Segir þunglyndi og offitu meiri á Íslandi en víðast hvar Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2023 11:46 Þorbjörg Hafsteinsdóttir segist hafa orðið sykurfíkn að bráð barnung. Og hún sé enn að eiga við þá fíkn. stöð2 Hjúkrunarfræðingurinn og næringarþerapistinn Þorbjörg Hafsteinsdóttir telur ekki ólíklegt að Íslendingar séu sólgnari í sykur en aðrar þjóðir. Þorbjörg er í ítarlegu viðtali í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og var víða komið við sögu í þeirra samtali. Þorbjörg, sem er uppkomið barn alkóhólista segir meðal annars áberandi mikla drykkju og svo samfara því meðvirkni sem hafi dregið sig í gegnum kynslóðirnar á Íslandi. Þetta telur hún eiga sinn þátt í að meira þunglyndi sem og offita greinist á Íslandi en í nágrannalöndunum. Þá segist hún hafa verið orðin sykurfíkill sem lítið barn. Óstjórnanleg löngun í sykur „Ég fór í raun að læra hjúkrunarfræði vitandi það að mig langaði að starfa við næringu og heilsu, en á þessum tíma fannst mér hjúkrunarfræðinámið gefa mér meiri vigt og einnig undirbúa mig. En ég fann fljótt að það voru hlutir í náminu sem voru aðeins úr takti við aðra hluti sem ég var að lesa um og prófa á sjálfri mér.“ Þorbjörg segist hafa gert tilraunir á sjálfri sér þegar hún var komin í vandræði með heilsu sína. „Ekki síst vegna mikillar sykurfíknar sem ég var að glíma við. Ég er í raun búin að vera með sykurfíkn allt mitt líf og er enn með hana. Þessi óstjórnlega löngun til að nota sykur til að breyta ástandinu í mjög stuttan tíma var eitthvað sem ég fann frá því að ég var lítið barn. Þetta er náttúrulega algjört bull og setur líkamann í mikið ójafnvægi.“ Þorbjörg telur þessa miklu sykurfíkn sína hljóta að vera genetíska jafnt sem áunna. „Ég er uppkomið barn alkahólista og held að það sé bein tenging þaðan yfir í sykurfíknina mína. Það er mikil fíkn í fjölskyldunni og meðvirkni og ég fann þessa fíkn í sykur alveg síðan ég var ekki nema þriggja til fjögurra ára gömul” segir Þorbjörg, sem fann mikinn mun á allri líðan sinni þegar hún fór að setja hana í samhengi við mataræði sitt. „Það breyttist mikið hjá mér í kringum tvítugt þegar ég flutti til Danmerkur og fór að gera breytingar á mataræðinu. Ég hafði verið með stanslausa heilaþoku og svo varð ég líka hálfinnhverf og dró mig mikið til baka. Það breyttist hratt þegar ég fór að draga úr sykrinum og borða almennt hreinni mat.“ Fíkn meiri á Íslandi en gerist og gengur Þegar Þorbjörg áttaði sig á miklum árangri sem breytt mataræði hafði á hana sjálfa ákvað hún að þetta væri nokkuð sem vert væri að boða og leggja fyrir sig. „Að aðstoða annað fólk við að bæta líðan sína og líkamsstarfsemi í gegnum matarræði og lífsstílsbreytingar. Á þessum tíma var erfiðara en núna að sækja upplýsingar, af því að það var ekkert net eða „google“ til að fletta upp í. En þó að það væru ekki endilega sjálfsögð sannindi á þessum tíma þurfti ég engar staðfestingar á því hvað matarræði hefur gríðarleg áhrif á orku og líðan eftir að ég fór að prófa það á sjálfri mér.” Þorbjörg hefur í gegnum tíðina gefið út bækur um heilsu sem hafa náð talsverðum vinsældum á Íslandi sem erlendis. Hún fór snemma að boða atriði sem á þeim tíma voru á skjön við það sem oftast taldist rétt. „Þegar ég var að byrja að skrifa bækur og boða mínar hugmyndir voru nánast öll manneldismarkmið og ráðleggingar að fólk ætti að sneiða hjá fitu og borða mikið af kolvetnum. En ég var svolítið á undan minni samtíð með að ræða sambland af ketó og lágkolvetna-matarræði til þess að bæta orku og almenna líðan yfir daginn.“ Þorbjörg segist skilja betur en flestir að það geti reynst fólki ofviða að miklu í einu þegar kemur að matarræði. „Sérstaklega ef fólk hefur verið lengi í óheilbrigðu sambandi við mat. En þegar fólk gerir ákveðnar breytingar byrjar það að finna allt aðra líðan og þá verður miklu auðveldara að halda áfram. Það er mjög erfitt að taka réttar ákvarðanir ef heilinn er baðaður í sykri og líkamskerfið er uppfullt af bólgum.“ Þorbjörg er ekki frá því að Íslendingar almennt glími jafnvel meira við fíkn en margar aðrar þjóðir. „Já, eftir öll þessi ár sem ég hef unnið við næringarráðgjöf og heilsu er ég ekki frá því að sykurfíkn sé meiri á Íslandi en víða annars staðar.“ Telur mikla drykkju á Íslandi orsakavald Þorbjörg er búsett í Danmörku og telur stöðuna í þeim efnum betri en á Íslandi. „Sykur- og matarfíkn er mjög oft tilfinningatengd og Íslendingar koma úr mjög hörðum aðstæðum þar sem kynslóðirnar á undan drukku mikið. Það var áberandi mikil drykkja hjá kynslóðinni á undan mér sem bjó í mörgum tilvikum til mikla meðvirkni og fleiri fíknivandamál hjá börnum þeirra sem glímdu við alkohólisma.“ Þorbjörg tekur það fram að hún vill ekki undir nokkrum kringumstæðum ýta undir skömm varðandi þessi atriði sem oft eru hlaðin tilfinningum. „En mér virðist bæði þunglyndi og offita vera meiri á Íslandi en í nágrannalöndunum. Tölurnar tala sínu máli, bæði notkun þunglyndis- og kvíðalyfja og tölur um ofþyngd og offitu. Ég er ekki frá því að harðar aðstæður og þessi mikla drykkja sem hafði áhrif á uppeldi spili hlut í því. Það er líklega mikil streita í genunum okkar sem ýtir undir þessar fíkn tilhneigingar og setur taugakerfið okkar í meira „fight or flight“ ástand. En sem betur fer erum við alltaf að verða meðvitaðri og meðvitaðri um áföll, streitu, meðvirkni og fleiri hluti.“ Þorbjörg segir að smám saman séum við að ala upp kynslóðir sem fá annars konar uppeldi og upplýsingarnar eru orðnar miklu meiri og betri. Samfélagsmiðlar Heilsa Matur Lyf Geðheilbrigði Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þorbjörg er í ítarlegu viðtali í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og var víða komið við sögu í þeirra samtali. Þorbjörg, sem er uppkomið barn alkóhólista segir meðal annars áberandi mikla drykkju og svo samfara því meðvirkni sem hafi dregið sig í gegnum kynslóðirnar á Íslandi. Þetta telur hún eiga sinn þátt í að meira þunglyndi sem og offita greinist á Íslandi en í nágrannalöndunum. Þá segist hún hafa verið orðin sykurfíkill sem lítið barn. Óstjórnanleg löngun í sykur „Ég fór í raun að læra hjúkrunarfræði vitandi það að mig langaði að starfa við næringu og heilsu, en á þessum tíma fannst mér hjúkrunarfræðinámið gefa mér meiri vigt og einnig undirbúa mig. En ég fann fljótt að það voru hlutir í náminu sem voru aðeins úr takti við aðra hluti sem ég var að lesa um og prófa á sjálfri mér.“ Þorbjörg segist hafa gert tilraunir á sjálfri sér þegar hún var komin í vandræði með heilsu sína. „Ekki síst vegna mikillar sykurfíknar sem ég var að glíma við. Ég er í raun búin að vera með sykurfíkn allt mitt líf og er enn með hana. Þessi óstjórnlega löngun til að nota sykur til að breyta ástandinu í mjög stuttan tíma var eitthvað sem ég fann frá því að ég var lítið barn. Þetta er náttúrulega algjört bull og setur líkamann í mikið ójafnvægi.“ Þorbjörg telur þessa miklu sykurfíkn sína hljóta að vera genetíska jafnt sem áunna. „Ég er uppkomið barn alkahólista og held að það sé bein tenging þaðan yfir í sykurfíknina mína. Það er mikil fíkn í fjölskyldunni og meðvirkni og ég fann þessa fíkn í sykur alveg síðan ég var ekki nema þriggja til fjögurra ára gömul” segir Þorbjörg, sem fann mikinn mun á allri líðan sinni þegar hún fór að setja hana í samhengi við mataræði sitt. „Það breyttist mikið hjá mér í kringum tvítugt þegar ég flutti til Danmerkur og fór að gera breytingar á mataræðinu. Ég hafði verið með stanslausa heilaþoku og svo varð ég líka hálfinnhverf og dró mig mikið til baka. Það breyttist hratt þegar ég fór að draga úr sykrinum og borða almennt hreinni mat.“ Fíkn meiri á Íslandi en gerist og gengur Þegar Þorbjörg áttaði sig á miklum árangri sem breytt mataræði hafði á hana sjálfa ákvað hún að þetta væri nokkuð sem vert væri að boða og leggja fyrir sig. „Að aðstoða annað fólk við að bæta líðan sína og líkamsstarfsemi í gegnum matarræði og lífsstílsbreytingar. Á þessum tíma var erfiðara en núna að sækja upplýsingar, af því að það var ekkert net eða „google“ til að fletta upp í. En þó að það væru ekki endilega sjálfsögð sannindi á þessum tíma þurfti ég engar staðfestingar á því hvað matarræði hefur gríðarleg áhrif á orku og líðan eftir að ég fór að prófa það á sjálfri mér.” Þorbjörg hefur í gegnum tíðina gefið út bækur um heilsu sem hafa náð talsverðum vinsældum á Íslandi sem erlendis. Hún fór snemma að boða atriði sem á þeim tíma voru á skjön við það sem oftast taldist rétt. „Þegar ég var að byrja að skrifa bækur og boða mínar hugmyndir voru nánast öll manneldismarkmið og ráðleggingar að fólk ætti að sneiða hjá fitu og borða mikið af kolvetnum. En ég var svolítið á undan minni samtíð með að ræða sambland af ketó og lágkolvetna-matarræði til þess að bæta orku og almenna líðan yfir daginn.“ Þorbjörg segist skilja betur en flestir að það geti reynst fólki ofviða að miklu í einu þegar kemur að matarræði. „Sérstaklega ef fólk hefur verið lengi í óheilbrigðu sambandi við mat. En þegar fólk gerir ákveðnar breytingar byrjar það að finna allt aðra líðan og þá verður miklu auðveldara að halda áfram. Það er mjög erfitt að taka réttar ákvarðanir ef heilinn er baðaður í sykri og líkamskerfið er uppfullt af bólgum.“ Þorbjörg er ekki frá því að Íslendingar almennt glími jafnvel meira við fíkn en margar aðrar þjóðir. „Já, eftir öll þessi ár sem ég hef unnið við næringarráðgjöf og heilsu er ég ekki frá því að sykurfíkn sé meiri á Íslandi en víða annars staðar.“ Telur mikla drykkju á Íslandi orsakavald Þorbjörg er búsett í Danmörku og telur stöðuna í þeim efnum betri en á Íslandi. „Sykur- og matarfíkn er mjög oft tilfinningatengd og Íslendingar koma úr mjög hörðum aðstæðum þar sem kynslóðirnar á undan drukku mikið. Það var áberandi mikil drykkja hjá kynslóðinni á undan mér sem bjó í mörgum tilvikum til mikla meðvirkni og fleiri fíknivandamál hjá börnum þeirra sem glímdu við alkohólisma.“ Þorbjörg tekur það fram að hún vill ekki undir nokkrum kringumstæðum ýta undir skömm varðandi þessi atriði sem oft eru hlaðin tilfinningum. „En mér virðist bæði þunglyndi og offita vera meiri á Íslandi en í nágrannalöndunum. Tölurnar tala sínu máli, bæði notkun þunglyndis- og kvíðalyfja og tölur um ofþyngd og offitu. Ég er ekki frá því að harðar aðstæður og þessi mikla drykkja sem hafði áhrif á uppeldi spili hlut í því. Það er líklega mikil streita í genunum okkar sem ýtir undir þessar fíkn tilhneigingar og setur taugakerfið okkar í meira „fight or flight“ ástand. En sem betur fer erum við alltaf að verða meðvitaðri og meðvitaðri um áföll, streitu, meðvirkni og fleiri hluti.“ Þorbjörg segir að smám saman séum við að ala upp kynslóðir sem fá annars konar uppeldi og upplýsingarnar eru orðnar miklu meiri og betri.
Samfélagsmiðlar Heilsa Matur Lyf Geðheilbrigði Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira