Eitt sláturhús á Íslandi gasar svín Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. júní 2023 14:18 Málið hefur vakið mikla hneykslan í Bretlandi enda virðist dauðastríðið taka margar mínútur. Skjáskot/Pignorant Eitt af fjórum svínasláturhúsum á Íslandi notar koltvíoxíð gas til að aflífa svín. Thelma Róbertsdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta samræmast lögum um dýravelferð og Evrópureglugerð. Enn þá sé þetta besta aðferðin til aflífunar svína. „Sláturhúsið stefnir á að hætta með gasdeyfinguna í framtíðinni en eins og er þá er þetta það besta sem er í boði,“ segir Thelma. Ekki er gefið upp hvaða sláturhús notar gasdeyfingu. Húsin hér á landi eru á Selfossi, á Kjalarnesi og tvö á Akureyri. Breska blaðið The Guardian birti nýlega myndband úr falinni myndavél í banaklefa svínasláturhúss þar sem gas var notað. Hefur myndbandið valdið hneykslan í ljósi þess hversu langan tíma aflífunin tók og hversu hrædd dýrin virðast vera. Margra mínútna dauðastríð Myndbandið var tekið í sláturhúsi í bænum Ashton-under-Lyne nálægt Manchester borg í febrúarmánuði árið 2021. Var upptakan gerð fyrir heimildarmynd sem heitir Pignorant. Talið er að 88 prósent allra breskra svína séu aflífuð með þessum hætti. Á bilinu fimm til sex svín eru sett inn í banaklefann og gasinu er skrúfað frá. Aðgerðin tekur nokkrar mínútur og svínin virðast ærast af hræðslu og óþægindum. Gasið sjálft er í raun deyfingin áður en dýrin eru blóðguð en á myndbandinu virðist sem sum séu enn þá með meðvitund þegar þeim er skóflað úr klefanum. Forsvarsmenn viðkomandi sláturhúss, Pilgirm´s Pride, hafa neitað því að svara fyrirspurnum um málið. „Það er ekkert sem bendir til þess að myndbandið sé tekið í okkar húsi, þess vegna væri það óviðeigandi af okkur að bregðast við þessu,“ segir talsmaður. Þrjú sláturhús nota rafmagn Í 21. grein laga um dýravelferð segir: „Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti og eftir því sem unnt er án þess að önnur dýr verði þess vör. Forðast skal að valda dýrum óþarfa þjáningum eða hræðslu.“ Thelma segir aflífunaraðferð með gasi, eða það er að segja gasdeyfingu fyrir blóðgun, samrýmast lögunum. Einnig Evrópureglugerð um vernd dýra við aflífun þar sem þessi aðferð sé viðurkennd. Ekki er leyfilegt að aflífa dýr án deyfingar hér á landi. Í hinum þremur sláturhúsunum er notuð svokölluð rafdeyfing, það er að rafklemma er sett af höfuð dýrsins sem gerir það samstundis meðvitundarlaust. Að sögn Thelmu er ekki heppilegt að nota pinnabyssu á dýrin. Svín séu hjarðdýr og ekki básum. Því geti verið vandasamt að hitta á réttan stað. Vandasamt verk „Þetta er talin besta aflífunaðferðin fyrir svín,“ segir Thelma um gasdeyfinguna en þetta sé þó vandasamt verk. „Það þarf að vera réttur styrkur á gasinu og tíminn þarf að vera réttur. Svo erum við með dýralækna sem fylgjast með hvort dýrin séu deyfð nógu mikið þegar þau eru blóðguð.“ Fjögur svínasláturhús eru starfrækt á Íslandi. Þrjú nota rafmagn og eitt gas við aflífun.Getty Hægt er að nota ýmsar gastegundir við slátrunina. Hér á Íslandi sé koltvísýringur notaður, rétt eins og í myndbandinu. Styrkurinn megi ekki vera of hár því þá verður gasið mjög ertandi. „Ef þetta er gert á rangan hátt getur þetta verið ertandi og mjög óþægilegt fyrir dýrin,“ segir Thelma. Thelma hefur séð myndbandið og segir það ekki endilega lýsandi fyrir svínaslátrun alls staðar. Hún hafi sjálf verið viðstödd svínaslátrun og séð myndbönd frá öðrum löndum, til dæmis Danmörku og Ástralíu. Það sé mjög misjafnt hvernig að þessu sé staðið. „Við höfum ekki fengið nein frávik frá þessu sláturhúsi eftir að þessi aðferð var tekin upp,“ segir Thelma um íslenska sláturhúsið. Jafn framt að dýralæknar fylgist með aflífun á hverjum degi. Dýr Dýraheilbrigði Svínakjöt Matvælaframleiðsla Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
„Sláturhúsið stefnir á að hætta með gasdeyfinguna í framtíðinni en eins og er þá er þetta það besta sem er í boði,“ segir Thelma. Ekki er gefið upp hvaða sláturhús notar gasdeyfingu. Húsin hér á landi eru á Selfossi, á Kjalarnesi og tvö á Akureyri. Breska blaðið The Guardian birti nýlega myndband úr falinni myndavél í banaklefa svínasláturhúss þar sem gas var notað. Hefur myndbandið valdið hneykslan í ljósi þess hversu langan tíma aflífunin tók og hversu hrædd dýrin virðast vera. Margra mínútna dauðastríð Myndbandið var tekið í sláturhúsi í bænum Ashton-under-Lyne nálægt Manchester borg í febrúarmánuði árið 2021. Var upptakan gerð fyrir heimildarmynd sem heitir Pignorant. Talið er að 88 prósent allra breskra svína séu aflífuð með þessum hætti. Á bilinu fimm til sex svín eru sett inn í banaklefann og gasinu er skrúfað frá. Aðgerðin tekur nokkrar mínútur og svínin virðast ærast af hræðslu og óþægindum. Gasið sjálft er í raun deyfingin áður en dýrin eru blóðguð en á myndbandinu virðist sem sum séu enn þá með meðvitund þegar þeim er skóflað úr klefanum. Forsvarsmenn viðkomandi sláturhúss, Pilgirm´s Pride, hafa neitað því að svara fyrirspurnum um málið. „Það er ekkert sem bendir til þess að myndbandið sé tekið í okkar húsi, þess vegna væri það óviðeigandi af okkur að bregðast við þessu,“ segir talsmaður. Þrjú sláturhús nota rafmagn Í 21. grein laga um dýravelferð segir: „Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti og eftir því sem unnt er án þess að önnur dýr verði þess vör. Forðast skal að valda dýrum óþarfa þjáningum eða hræðslu.“ Thelma segir aflífunaraðferð með gasi, eða það er að segja gasdeyfingu fyrir blóðgun, samrýmast lögunum. Einnig Evrópureglugerð um vernd dýra við aflífun þar sem þessi aðferð sé viðurkennd. Ekki er leyfilegt að aflífa dýr án deyfingar hér á landi. Í hinum þremur sláturhúsunum er notuð svokölluð rafdeyfing, það er að rafklemma er sett af höfuð dýrsins sem gerir það samstundis meðvitundarlaust. Að sögn Thelmu er ekki heppilegt að nota pinnabyssu á dýrin. Svín séu hjarðdýr og ekki básum. Því geti verið vandasamt að hitta á réttan stað. Vandasamt verk „Þetta er talin besta aflífunaðferðin fyrir svín,“ segir Thelma um gasdeyfinguna en þetta sé þó vandasamt verk. „Það þarf að vera réttur styrkur á gasinu og tíminn þarf að vera réttur. Svo erum við með dýralækna sem fylgjast með hvort dýrin séu deyfð nógu mikið þegar þau eru blóðguð.“ Fjögur svínasláturhús eru starfrækt á Íslandi. Þrjú nota rafmagn og eitt gas við aflífun.Getty Hægt er að nota ýmsar gastegundir við slátrunina. Hér á Íslandi sé koltvísýringur notaður, rétt eins og í myndbandinu. Styrkurinn megi ekki vera of hár því þá verður gasið mjög ertandi. „Ef þetta er gert á rangan hátt getur þetta verið ertandi og mjög óþægilegt fyrir dýrin,“ segir Thelma. Thelma hefur séð myndbandið og segir það ekki endilega lýsandi fyrir svínaslátrun alls staðar. Hún hafi sjálf verið viðstödd svínaslátrun og séð myndbönd frá öðrum löndum, til dæmis Danmörku og Ástralíu. Það sé mjög misjafnt hvernig að þessu sé staðið. „Við höfum ekki fengið nein frávik frá þessu sláturhúsi eftir að þessi aðferð var tekin upp,“ segir Thelma um íslenska sláturhúsið. Jafn framt að dýralæknar fylgist með aflífun á hverjum degi.
Dýr Dýraheilbrigði Svínakjöt Matvælaframleiðsla Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira