„Þeir þurfa bara að bakka og segja já“ Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa 7. júní 2023 12:06 Astrid Jóhanna, Ester María og Erla Þórdís voru ánægðar með mætinguna í dag. Vísir/Vilhelm Kröftug mótmæli voru haldin fyrir framan húsnæði Samtaka íslenskra sveitarfélaga í morgun. Lúðrar voru þeyttir og „Sömu laun fyrir sömu störf“ var hrópað síendurtekið. Skipuleggjendur mótmælanna segja að Sambandið þurfi einfaldlega að mæta kröfum BSRB, sem muni ekki slá af kröfum sínum. Mótmælendur hittust í Borgartúni í Reykjavík til þess að sýna samstöðu með félagsmönnum BSRB sem eru í verkfalli og til þess að krefjast þess af Sambandi íslenskra sveitarfélaga að það höggvi á kjaradeiluhnútinn sem allra fyrst. Mótmælin voru skipulögð af þeim Astrid Jóhönna Kristjánsdóttur, Ester Maríu Ragnarsdóttur og Erlu Þórdísi Traustadóttur. Fréttamaður okkar var á staðnum í morgun og ræddi við skipuleggjendurna. Þær sammælast um að gaman sé að sjá þann mikla stuðning sem fólki í verkfalli var sýndur af mótmælendum í morgun. „Það er frábært að sjá fólk hafa kraft í sér að mæta, það þarf kjark og það þarf að taka tíma úr lífi sínu. Það skiptir svo miklu máli að semja við þetta fólk. Þetta er auðlindin okkar, þetta er svo mikilvægt fólk. Þetta eru lykilstarfsmenn,“ segir Astrid Jóhanna. Mætingin var góð í morgun en Ester María segir að þær stöllur hafi jafnvel óttast að enda bara þrjár. Þær segja mótmælin klárlega hafa skilað árangri. Fjöldi fólks lagði leið sína í Borgartúnið í morgun.Vísir/Vilhelm „Við bara höldum áfram, þetta greinilega skilar vonandi einhverjum árangri, við eigum eftir að sjá framþróunina í dag. Við urðum að gera eitthvað. Við vorum búnar að spjalla um þetta lengi og ákváðum að láta verða af. Auðvitað með öll þessi börn hérna hlaupandi út um allt. En börnin þurfa bara að komast í sína rútínu aftur,“ segir Erla Þórdís. Mikilvægasta fólkið í hverju sveitafélagi „Það þarf að sýna þessu fólki virðingu, þetta er mikilvægasta fólkið í öllum sveitarfélögum. Það er fáránlegt að þetta skuli ganga svona langt og fáránlegt að þessi vanvirðing sé látin viðgangast,“ segir Ester María. Ester María ræddi við Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, þegar hann gaf sig á tal við mótmælendur í morgun. Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, ræðir við mótmælendur.Vísir/Vilhelm Þá sagði hann að nú þyrftu allir að vinna að því í sameiningu að komast að samkomulagi um nýjan kjarasamning. Ester María gefur lítið fyrir það. „Þeir þurfa bara að semja og segja já. Þetta er ekki flókið, BSRB eru ekki að fara að bakka. Þessi laun eru ekki nógu góð þrátt fyrir nýja samninga. Þannig að þeir þurfa bara að bakka og segja já,“ segir hún. Kjaraviðræður 2022-23 Reykjavík Kjaramál Tengdar fréttir Félög BSRB eiga digra sjóði sem duga í langt verkfall Sveitarfélögin hafa ekki samið um leiðréttingu eða eingreiðslu við önnur stéttarfélög sem nýlega er samið við eins og BSRB krefst þess að fá. Formaður BSRB segir greiðsluna hins vegar réttlætismál og þau ellefu félög sem nú væru í verkfalli ættu digra sjóði sem gætu staðið undir verkfallsbótum í langan tíma. 6. júní 2023 19:33 Samningaviðræður sigldar í strand Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið slitið. 6. júní 2023 12:23 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Mótmælendur hittust í Borgartúni í Reykjavík til þess að sýna samstöðu með félagsmönnum BSRB sem eru í verkfalli og til þess að krefjast þess af Sambandi íslenskra sveitarfélaga að það höggvi á kjaradeiluhnútinn sem allra fyrst. Mótmælin voru skipulögð af þeim Astrid Jóhönna Kristjánsdóttur, Ester Maríu Ragnarsdóttur og Erlu Þórdísi Traustadóttur. Fréttamaður okkar var á staðnum í morgun og ræddi við skipuleggjendurna. Þær sammælast um að gaman sé að sjá þann mikla stuðning sem fólki í verkfalli var sýndur af mótmælendum í morgun. „Það er frábært að sjá fólk hafa kraft í sér að mæta, það þarf kjark og það þarf að taka tíma úr lífi sínu. Það skiptir svo miklu máli að semja við þetta fólk. Þetta er auðlindin okkar, þetta er svo mikilvægt fólk. Þetta eru lykilstarfsmenn,“ segir Astrid Jóhanna. Mætingin var góð í morgun en Ester María segir að þær stöllur hafi jafnvel óttast að enda bara þrjár. Þær segja mótmælin klárlega hafa skilað árangri. Fjöldi fólks lagði leið sína í Borgartúnið í morgun.Vísir/Vilhelm „Við bara höldum áfram, þetta greinilega skilar vonandi einhverjum árangri, við eigum eftir að sjá framþróunina í dag. Við urðum að gera eitthvað. Við vorum búnar að spjalla um þetta lengi og ákváðum að láta verða af. Auðvitað með öll þessi börn hérna hlaupandi út um allt. En börnin þurfa bara að komast í sína rútínu aftur,“ segir Erla Þórdís. Mikilvægasta fólkið í hverju sveitafélagi „Það þarf að sýna þessu fólki virðingu, þetta er mikilvægasta fólkið í öllum sveitarfélögum. Það er fáránlegt að þetta skuli ganga svona langt og fáránlegt að þessi vanvirðing sé látin viðgangast,“ segir Ester María. Ester María ræddi við Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, þegar hann gaf sig á tal við mótmælendur í morgun. Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, ræðir við mótmælendur.Vísir/Vilhelm Þá sagði hann að nú þyrftu allir að vinna að því í sameiningu að komast að samkomulagi um nýjan kjarasamning. Ester María gefur lítið fyrir það. „Þeir þurfa bara að semja og segja já. Þetta er ekki flókið, BSRB eru ekki að fara að bakka. Þessi laun eru ekki nógu góð þrátt fyrir nýja samninga. Þannig að þeir þurfa bara að bakka og segja já,“ segir hún.
Kjaraviðræður 2022-23 Reykjavík Kjaramál Tengdar fréttir Félög BSRB eiga digra sjóði sem duga í langt verkfall Sveitarfélögin hafa ekki samið um leiðréttingu eða eingreiðslu við önnur stéttarfélög sem nýlega er samið við eins og BSRB krefst þess að fá. Formaður BSRB segir greiðsluna hins vegar réttlætismál og þau ellefu félög sem nú væru í verkfalli ættu digra sjóði sem gætu staðið undir verkfallsbótum í langan tíma. 6. júní 2023 19:33 Samningaviðræður sigldar í strand Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið slitið. 6. júní 2023 12:23 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Félög BSRB eiga digra sjóði sem duga í langt verkfall Sveitarfélögin hafa ekki samið um leiðréttingu eða eingreiðslu við önnur stéttarfélög sem nýlega er samið við eins og BSRB krefst þess að fá. Formaður BSRB segir greiðsluna hins vegar réttlætismál og þau ellefu félög sem nú væru í verkfalli ættu digra sjóði sem gætu staðið undir verkfallsbótum í langan tíma. 6. júní 2023 19:33
Samningaviðræður sigldar í strand Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið slitið. 6. júní 2023 12:23