Djokovic nálgast titlametið í París Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júní 2023 18:20 Djokovic lyftir titlinum á Roland-Garros árið 2021. Vinni hann mótið í ár þá slær hann titlamet í karlaflokki með flesta Grand Slam-titla frá upphafi, eða 23 talsins. Getty/Tim Clayton Opna franska meistaramótið í tennis stendur nú yfir á Roland-Garros leikvanginum í París. Í dag ræðst hvaða leikmenn tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins en úrslitin fara fram um helgina. Vinni Djokovic hinn unga Alcaraz kemst hann skrefi nær titlametinu. Opna franska meistaramótið, oftast kallað Roland-Garros, er eitt fjögurra Grand Slam-móta í tennis. Hin þrjú eru Opna ástralska meistaramótið, Wimbledon meistaramótið og Opna bandaríska meistaramótið. Til mikils er að vinna en Grand Slam-mótin eru þau virtustu og mikilvægustu í tennisheiminum. Ungstirni gegn gömlum hundi Í karlaflokki er mikill spenningur fyrir undanúrslitaleik hins serbneska Novak Djokovic og hins spænska Carlos Alcaraz, sem er efstur á heimslistanum í dag. Þar má segja að eigist við fulltrúar nýju og gömlu kynslóðar tennisins. Novak Djokovic og Carlos Alcaraz voru vinalegir hvor við annan á æfingu í dag.Getty/Tim Clayton Novak Djokovic er einn af hinum stóru þremur (e. Big Three) í karlatennis ásamt Roger Federer og Rafael Nadal. Ljóst er að ef Djokovic vinnur Roland-Garros mun hann eiga flesta Grand Slam titla af þessum þremur en hann er núna jafn hinum spænska Nadal með 22 titla. Þess má geta að flesta Grand Slam titla á tennisgoðsögnin Margaret Court en hún á 24. Þar á eftir koma Serena Williams með 23 titla en þriðja sætinu deila þau Steffi Graf, Rafael Nadal og Novak Djokovic. Það er því til mikils að vinna fyrir Djokovic. En fyrst þarf hann að mæta Carlosi Alcaraz sem gæti reynst þrautin þyngri miðað við þá siglingu sem ungi Spánverjinn hefur verið á síðasta árið. Swiatek líkleg til að verja titilinn Í kvennaflokki er hin pólska Iga Swiatek talin sigurstranglegust en hún vann titilinn í fyrra þegar hún sigraði hina bandarísku Coco Gauff. Þær áttust aftur við í átta manna úrslitum í morgun þegar Swiatek vann í tveimur settum, 6-4 og 6-2. Swiatek mætir hinni brasilísku Haddad Maia í undanúrslitum. Coco Gauff og Iga Swiatek mættust í úrslitum Roland-Garros í fyrra. Þær mættust aftur í morgun þar sem Swiatek vanna Gauff aftur.Getty/Tim Clayton Þá hefur Aryna Sabalenka frá Belarus einnig verið á mikilli sigurgöngu frá því að hún vann Opna ástralska meistaramótið í janúar. Hún keppir við hina tékknesku Karolínu Muchová í undanúrslitum. Sabalenka hefur vakið mikla athygli á mótinu, ekki einungis vegna frammistöðu sinnar á vellinum heldur líka utan hans. Hún hefur núna sleppt tveimur fjölmiðlafundum í röð eftir að hún var ítrekað spurð út í afstöðu sína gagnvart stríðinu í Úkraínu. Hún hefur spilað við tvo úkraínska leikmenn sem báðar neituðu að taka í hönd hennar að leik loknum. Sabalenka hefur sjálf sagst vera mótfallin stríðinu en hefur verið gagnrýnd vegna tengsla sinna við Lukashenko, forsætisráðherra Belarus og eins helsta samherja Vladimír Pútín. Sabalenka lagði hina úkraínsku Svitolinu í gær. Svitolina neitaði að taka í hendina á Sabalenku af pólitískum ástæðum.Getty/Robert Szaniszlo Tennis Frakkland Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Sjá meira
Opna franska meistaramótið, oftast kallað Roland-Garros, er eitt fjögurra Grand Slam-móta í tennis. Hin þrjú eru Opna ástralska meistaramótið, Wimbledon meistaramótið og Opna bandaríska meistaramótið. Til mikils er að vinna en Grand Slam-mótin eru þau virtustu og mikilvægustu í tennisheiminum. Ungstirni gegn gömlum hundi Í karlaflokki er mikill spenningur fyrir undanúrslitaleik hins serbneska Novak Djokovic og hins spænska Carlos Alcaraz, sem er efstur á heimslistanum í dag. Þar má segja að eigist við fulltrúar nýju og gömlu kynslóðar tennisins. Novak Djokovic og Carlos Alcaraz voru vinalegir hvor við annan á æfingu í dag.Getty/Tim Clayton Novak Djokovic er einn af hinum stóru þremur (e. Big Three) í karlatennis ásamt Roger Federer og Rafael Nadal. Ljóst er að ef Djokovic vinnur Roland-Garros mun hann eiga flesta Grand Slam titla af þessum þremur en hann er núna jafn hinum spænska Nadal með 22 titla. Þess má geta að flesta Grand Slam titla á tennisgoðsögnin Margaret Court en hún á 24. Þar á eftir koma Serena Williams með 23 titla en þriðja sætinu deila þau Steffi Graf, Rafael Nadal og Novak Djokovic. Það er því til mikils að vinna fyrir Djokovic. En fyrst þarf hann að mæta Carlosi Alcaraz sem gæti reynst þrautin þyngri miðað við þá siglingu sem ungi Spánverjinn hefur verið á síðasta árið. Swiatek líkleg til að verja titilinn Í kvennaflokki er hin pólska Iga Swiatek talin sigurstranglegust en hún vann titilinn í fyrra þegar hún sigraði hina bandarísku Coco Gauff. Þær áttust aftur við í átta manna úrslitum í morgun þegar Swiatek vann í tveimur settum, 6-4 og 6-2. Swiatek mætir hinni brasilísku Haddad Maia í undanúrslitum. Coco Gauff og Iga Swiatek mættust í úrslitum Roland-Garros í fyrra. Þær mættust aftur í morgun þar sem Swiatek vanna Gauff aftur.Getty/Tim Clayton Þá hefur Aryna Sabalenka frá Belarus einnig verið á mikilli sigurgöngu frá því að hún vann Opna ástralska meistaramótið í janúar. Hún keppir við hina tékknesku Karolínu Muchová í undanúrslitum. Sabalenka hefur vakið mikla athygli á mótinu, ekki einungis vegna frammistöðu sinnar á vellinum heldur líka utan hans. Hún hefur núna sleppt tveimur fjölmiðlafundum í röð eftir að hún var ítrekað spurð út í afstöðu sína gagnvart stríðinu í Úkraínu. Hún hefur spilað við tvo úkraínska leikmenn sem báðar neituðu að taka í hönd hennar að leik loknum. Sabalenka hefur sjálf sagst vera mótfallin stríðinu en hefur verið gagnrýnd vegna tengsla sinna við Lukashenko, forsætisráðherra Belarus og eins helsta samherja Vladimír Pútín. Sabalenka lagði hina úkraínsku Svitolinu í gær. Svitolina neitaði að taka í hendina á Sabalenku af pólitískum ástæðum.Getty/Robert Szaniszlo
Tennis Frakkland Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Sjá meira