Draumurinn úti hjá Domino's í Danmörku Árni Sæberg skrifar 13. júní 2023 21:47 Aðdáendur Domino's ættu að forðast ferðalög til Danmerkur. Francis Dean/Getty Öllum 27 veitingastöðum alþjóðlegu pitsukeðjunnar Domino's í Danmörku hefur verið lokað. „Því miður er kominn tími á að við kveðjum. Öllum útibúum okkar hefur nú verið lokað,“ segir í tilkynningu Kellie Taylor, svæðisyfirmanns Domino's í Danmörku, á vef fyrirtækisins. Domino's í Danmörku var rekið af sérleyfishafa keðjunnar í Ástralíu, Australia's Domino's Pizza Enterprises. Hlutabréf félagsins lækkuðu um 11,9 prósent í dag, mest allra félaga í áströlsku kauphöllinni. Félagið tók við rekstri veitingastaðanna í Danmörku eftir að fyrri sérleyfishafar fóru á hausinn árið 2019. Keðjan hafði átt í vök að verjast um nokkurt skeið eftir afhjúpanir sjónvarpsþáttarins Operation X, sem sýndur var í september árið 2019 á TV2. Þar kom meðal annars fram að Domino's hafi notast við gamalt hráefni og falsaðar dagsetningar á matvælum. Þá var einnig minnst á rottugang og óþrifnað. Sjónvarpsþátturinn notaðist við flugumann sem sankaði að sér heimildum um misferli Domino's mánuðum saman. Í tilkynningunni segir að með innreið sinni á Danmerkurmarkað hafi fyrirtækið viljað færa Dönum ferskar pitsur í hæsta gæðaflokki og á viðráðanlegu verði. Þannig hafi fyrirtækinu tekist að endurheimta traust viðskiptavina á Domino's. „Þrátt fyrir að með samstilltu átaki starfsfólks hafi okkur tekist að ná viðskiptavinum aftur á okkar band og skapa hóp dyggra fastakúnna, var það ekki nóg til þess að tryggja sjálfbæran rekstur til frambúðar,“ segir í tilkynningu. Danmörk Veitingastaðir Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
„Því miður er kominn tími á að við kveðjum. Öllum útibúum okkar hefur nú verið lokað,“ segir í tilkynningu Kellie Taylor, svæðisyfirmanns Domino's í Danmörku, á vef fyrirtækisins. Domino's í Danmörku var rekið af sérleyfishafa keðjunnar í Ástralíu, Australia's Domino's Pizza Enterprises. Hlutabréf félagsins lækkuðu um 11,9 prósent í dag, mest allra félaga í áströlsku kauphöllinni. Félagið tók við rekstri veitingastaðanna í Danmörku eftir að fyrri sérleyfishafar fóru á hausinn árið 2019. Keðjan hafði átt í vök að verjast um nokkurt skeið eftir afhjúpanir sjónvarpsþáttarins Operation X, sem sýndur var í september árið 2019 á TV2. Þar kom meðal annars fram að Domino's hafi notast við gamalt hráefni og falsaðar dagsetningar á matvælum. Þá var einnig minnst á rottugang og óþrifnað. Sjónvarpsþátturinn notaðist við flugumann sem sankaði að sér heimildum um misferli Domino's mánuðum saman. Í tilkynningunni segir að með innreið sinni á Danmerkurmarkað hafi fyrirtækið viljað færa Dönum ferskar pitsur í hæsta gæðaflokki og á viðráðanlegu verði. Þannig hafi fyrirtækinu tekist að endurheimta traust viðskiptavina á Domino's. „Þrátt fyrir að með samstilltu átaki starfsfólks hafi okkur tekist að ná viðskiptavinum aftur á okkar band og skapa hóp dyggra fastakúnna, var það ekki nóg til þess að tryggja sjálfbæran rekstur til frambúðar,“ segir í tilkynningu.
Danmörk Veitingastaðir Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira