirra sem nú þegar þiggja greiðslur úr sjóðnum dragast saman um rúm fjögur prósent. Lífeyrisþegi sem greitt hefur í sjóðinn í 25 ár fór á eftirlaun í lok árs í fyrra sér fram á 4,1 prósent skerðingu. „Þetta er náttúrulega hlutur sem ég hefði aldrei trúað upp á neina ríkisstjórn á Íslandi að þeir skyldu leggjast svo lágt að þeir skyldu skerða lífeyri fólks sem er komið út af vinnumarkaði. Mér finnst það með ólíkindum,“ segir Gísli B. Árnason, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður og lífeyrisþegi.Gísli fékk tilkynningu frá LSR um breytinguna þann 31. maí síðastliðinn. „Ég fór á eftirlaun í desember 2022. Ég er búin að greiða í 25 ár í þennan lífeyrissjóð og ég á inneign, 25 ára inneign. Minn reikningur sem ég er búinn að borga inn á sem er mín trygging til efri áranna. Að leggjast svo lágt að ætla fara skerða þetta er alveg með ólíkindum. Það mun ég ekki láta líðast það er alveg klárt,“ segir Gísli. Málið er að fólk er ábyggilega ekkert farið að kynna sér þetta. Maður fer að gera það þegar það fer að líða að starfslokum og það var hjá mér í haust og þá uppgötvaði ég þetta Fyrirhuguð skerðing hefur sætt gagnrýni enda tekist á um háar fjárhæðir. Þá hefur komið fram að vafi leiki á því hvort skerðingin standist lög. Framkvæmdastjóri LSR sagði í dag sjóðinn fylgja lögum en að hún ætti allt eins von á því að einhverjir myndu leita réttar síns. „Við munum stefna ríkinu fyrir héraðsdóm og bara keyra á það að fá þessi ósköp leiðrétt,“ segir Gísli og bætir við: „Þetta þarf að vera byrjað að skerða og skerðingin mun taka í gildi núna 1. Júlí næstkomandi og við fyrstu skerðingu þá er ég komin með mál í hendurnar.“ Magnús Þór Jónsson, formaður kennarasambands Íslands, segir nauðsynlegt að allur vafi verði tekinn af því hvort að skerðingin standist stjórnarskrárlög. Sambandið hafi stefnt ríkinu vegna lagabreytinga um lífeyrisjóði opinberra starfsmanna 2017 sem var vísað frá þar sem ekki hafði hlotist skaði af skerðingum. Staðan sé önnur núna og að málið verði skoðað. „Og við stöndum klár á því að við séum með öflugan lífeyrissjóð sem stendur undir því hlutverki sem við ætlum honum. En skiljiði gremju félagsfólks ykkar? Við erum félagsfólk, þetta snertir mig,“ segir Magnús Þór Jónsson. Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldri borgarar Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Skerðingin nemur um tíu prósent og á það við um þau sem fá greitt úr sjóðnum í framtíðinni. Réttindi þeirra sem nú þegar þiggja greiðslur úr sjóðnum dragast saman um rúm fjögur prósent. Lífeyrisþegi sem greitt hefur í sjóðinn í 25 ár fór á eftirlaun í lok árs í fyrra sér fram á 4,1 prósent skerðingu. „Þetta er náttúrulega hlutur sem ég hefði aldrei trúað upp á neina ríkisstjórn á Íslandi að þeir skyldu leggjast svo lágt að þeir skyldu skerða lífeyri fólks sem er komið út af vinnumarkaði. Mér finnst það með ólíkindum,“ segir Gísli B. Árnason, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður og lífeyrisþegi.Gísli fékk tilkynningu frá LSR um breytinguna þann 31. maí síðastliðinn. „Ég fór á eftirlaun í desember 2022. Ég er búin að greiða í 25 ár í þennan lífeyrissjóð og ég á inneign, 25 ára inneign. Minn reikningur sem ég er búinn að borga inn á sem er mín trygging til efri áranna. Að leggjast svo lágt að ætla fara skerða þetta er alveg með ólíkindum. Það mun ég ekki láta líðast það er alveg klárt,“ segir Gísli. Málið er að fólk er ábyggilega ekkert farið að kynna sér þetta. Maður fer að gera það þegar það fer að líða að starfslokum og það var hjá mér í haust og þá uppgötvaði ég þetta Fyrirhuguð skerðing hefur sætt gagnrýni enda tekist á um háar fjárhæðir. Þá hefur komið fram að vafi leiki á því hvort skerðingin standist lög. Framkvæmdastjóri LSR sagði í dag sjóðinn fylgja lögum en að hún ætti allt eins von á því að einhverjir myndu leita réttar síns. „Við munum stefna ríkinu fyrir héraðsdóm og bara keyra á það að fá þessi ósköp leiðrétt,“ segir Gísli og bætir við: „Þetta þarf að vera byrjað að skerða og skerðingin mun taka í gildi núna 1. Júlí næstkomandi og við fyrstu skerðingu þá er ég komin með mál í hendurnar.“ Magnús Þór Jónsson, formaður kennarasambands Íslands, segir nauðsynlegt að allur vafi verði tekinn af því hvort að skerðingin standist stjórnarskrárlög. Sambandið hafi stefnt ríkinu vegna lagabreytinga um lífeyrisjóði opinberra starfsmanna 2017 sem var vísað frá þar sem ekki hafði hlotist skaði af skerðingum. Staðan sé önnur núna og að málið verði skoðað. „Og við stöndum klár á því að við séum með öflugan lífeyrissjóð sem stendur undir því hlutverki sem við ætlum honum. En skiljiði gremju félagsfólks ykkar? Við erum félagsfólk, þetta snertir mig,“ segir Magnús Þór Jónsson.
Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldri borgarar Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent