Kynntu fyrstu þjóðaröryggistefnu Þýskalands Samúel Karl Ólason skrifar 14. júní 2023 12:23 Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kynnti nýja þjóðaröryggisstefnu. Þá fyrstu í Þýskalandi. EPA/CLEMENS BILAN Olaf Scholz, kanslari Þýskalandi, opinberaði í dag nýja þjóðaröryggisstefnu ríkisstjórnar sinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðverjar setja sér stefnu sem þessa en er hann kynnti hana í morgun talaði Scholz um gerbreytt öryggisástand í Evrópu vegna innrásar Rússa í Úkraínu og sagði Rússland helstu ógnina sem Þýskaland stæði frammi fyrir. Forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætluðu að opinbera nýja þjóðaröryggisstefnu mun fyrr en því hefur verið frestað hingað til. Innrásin í Úkraínu hefur leitt til aukinna áhyggja af raunverulegri hernaðargetu Þýskalands en her ríkisins hefur staðið frammi fyrir umfangsmiklum niðurskurði í gegnum árin. Scholz tilkynnti í fyrra að farið yrði í verulega aukningu fjárútláta til varnarmála. Markmið Þjóðverja er að verja tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála, eins og viðmið Atlantshafsbandalagsins segja til um, á næsta ári. Þjóðverjar hafa einnig haft áhyggjur af aukinni upplýsingaóreiðu, tölvuárásum og mögulegum efnahagsþrýstingi frá stórveldum. Scholz sagði í morgun að tryggja þyrfti styrk lýðræðislegra stofnana Þýskalands, styrk efnahagsins og samheldni þýsks samfélags. Þar að auki þurfti að tryggja aðgang Þjóðverja að nauðsynlegum hráefnum. Þýskir ráðherrar í Berlín í morgun.AP/Markus Schreiber Í frétt DW segir að innrásin í Úkraínu hafi varpað ljósi á galla á þýska hernum, sýnt hve háðir Þjóðverjar voru orðnir Rússum og opnað á spurningar um hvernig verja eigi innviði eins og olíu- og gasleiðslur. Þjóðaröryggisstefnan snýr einnig að ógnum vegna veðurfarsbreytinga og aukinnar hættu á hungursneyð, sjúkdómum, óveðrum og átökum í heiminum. AP fréttaveitan segir ekki farið djúpt í stefnumál ríkisstjórnarinnar og stendur til að gera það í framhaldinu af þjóðaröryggisstefnunni. „Rússland dagsins í dag, og í fyrirsjáanlegri framtíð, er helsta ógnin gegn friði og öryggi á Evrópu-Atlantshafssvæðinu,“ sagði Scholz í morgun. Hann sagði Þjóðverja og aðra standa frammi fyrir tímum þar sem sum ríki væru að reyna að breyta öryggisskipulagi heimsins samkvæmt þeirri sýn á heiminn. Í skjalinu segir einnig að Kína sé í senn „félagi, samkeppnisaðili og andstæðingur“ og að samkeppni milli ríkjanna hafi aukist á undanförnum árum. Þar segir þó einnig að þrátt fyrir það sé Kína félagi og ekki sé hægt að leysa mörg af helstu vandamálum heimsins án Kínverja. Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kína NATO Tengdar fréttir Ræðir vopn og nánara samstarf við þýska leiðtoga Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, er nú í Þýskalandi í fyrsta skipti frá því að Rússar réðust inn í heimaland hans í fyrra. Hann segist ætla að ræða hernaðaraðstoð og aðild að Evrópusambandinu og NATO í heimsókninni. Ítalskir leiðtogar hétu honum áframhaldandi stuðningi í Róm í gær. 14. maí 2023 07:57 Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætluðu að opinbera nýja þjóðaröryggisstefnu mun fyrr en því hefur verið frestað hingað til. Innrásin í Úkraínu hefur leitt til aukinna áhyggja af raunverulegri hernaðargetu Þýskalands en her ríkisins hefur staðið frammi fyrir umfangsmiklum niðurskurði í gegnum árin. Scholz tilkynnti í fyrra að farið yrði í verulega aukningu fjárútláta til varnarmála. Markmið Þjóðverja er að verja tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála, eins og viðmið Atlantshafsbandalagsins segja til um, á næsta ári. Þjóðverjar hafa einnig haft áhyggjur af aukinni upplýsingaóreiðu, tölvuárásum og mögulegum efnahagsþrýstingi frá stórveldum. Scholz sagði í morgun að tryggja þyrfti styrk lýðræðislegra stofnana Þýskalands, styrk efnahagsins og samheldni þýsks samfélags. Þar að auki þurfti að tryggja aðgang Þjóðverja að nauðsynlegum hráefnum. Þýskir ráðherrar í Berlín í morgun.AP/Markus Schreiber Í frétt DW segir að innrásin í Úkraínu hafi varpað ljósi á galla á þýska hernum, sýnt hve háðir Þjóðverjar voru orðnir Rússum og opnað á spurningar um hvernig verja eigi innviði eins og olíu- og gasleiðslur. Þjóðaröryggisstefnan snýr einnig að ógnum vegna veðurfarsbreytinga og aukinnar hættu á hungursneyð, sjúkdómum, óveðrum og átökum í heiminum. AP fréttaveitan segir ekki farið djúpt í stefnumál ríkisstjórnarinnar og stendur til að gera það í framhaldinu af þjóðaröryggisstefnunni. „Rússland dagsins í dag, og í fyrirsjáanlegri framtíð, er helsta ógnin gegn friði og öryggi á Evrópu-Atlantshafssvæðinu,“ sagði Scholz í morgun. Hann sagði Þjóðverja og aðra standa frammi fyrir tímum þar sem sum ríki væru að reyna að breyta öryggisskipulagi heimsins samkvæmt þeirri sýn á heiminn. Í skjalinu segir einnig að Kína sé í senn „félagi, samkeppnisaðili og andstæðingur“ og að samkeppni milli ríkjanna hafi aukist á undanförnum árum. Þar segir þó einnig að þrátt fyrir það sé Kína félagi og ekki sé hægt að leysa mörg af helstu vandamálum heimsins án Kínverja.
Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kína NATO Tengdar fréttir Ræðir vopn og nánara samstarf við þýska leiðtoga Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, er nú í Þýskalandi í fyrsta skipti frá því að Rússar réðust inn í heimaland hans í fyrra. Hann segist ætla að ræða hernaðaraðstoð og aðild að Evrópusambandinu og NATO í heimsókninni. Ítalskir leiðtogar hétu honum áframhaldandi stuðningi í Róm í gær. 14. maí 2023 07:57 Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Ræðir vopn og nánara samstarf við þýska leiðtoga Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, er nú í Þýskalandi í fyrsta skipti frá því að Rússar réðust inn í heimaland hans í fyrra. Hann segist ætla að ræða hernaðaraðstoð og aðild að Evrópusambandinu og NATO í heimsókninni. Ítalskir leiðtogar hétu honum áframhaldandi stuðningi í Róm í gær. 14. maí 2023 07:57
Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17