Þarf að hefna sín á Ronaldo Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. júní 2023 11:48 Age Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segist þurfa að hefna sín á portúgölsku stórstjörnunni Cristiano Ronaldo. Samsett/Hulda Margrét/Getty „Ég þarf að hefna mín á Cristiano Ronaldo,“ sagði Åge Hareide, nýráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dag þegar hann var spurður út í hvort hann væri spenntur að mæta portúgölsku stórstjörnunni á Laugardalsvelli síðar í mánuðinum. Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu mæta á Laugardalsvöllinn þann 20. júní næstkomandi þegar Ísland og Portúgal mætast í undankeppni EM 2024. Hareide sat fyrir svörum í dag eftir að fyrsti landsliðshópurinn undir hans stjórn var kynntur og undir lok blaðamannafundarins var hann spurður út í það hvort hann væri spenntur að taka á móti Ronaldo. Mikilvægt að tala ekki um Ronaldo „Ég þarf að hefna mín á Cristiano Ronaldo,“ sagði Hareide léttur. „Ég man þegar ég var að þjálfa Malmö þá spiluðum við á móti honum á heimavelli í Meistaradeildinni. Hann átti ekki skot að marki fyrr en á 44. mínútu og þá skoraði hann.“ „Hann hreyfði sig ekki. Hann stóð bara þarna, boltinn datt fyrir hann og hann skoraði. Það vita allir að hann skorar mörk, en það mikilvægasta sem þú getur gert þegar þú ert að fara að spila gegn Portúgal er að tala ekki um Cristiano Ronaldo. Við þurfum að einbeita okkur að okkar liði og leggja hart að okkur.“ Þá sagðist landsliðsþjálfarinn vonast eftir alvöru íslensku veðri þegar Ronaldo mætir á völlinn. „Vonandi verður norðvestan stormur. Vestanátt og haglél. Það myndi henta okkur best því ég held að hann myndi ekki kunna vel við sig í þannig veðurfari. Hann er vanari veðrinu í Sádi-Arabíu þannig að vonandi verður vont veður,“ sagði Hareide léttur að lokum Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir „Vonandi komum við Gylfa aftur út á völlinn“ Åge Hareide bindur vonir við það að Gylfi Þór Sigurðsson muni snúa aftur í íslenska landsliðið þegar fram líða stundir. 6. júní 2023 11:31 Segir Albert hæfileikaríkasta leikmann landsliðsins Åge Hareide segir að Albert Guðmundsson sé líklegasti hæfileikaríkasti leikmaðurinn í íslenska fótboltalandsliðinu. 6. júní 2023 11:12 Albert og Kristian í fyrsta landsliðshópi Hareides Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, snýr aftur í íslenska landsliðið sem mætir Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM 2024. 6. júní 2023 10:50 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Sjá meira
Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu mæta á Laugardalsvöllinn þann 20. júní næstkomandi þegar Ísland og Portúgal mætast í undankeppni EM 2024. Hareide sat fyrir svörum í dag eftir að fyrsti landsliðshópurinn undir hans stjórn var kynntur og undir lok blaðamannafundarins var hann spurður út í það hvort hann væri spenntur að taka á móti Ronaldo. Mikilvægt að tala ekki um Ronaldo „Ég þarf að hefna mín á Cristiano Ronaldo,“ sagði Hareide léttur. „Ég man þegar ég var að þjálfa Malmö þá spiluðum við á móti honum á heimavelli í Meistaradeildinni. Hann átti ekki skot að marki fyrr en á 44. mínútu og þá skoraði hann.“ „Hann hreyfði sig ekki. Hann stóð bara þarna, boltinn datt fyrir hann og hann skoraði. Það vita allir að hann skorar mörk, en það mikilvægasta sem þú getur gert þegar þú ert að fara að spila gegn Portúgal er að tala ekki um Cristiano Ronaldo. Við þurfum að einbeita okkur að okkar liði og leggja hart að okkur.“ Þá sagðist landsliðsþjálfarinn vonast eftir alvöru íslensku veðri þegar Ronaldo mætir á völlinn. „Vonandi verður norðvestan stormur. Vestanátt og haglél. Það myndi henta okkur best því ég held að hann myndi ekki kunna vel við sig í þannig veðurfari. Hann er vanari veðrinu í Sádi-Arabíu þannig að vonandi verður vont veður,“ sagði Hareide léttur að lokum
Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir „Vonandi komum við Gylfa aftur út á völlinn“ Åge Hareide bindur vonir við það að Gylfi Þór Sigurðsson muni snúa aftur í íslenska landsliðið þegar fram líða stundir. 6. júní 2023 11:31 Segir Albert hæfileikaríkasta leikmann landsliðsins Åge Hareide segir að Albert Guðmundsson sé líklegasti hæfileikaríkasti leikmaðurinn í íslenska fótboltalandsliðinu. 6. júní 2023 11:12 Albert og Kristian í fyrsta landsliðshópi Hareides Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, snýr aftur í íslenska landsliðið sem mætir Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM 2024. 6. júní 2023 10:50 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Sjá meira
„Vonandi komum við Gylfa aftur út á völlinn“ Åge Hareide bindur vonir við það að Gylfi Þór Sigurðsson muni snúa aftur í íslenska landsliðið þegar fram líða stundir. 6. júní 2023 11:31
Segir Albert hæfileikaríkasta leikmann landsliðsins Åge Hareide segir að Albert Guðmundsson sé líklegasti hæfileikaríkasti leikmaðurinn í íslenska fótboltalandsliðinu. 6. júní 2023 11:12
Albert og Kristian í fyrsta landsliðshópi Hareides Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, snýr aftur í íslenska landsliðið sem mætir Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM 2024. 6. júní 2023 10:50