Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu á Ísafirði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júní 2023 15:33 Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu á Ísafirði. stjórnarráðið Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í morgun. Innrás Rússa var til umræðu og ræddi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra þá ákvörðun sína að leggja niður starfsemina í sendiráði Íslands í Moskvu sem tilkynnt var um í liðinni viku. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að árlegur sumarfundur í samstarfi ráðherrana hafi farið fram hér á landi þar sem Ísland er í formennsku norrænnar samvinnu í ár, þar á meðal í utanríkispólitísku samstarfi Norðurlanda. „Þótt Ísland sé eina ríki Norðurlanda sem ákveðið hefur að leggja niður starfsemina í sendiráði sínu í Moskvu hafa öll Norðurlöndin gripið til aðgerða gagnvart rússneskum diplómötum í höfuðborgum sínum,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu. „Hér eftir sem hingað til er gagnlegt að ræða hvernig hin norrænu ríkin nálgast samskiptin við Rússland en ekki síður var gott að finna þann stuðning sem ríkir um samstarf Norðurlanda við þessar aðstæður, til dæmis á sviði borgaraþjónustu en samkvæmt Helsingforssamningnum veita Norðurlöndin gagnkvæma aðstoð í borgaraþjónustumálum,“ segir hún ennfremur. Ráðherrarnir heimsóttu útsýnispallinn á Bolafjalli. Á einu máli um stuðning við konur í Afganistan Til umræðu var áróður og upplýsingaóreiða Rússlands utan Vesturlanda og hvernig megi koma í veg fyrir hana. Samskiptin við Kína voru einnig til umræðu. Ráðherrarnir ræddu þá ástandið í Afganistan en frá því að talibanar náðu völdum þar á ný fyrir tæpum tveimur árum hafa þeir hert tökin og þrengt að réttindum borgara í landinu, sérstaklega kvenna og stúlkna. „Þrátt fyrir að ástand mannúðarmála sé óvíða verra en í Afganistan hefur gengið mjög erfiðlega að afla framlaga til lífsbjargandi aðstoðar þar. Til að bæta gráu ofan á svart er hjálpar- og mannúðarsamtökum gert nánast ómögulegt að starfa í landinu, nú síðast með banni talibana við þátttöku kvenna í starfi slíkra samtaka. Við ráðherrarnir vorum á einu máli að Norðurlöndin yrðu að nota rödd sína og áhrif til að styðja við konur og stúlkur í Afganistan. Hvað sem okkur kann að finnast um ömurleg stjórnvöld í landinu má fólkið þar ekki gleymast,“ segir Þórdís Kolbrún Nothing like our Nordic friendship With @Haavisto @thordiskolbrun @larsloekke on Iceland for meeting of Nordic FM. But we miss you @AHuitfeldt pic.twitter.com/VmhwyOW6B5— Tobias Billström (@TobiasBillstrom) June 12, 2023 Alþingi Utanríkismál Afganistan Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Norðurlandaráð Norðurslóðir Tengdar fréttir Staðarráðnum starfsmönnum og leigunni sagt upp Fimm staðarráðnum starfsmönnum íslenska sendiráðsins í Moskvu verður sagt upp í samræmi við gildandi ráðningarsamninga. Þá er gert ráð að leigusamningum fyrir húsnæði sendiráðsins og sendiherrabústað verði sagt upp. 13. júní 2023 07:54 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að árlegur sumarfundur í samstarfi ráðherrana hafi farið fram hér á landi þar sem Ísland er í formennsku norrænnar samvinnu í ár, þar á meðal í utanríkispólitísku samstarfi Norðurlanda. „Þótt Ísland sé eina ríki Norðurlanda sem ákveðið hefur að leggja niður starfsemina í sendiráði sínu í Moskvu hafa öll Norðurlöndin gripið til aðgerða gagnvart rússneskum diplómötum í höfuðborgum sínum,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu. „Hér eftir sem hingað til er gagnlegt að ræða hvernig hin norrænu ríkin nálgast samskiptin við Rússland en ekki síður var gott að finna þann stuðning sem ríkir um samstarf Norðurlanda við þessar aðstæður, til dæmis á sviði borgaraþjónustu en samkvæmt Helsingforssamningnum veita Norðurlöndin gagnkvæma aðstoð í borgaraþjónustumálum,“ segir hún ennfremur. Ráðherrarnir heimsóttu útsýnispallinn á Bolafjalli. Á einu máli um stuðning við konur í Afganistan Til umræðu var áróður og upplýsingaóreiða Rússlands utan Vesturlanda og hvernig megi koma í veg fyrir hana. Samskiptin við Kína voru einnig til umræðu. Ráðherrarnir ræddu þá ástandið í Afganistan en frá því að talibanar náðu völdum þar á ný fyrir tæpum tveimur árum hafa þeir hert tökin og þrengt að réttindum borgara í landinu, sérstaklega kvenna og stúlkna. „Þrátt fyrir að ástand mannúðarmála sé óvíða verra en í Afganistan hefur gengið mjög erfiðlega að afla framlaga til lífsbjargandi aðstoðar þar. Til að bæta gráu ofan á svart er hjálpar- og mannúðarsamtökum gert nánast ómögulegt að starfa í landinu, nú síðast með banni talibana við þátttöku kvenna í starfi slíkra samtaka. Við ráðherrarnir vorum á einu máli að Norðurlöndin yrðu að nota rödd sína og áhrif til að styðja við konur og stúlkur í Afganistan. Hvað sem okkur kann að finnast um ömurleg stjórnvöld í landinu má fólkið þar ekki gleymast,“ segir Þórdís Kolbrún Nothing like our Nordic friendship With @Haavisto @thordiskolbrun @larsloekke on Iceland for meeting of Nordic FM. But we miss you @AHuitfeldt pic.twitter.com/VmhwyOW6B5— Tobias Billström (@TobiasBillstrom) June 12, 2023
Alþingi Utanríkismál Afganistan Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Norðurlandaráð Norðurslóðir Tengdar fréttir Staðarráðnum starfsmönnum og leigunni sagt upp Fimm staðarráðnum starfsmönnum íslenska sendiráðsins í Moskvu verður sagt upp í samræmi við gildandi ráðningarsamninga. Þá er gert ráð að leigusamningum fyrir húsnæði sendiráðsins og sendiherrabústað verði sagt upp. 13. júní 2023 07:54 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Staðarráðnum starfsmönnum og leigunni sagt upp Fimm staðarráðnum starfsmönnum íslenska sendiráðsins í Moskvu verður sagt upp í samræmi við gildandi ráðningarsamninga. Þá er gert ráð að leigusamningum fyrir húsnæði sendiráðsins og sendiherrabústað verði sagt upp. 13. júní 2023 07:54