Launahækkanir þurfi hið minnsta að vera í samræmi við verðbólgutölur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. júní 2023 12:01 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir þungt hljóð í sínum félagsmönnum sem horfi upp á dýrtíð og stökkbreyttan húsnæðiskostnað. Vísir/Vilhelm Sækja þarf launahækkanir sem eru hið minnsta í samræmi við verðbólgutölur í næstu kjarasamningum að sögn formanns VR. Hann segir mikla samstöðu að skapast fyrir því að sækja mjög kröftuglega fram í komandi viðræðum. Kaupmáttur dróst saman um tæp fimm prósent á fyrstu mánuðum ársins og vaxtagjöld heimilanna jukust um sextíu prósent milli ára. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar dróst kaupmáttur ráðstöfunartekna saman um 4,8 prósent á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er fjórði ársfjórðungurinn í röð þar sem kaupmáttur dregst saman og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir það merki um grafalvarlega stöðu. „Sérstaklega í ljósi þess að það virðist alls staðar annars staðar ganga vel. Útflutningsgreinar ganga gríðarlega vel og eru að skila methagnaði. Það sama má segja með fyrirætkin. Þannig að það er alveg ljóst að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar og viðbrögð, bæði ríkisstjórnarinnar og seðlabankans hafa brugðist algjörlega almenningi í landinu,“ segir Ragnar Þór. Samkvæmt Hagstofunni jukust vaxtagjöld heimilanna um sextíu prósent á milli ára, sem skýrist einkum af mikilli vaxtahækkun. Ragnar Þór segir þungt hljóð í sínum félagsmönnum sem horfi upp á stökkbreyttar afborganir. Seðlabankinn hefur sagt að þær launahækkanir sem samið var um í síðustu kjarasamningum hafi verið umfram svigrúm og kallað eftir nokkurs konar þjóðarsátt í næstu lotu.vísir/Vilhelm Verðbólga mælist nú 9,5 prósent og kjarasamningar á almennum vinnumarkaði losna eftir rúmt hálft ár. Seðlabankastjóri hefur kallað eftir hófsemi og sagt að verkalýðshreyfingin þurfi að átta sig á því að það að elta verðbólgu í launahækkunum leiði til vaxtahækkana. Ragnar Þór hafnar þessu og telur þörf á launahækkunum í samræmi við verðbólgutölur. „Já, í það minnsta. Og það er bara til að bregðast við hækkandi verði á vöru og þjónustu. En við náum ekki utan um húsnæðismarkaðinn eða stökkbreyttan húsnæðiskostnað, sama hvort það sé í afborgunum af lánum eða leigu. Á meðan stjórnvöld neita að horfast í augu við vandann, sem er gríðarlegur og eykst bara, og sömuleiðis seðlabankinn þá munum við bara sækja þetta í gegnum kjarasamninginn,“ segir Ragnar Þór. „Og ég heyri það á okkar fólki að það er að skapast mikil stemning fyrir samstöðu til þess að sækja mjög kröftuglega fram í næstu kjarasamningum.“ Kjaramál Seðlabankinn Stéttarfélög Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar dróst kaupmáttur ráðstöfunartekna saman um 4,8 prósent á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er fjórði ársfjórðungurinn í röð þar sem kaupmáttur dregst saman og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir það merki um grafalvarlega stöðu. „Sérstaklega í ljósi þess að það virðist alls staðar annars staðar ganga vel. Útflutningsgreinar ganga gríðarlega vel og eru að skila methagnaði. Það sama má segja með fyrirætkin. Þannig að það er alveg ljóst að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar og viðbrögð, bæði ríkisstjórnarinnar og seðlabankans hafa brugðist algjörlega almenningi í landinu,“ segir Ragnar Þór. Samkvæmt Hagstofunni jukust vaxtagjöld heimilanna um sextíu prósent á milli ára, sem skýrist einkum af mikilli vaxtahækkun. Ragnar Þór segir þungt hljóð í sínum félagsmönnum sem horfi upp á stökkbreyttar afborganir. Seðlabankinn hefur sagt að þær launahækkanir sem samið var um í síðustu kjarasamningum hafi verið umfram svigrúm og kallað eftir nokkurs konar þjóðarsátt í næstu lotu.vísir/Vilhelm Verðbólga mælist nú 9,5 prósent og kjarasamningar á almennum vinnumarkaði losna eftir rúmt hálft ár. Seðlabankastjóri hefur kallað eftir hófsemi og sagt að verkalýðshreyfingin þurfi að átta sig á því að það að elta verðbólgu í launahækkunum leiði til vaxtahækkana. Ragnar Þór hafnar þessu og telur þörf á launahækkunum í samræmi við verðbólgutölur. „Já, í það minnsta. Og það er bara til að bregðast við hækkandi verði á vöru og þjónustu. En við náum ekki utan um húsnæðismarkaðinn eða stökkbreyttan húsnæðiskostnað, sama hvort það sé í afborgunum af lánum eða leigu. Á meðan stjórnvöld neita að horfast í augu við vandann, sem er gríðarlegur og eykst bara, og sömuleiðis seðlabankinn þá munum við bara sækja þetta í gegnum kjarasamninginn,“ segir Ragnar Þór. „Og ég heyri það á okkar fólki að það er að skapast mikil stemning fyrir samstöðu til þess að sækja mjög kröftuglega fram í næstu kjarasamningum.“
Kjaramál Seðlabankinn Stéttarfélög Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira