„Ég buffa þig og þennan drulludela“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júní 2023 15:59 Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóminn 1. júní síðastliðinn. Vísir Pólskur karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir hótanir, umferðalagabrot og fjársvik, meðal annars með því að hafa stolið bensínlykli og notað hann án heimildar. Maðurinn rauf reynslulausn en hann hefur ítrekað verið dæmdur fyrir ýmis hegningarlagabrot. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að maðurinn hafi í desember 2020 stolið bensínlykli og notað hann í blekkingarskyni til að greiða fyrir eldsneyti sem nam samtals rúmlega 40 þúsund krónum. Var hann á sama tímabili tekinn við að aka bifreið sinni sviptur ökurétti. Í október á síðasta ári var maðurinn ákærður aftur fyrir hótanir þar sem hann hótaði konu og unnusta hennar. „Ég buffa þig og þennan drulludela,“ skrifaði maðurinn á pólsku og sendi konunni auk þess efitirfarandi skilaboð: „Þú ert helvítis tussa ég bíð eftir ykkur,“ „Stúta smettinu á honum“ og „Þú þarna egóistinn þinn ég rústa þér“. Voru ummælin talin til þess fallin að vekja hjá henni ótta um líf sitt og unnusta hennar og velferð þeirra. Við meðferð málsins breytti maðurinn afstöðu sinni til ákærunnar og játaði sök. Eins og áður segir hefur maðurinn komist ítrekað í kast við lögin. Hann var árið 2016 dæmdur í 90 daga fangelsi fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Árið 2018 sömuleiðis og var hann svipur ökurétti. Hann fékk reynslulausn í júlí 2020 en árið 2022 var hann aftur dæmdur í 11 mánaða fangelsi fyrir akstur undir áhrifum fíknefna. Þar sem fyrrgreind brot voru fram áður en dómur féll árið 2022 var honum gerður hegningarauki. Með hliðsjón af því var refsing ákveðin fimm mánuðir. Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að maðurinn hafi í desember 2020 stolið bensínlykli og notað hann í blekkingarskyni til að greiða fyrir eldsneyti sem nam samtals rúmlega 40 þúsund krónum. Var hann á sama tímabili tekinn við að aka bifreið sinni sviptur ökurétti. Í október á síðasta ári var maðurinn ákærður aftur fyrir hótanir þar sem hann hótaði konu og unnusta hennar. „Ég buffa þig og þennan drulludela,“ skrifaði maðurinn á pólsku og sendi konunni auk þess efitirfarandi skilaboð: „Þú ert helvítis tussa ég bíð eftir ykkur,“ „Stúta smettinu á honum“ og „Þú þarna egóistinn þinn ég rústa þér“. Voru ummælin talin til þess fallin að vekja hjá henni ótta um líf sitt og unnusta hennar og velferð þeirra. Við meðferð málsins breytti maðurinn afstöðu sinni til ákærunnar og játaði sök. Eins og áður segir hefur maðurinn komist ítrekað í kast við lögin. Hann var árið 2016 dæmdur í 90 daga fangelsi fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Árið 2018 sömuleiðis og var hann svipur ökurétti. Hann fékk reynslulausn í júlí 2020 en árið 2022 var hann aftur dæmdur í 11 mánaða fangelsi fyrir akstur undir áhrifum fíknefna. Þar sem fyrrgreind brot voru fram áður en dómur féll árið 2022 var honum gerður hegningarauki. Með hliðsjón af því var refsing ákveðin fimm mánuðir.
Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira