Orkan úr Hvammsvirkjun fari ekki í rafmyntagröft Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. júní 2023 14:41 Hörður segir stefnu Landsvirkjunar skýra þegar kemur að rafmyntagreftri. Egill Aðalsteinsson Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að aldrei verði byggð virkjun fyrir rafmyntagröft. Rafmyntafyrirtæki hafi aðeins fengið afgangsorku og engin ný séu að koma inn á markaðinn. „Það hefur aldrei verið byggð virkjun fyrir rafmyntagröft og Landsvirkjun mun aldrei byggja virkjun fyrir rafmyntagröft. Orkan úr Hvammsvirkjun verður nýtt í mikla eftirspurn sem við sjáum í samfélaginu,“ segir Hörður. Stefna Landsvirkjunar sé skýr hvað þetta varðar. Snæbjörn Guðmundsson, formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða, hefur sagt málflutning Landsvirkjunar loðinn. Það er að Hörður hafi haldið því fram að Landsvirkjun byggi ekki virkjanir fyrir rafmyntagröft en síðan sagt að gagnaver muni fá orku úr óbyggðri Hvammsvirkjun. Samkvæmt norskri greiningu fari um 85 prósent orku gagnaveranna í að grafa eftir rafmyntinni bitcoin. Hörður staðfestir að orkan úr Hvammsvirkjun verði ekki nýtt til rafmyntagraftar. Rafmyntafyrirtækin hafi fengið að nota orku sem annars hefði gufað upp í kerfinu. „Rafmyntafyrirtæki fengu afgangsorku í kerfinu sem myndaðist þegar stórnotendur voru ekki að fullnýta samninga. Þau hafa aldrei verið hluti af framtíðarviðskiptavinum Landsvirkjunar,“ segir Hörður. Gröftur AtNorth fasaður út hratt Þá bendir hann á að hinar norsku tölur séu ekki alveg nýjar og verið sé að fasa út gröftinn. „Þessi þrjú gagnaver sem eru hérna eru smám saman að fara út úr þessum rafmyntagreftri og þau fá ekki framlengingu á forgangsorku frá okkur,“ segir hann. Besta dæmið um þetta sé hjá gagnaverinu Verne þar sem greftri hefur veri hætt. Gagnaver sem séu alfarið komin yfir í fjölþætta reiknifreka starfsemi séu eftirsóttir viðskiptavinir. Það taki hins vegar tíma að byggja upp fjölþætta erlenda viðskiptavini. Dæmi um þetta er nýopnað gagnaver AtNorth á Norðurlandi. Að sögn Harðar er það gagnaver með rafmyntagröft til þess að ná stórnotendaviðmiðum upp á flutningstaxta. En það verður fasað út hratt. „Fyrir norðan er orka laus. Það er eingöngu verið að nýta orku sem annars hefði verið ónotuð,“ segir Hörður. Dregur yfirlýsingu Bit Digital í efa Aðspurður um yfirlýst aukin umsvif rafmyntafyrirtækisins Bit Digital segist Hörður efast um að þau séu sönn. Fyrirtækið fái að minnsta kosti ekki orku frá Landsvirkjun. „Það eru engir nýir aðilar að koma inn á markaðinn,“ segir hann. Að sögn Harðar er skýr forgangsröðun orkusölu hjá Landsvirkjun. Númer eitt sé að styðja við orkuskiptin og almennan vöxt í hagkerfinu. Síðan að styðja við núverandi viðskiptavini og fjölbreyttan grænan iðnað, svo sem matvælaiðnað, laxeldi, gróðurhús og gagnaver sem eru ekki í rafmyntagreftri. Landsvirkjun selur ekki rafmyntagröft, nýja stóriðju eða til útlanda að svo komnu máli. Orkumál Umhverfismál Landsvirkjun Rafmyntir Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Rafmyntafyrirtæki eykur umsvif þrátt fyrir orkuskort Kínverskt rafmyntafyrirtæki segist ætla að auka umsvif sín á Íslandi. Íslensk raforkufyrirtæki segja ekki rúm fyrir aukningu rafmyntagraftar. 19. maí 2023 14:59 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
„Það hefur aldrei verið byggð virkjun fyrir rafmyntagröft og Landsvirkjun mun aldrei byggja virkjun fyrir rafmyntagröft. Orkan úr Hvammsvirkjun verður nýtt í mikla eftirspurn sem við sjáum í samfélaginu,“ segir Hörður. Stefna Landsvirkjunar sé skýr hvað þetta varðar. Snæbjörn Guðmundsson, formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða, hefur sagt málflutning Landsvirkjunar loðinn. Það er að Hörður hafi haldið því fram að Landsvirkjun byggi ekki virkjanir fyrir rafmyntagröft en síðan sagt að gagnaver muni fá orku úr óbyggðri Hvammsvirkjun. Samkvæmt norskri greiningu fari um 85 prósent orku gagnaveranna í að grafa eftir rafmyntinni bitcoin. Hörður staðfestir að orkan úr Hvammsvirkjun verði ekki nýtt til rafmyntagraftar. Rafmyntafyrirtækin hafi fengið að nota orku sem annars hefði gufað upp í kerfinu. „Rafmyntafyrirtæki fengu afgangsorku í kerfinu sem myndaðist þegar stórnotendur voru ekki að fullnýta samninga. Þau hafa aldrei verið hluti af framtíðarviðskiptavinum Landsvirkjunar,“ segir Hörður. Gröftur AtNorth fasaður út hratt Þá bendir hann á að hinar norsku tölur séu ekki alveg nýjar og verið sé að fasa út gröftinn. „Þessi þrjú gagnaver sem eru hérna eru smám saman að fara út úr þessum rafmyntagreftri og þau fá ekki framlengingu á forgangsorku frá okkur,“ segir hann. Besta dæmið um þetta sé hjá gagnaverinu Verne þar sem greftri hefur veri hætt. Gagnaver sem séu alfarið komin yfir í fjölþætta reiknifreka starfsemi séu eftirsóttir viðskiptavinir. Það taki hins vegar tíma að byggja upp fjölþætta erlenda viðskiptavini. Dæmi um þetta er nýopnað gagnaver AtNorth á Norðurlandi. Að sögn Harðar er það gagnaver með rafmyntagröft til þess að ná stórnotendaviðmiðum upp á flutningstaxta. En það verður fasað út hratt. „Fyrir norðan er orka laus. Það er eingöngu verið að nýta orku sem annars hefði verið ónotuð,“ segir Hörður. Dregur yfirlýsingu Bit Digital í efa Aðspurður um yfirlýst aukin umsvif rafmyntafyrirtækisins Bit Digital segist Hörður efast um að þau séu sönn. Fyrirtækið fái að minnsta kosti ekki orku frá Landsvirkjun. „Það eru engir nýir aðilar að koma inn á markaðinn,“ segir hann. Að sögn Harðar er skýr forgangsröðun orkusölu hjá Landsvirkjun. Númer eitt sé að styðja við orkuskiptin og almennan vöxt í hagkerfinu. Síðan að styðja við núverandi viðskiptavini og fjölbreyttan grænan iðnað, svo sem matvælaiðnað, laxeldi, gróðurhús og gagnaver sem eru ekki í rafmyntagreftri. Landsvirkjun selur ekki rafmyntagröft, nýja stóriðju eða til útlanda að svo komnu máli.
Orkumál Umhverfismál Landsvirkjun Rafmyntir Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Rafmyntafyrirtæki eykur umsvif þrátt fyrir orkuskort Kínverskt rafmyntafyrirtæki segist ætla að auka umsvif sín á Íslandi. Íslensk raforkufyrirtæki segja ekki rúm fyrir aukningu rafmyntagraftar. 19. maí 2023 14:59 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Rafmyntafyrirtæki eykur umsvif þrátt fyrir orkuskort Kínverskt rafmyntafyrirtæki segist ætla að auka umsvif sín á Íslandi. Íslensk raforkufyrirtæki segja ekki rúm fyrir aukningu rafmyntagraftar. 19. maí 2023 14:59