Ert þú atvinnurekandi? Viltu benda mér á eitthvað sem betur má fara? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 14. júní 2023 07:31 Ég tók nýlega þátt í umræðum í útvarpsþætti um hvaða meginlínur væru í gangi í íslenskum stjórnmálum og hvað skildi helst á milli manna og flokka, ef þá eitthvað. Mér kom fyrst til hugar að nefna að það væri ótrúlegt að uppgötva það að ekki væru allir stjórnmálamenn sammála um það hvernig verðmætin í samfélaginu yrðu til, þ.e.a.s. fjármagnið sem greiðir fyrir þjónustu hins opinbera. Sú óumdeilanlega staðreynd að það eru auðvitað fyrirtækin í landinu, atvinnulífið – fólkið sem starfar á almennum vinnumarkaði – sem skapar verðmætin sem síðan standa undir velferð okkar allra, þessi staðreynd hefur glutrast niður. Efnahagsleg velferð okkar, atvinnustig og verðmætasköpun, er því grundvölluð á framtaki einstaklinga, sérstaklega þeirra sem reka og vinna hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Flókið regluverk og þungar álögur eru að sliga rekstur margra fyrirtækja. Eftirlitið er of mikið og kröfur til aðila með afmarkaðan og einfaldan rekstur úr hófi fram. Afleiðingin er sóun og minni framleiðni sem leiðir til lakari lífskjara en ella. Við sjálfstæðismenn erum málsvarar framtaks og sjálfsbjargarviðleitni. Af þeim sökum mun ég nýta þinghléð í sumar til að vinna að þingmálum í þágu fyrirtækja. Ég óska því eftir ábendingum og umkvörtunum frá atvinnulífinu um rekstrarumhverfið hér. Ég geri mér fulla grein fyrir því hversu miklu samkeppnishæfni skiptir fyrir atvinnulífið og fyrir skyldu löggjafans og stjórnvalda til að tryggja hana. Aðeins þannig getum við tryggt almenningi áframhaldandi góð og jafnvel betri lífskjör. Ég hvet atvinnurekendur því til að senda mér tölvupóst á dilja.mist@althingi.is. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Ég tók nýlega þátt í umræðum í útvarpsþætti um hvaða meginlínur væru í gangi í íslenskum stjórnmálum og hvað skildi helst á milli manna og flokka, ef þá eitthvað. Mér kom fyrst til hugar að nefna að það væri ótrúlegt að uppgötva það að ekki væru allir stjórnmálamenn sammála um það hvernig verðmætin í samfélaginu yrðu til, þ.e.a.s. fjármagnið sem greiðir fyrir þjónustu hins opinbera. Sú óumdeilanlega staðreynd að það eru auðvitað fyrirtækin í landinu, atvinnulífið – fólkið sem starfar á almennum vinnumarkaði – sem skapar verðmætin sem síðan standa undir velferð okkar allra, þessi staðreynd hefur glutrast niður. Efnahagsleg velferð okkar, atvinnustig og verðmætasköpun, er því grundvölluð á framtaki einstaklinga, sérstaklega þeirra sem reka og vinna hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Flókið regluverk og þungar álögur eru að sliga rekstur margra fyrirtækja. Eftirlitið er of mikið og kröfur til aðila með afmarkaðan og einfaldan rekstur úr hófi fram. Afleiðingin er sóun og minni framleiðni sem leiðir til lakari lífskjara en ella. Við sjálfstæðismenn erum málsvarar framtaks og sjálfsbjargarviðleitni. Af þeim sökum mun ég nýta þinghléð í sumar til að vinna að þingmálum í þágu fyrirtækja. Ég óska því eftir ábendingum og umkvörtunum frá atvinnulífinu um rekstrarumhverfið hér. Ég geri mér fulla grein fyrir því hversu miklu samkeppnishæfni skiptir fyrir atvinnulífið og fyrir skyldu löggjafans og stjórnvalda til að tryggja hana. Aðeins þannig getum við tryggt almenningi áframhaldandi góð og jafnvel betri lífskjör. Ég hvet atvinnurekendur því til að senda mér tölvupóst á dilja.mist@althingi.is. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun