Launahækkanir þurfi hið minnsta að vera í samræmi við verðbólgutölur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. júní 2023 12:01 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir þungt hljóð í sínum félagsmönnum sem horfi upp á dýrtíð og stökkbreyttan húsnæðiskostnað. Vísir/Vilhelm Sækja þarf launahækkanir sem eru hið minnsta í samræmi við verðbólgutölur í næstu kjarasamningum að sögn formanns VR. Hann segir mikla samstöðu að skapast fyrir því að sækja mjög kröftuglega fram í komandi viðræðum. Kaupmáttur dróst saman um tæp fimm prósent á fyrstu mánuðum ársins og vaxtagjöld heimilanna jukust um sextíu prósent milli ára. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar dróst kaupmáttur ráðstöfunartekna saman um 4,8 prósent á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er fjórði ársfjórðungurinn í röð þar sem kaupmáttur dregst saman og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir það merki um grafalvarlega stöðu. „Sérstaklega í ljósi þess að það virðist alls staðar annars staðar ganga vel. Útflutningsgreinar ganga gríðarlega vel og eru að skila methagnaði. Það sama má segja með fyrirætkin. Þannig að það er alveg ljóst að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar og viðbrögð, bæði ríkisstjórnarinnar og seðlabankans hafa brugðist algjörlega almenningi í landinu,“ segir Ragnar Þór. Samkvæmt Hagstofunni jukust vaxtagjöld heimilanna um sextíu prósent á milli ára, sem skýrist einkum af mikilli vaxtahækkun. Ragnar Þór segir þungt hljóð í sínum félagsmönnum sem horfi upp á stökkbreyttar afborganir. Seðlabankinn hefur sagt að þær launahækkanir sem samið var um í síðustu kjarasamningum hafi verið umfram svigrúm og kallað eftir nokkurs konar þjóðarsátt í næstu lotu.vísir/Vilhelm Verðbólga mælist nú 9,5 prósent og kjarasamningar á almennum vinnumarkaði losna eftir rúmt hálft ár. Seðlabankastjóri hefur kallað eftir hófsemi og sagt að verkalýðshreyfingin þurfi að átta sig á því að það að elta verðbólgu í launahækkunum leiði til vaxtahækkana. Ragnar Þór hafnar þessu og telur þörf á launahækkunum í samræmi við verðbólgutölur. „Já, í það minnsta. Og það er bara til að bregðast við hækkandi verði á vöru og þjónustu. En við náum ekki utan um húsnæðismarkaðinn eða stökkbreyttan húsnæðiskostnað, sama hvort það sé í afborgunum af lánum eða leigu. Á meðan stjórnvöld neita að horfast í augu við vandann, sem er gríðarlegur og eykst bara, og sömuleiðis seðlabankinn þá munum við bara sækja þetta í gegnum kjarasamninginn,“ segir Ragnar Þór. „Og ég heyri það á okkar fólki að það er að skapast mikil stemning fyrir samstöðu til þess að sækja mjög kröftuglega fram í næstu kjarasamningum.“ Kjaramál Seðlabankinn Stéttarfélög Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar dróst kaupmáttur ráðstöfunartekna saman um 4,8 prósent á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er fjórði ársfjórðungurinn í röð þar sem kaupmáttur dregst saman og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir það merki um grafalvarlega stöðu. „Sérstaklega í ljósi þess að það virðist alls staðar annars staðar ganga vel. Útflutningsgreinar ganga gríðarlega vel og eru að skila methagnaði. Það sama má segja með fyrirætkin. Þannig að það er alveg ljóst að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar og viðbrögð, bæði ríkisstjórnarinnar og seðlabankans hafa brugðist algjörlega almenningi í landinu,“ segir Ragnar Þór. Samkvæmt Hagstofunni jukust vaxtagjöld heimilanna um sextíu prósent á milli ára, sem skýrist einkum af mikilli vaxtahækkun. Ragnar Þór segir þungt hljóð í sínum félagsmönnum sem horfi upp á stökkbreyttar afborganir. Seðlabankinn hefur sagt að þær launahækkanir sem samið var um í síðustu kjarasamningum hafi verið umfram svigrúm og kallað eftir nokkurs konar þjóðarsátt í næstu lotu.vísir/Vilhelm Verðbólga mælist nú 9,5 prósent og kjarasamningar á almennum vinnumarkaði losna eftir rúmt hálft ár. Seðlabankastjóri hefur kallað eftir hófsemi og sagt að verkalýðshreyfingin þurfi að átta sig á því að það að elta verðbólgu í launahækkunum leiði til vaxtahækkana. Ragnar Þór hafnar þessu og telur þörf á launahækkunum í samræmi við verðbólgutölur. „Já, í það minnsta. Og það er bara til að bregðast við hækkandi verði á vöru og þjónustu. En við náum ekki utan um húsnæðismarkaðinn eða stökkbreyttan húsnæðiskostnað, sama hvort það sé í afborgunum af lánum eða leigu. Á meðan stjórnvöld neita að horfast í augu við vandann, sem er gríðarlegur og eykst bara, og sömuleiðis seðlabankinn þá munum við bara sækja þetta í gegnum kjarasamninginn,“ segir Ragnar Þór. „Og ég heyri það á okkar fólki að það er að skapast mikil stemning fyrir samstöðu til þess að sækja mjög kröftuglega fram í næstu kjarasamningum.“
Kjaramál Seðlabankinn Stéttarfélög Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira