Frelsið kemur að utan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2023 08:32 Flest framfaraskref sem við höfum tekið sem samfélag byggja á meira frelsi og aukinni samkeppni. Þannig er óumdeilt að aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu undir lok síðustu aldar braut upp einokun og ríkisrekstur á fjölmörgum sviðum atvinnu- og viðskiptalífs. Aðgangur að stærri markaði gjörbreytti smásölu með vöru og þjónustu og það sem meira er, bætti þjónustu til neytenda og lækkaði vöruverð. Hopp inn í framtíðina Framkvæmdastjóri Hopp rakti í nýlegu viðtali hvernig fyrirtækið hyggst hasla sér völl á leigubílamarkaði hér á landi. Í viðtalinu lagði hún áherslu á að þjónustan ætti að vera neytendamiðuð, bjóða upp á meira gagnsæi, öryggi og aukið framboði m.a með því að nýta sér hugbúnaðarþróun sem önnur og stærri erlend samgöngufyrirtæki hafa lagt grunn að og þannig gjörbreytt þessari þjónustu. Fyrir örfáum árum síðan var óhugsandi að þessi ágæti framkvæmdastjóri gæti talað með þessum hætti. Lög um leigubílastarfsemi hafa verið mjög íþyngjandi og takmarkandi hérlendis og hefur ESA, eftirlitsstofnun EFTA sem sér um framfylgja EES samningnum ítrekað bent íslenskum stjórnvöldum á brot gegn rétti borgaranna til að stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi. Viðreisn hefur lengi barist fyrir því að opna þessa löggjöf upp og var því stuðningsmaður frumvarps sem samþykkt var seint á síðasta ári og gekk í gildi 1. apríl sl. Á grunni þeirra laga geta fyrirtæki eins og Hopp veitt samkeppni og stuðlað að framþróun í samgöngumálum samanber þá þróun sem hefur átt sér stað á erlendum mörkuðum sem við berum okkur saman við. Þarf alltaf að vera vín? Annað fyrirtæki, Costco, tilkynnti í vikunni að það hyggist bjóða neytendum vinsæla vöru til afhendingar í vöruhúsi sínu í Garðabæ. Sala á vörunni mun hins vegar einungis fara fram í gegnum netsölu, sem fyrirtækið hefur hingað til bara haft opna fyrir pantanir á glæsilegum afmælistertum og endurnýjun á aðildarkortum. Þetta fyrirtæki er sem sagt að leggja töluverða lykkju á leið sína til þess að bjóða neytendum, sjálfráða fullorðnu fólki á tilteknum aldri, vöru sem það vill kaupa en má hins vegar lögum samkvæmt bara kaupa af hinu opinbera. Það telst þannig til tíðinda að erlend verslunarkeðja sem endurræsti samkeppni hér með innkomu sinni inn á smásölumarkaðinn, svo ekki sé talað um eldsneytismarkaðinn, ætli að verða fyrst til þess að bjóða upp á áfengi í búðum eftir krókaleið. Hlutverk löggjafans er að búa til ramma og treysta fólki til þess að athafna sig innan hans. Eðli málsins samkvæmt eru frjálsir einstaklingar fljótari til að taka framfaraskref og ekki hægt að ætlast til þess að löggjafinn sjái allt fyrir eða sé á undan sinni samtíð. En þegar löggjöf er orðin óvirk í eðli sínu og úrelt þannig að fólk og fyrirtæki hafa fundið leið framhjá henni skiptir máli að bregðast við og aðlaga sig að raunveruleikanum. Áfengislöggjöfin er gott dæmi um þetta. Leiðin sem Costco hefur valið við að bjóða neytendum vöru sem þau vilja kaup er ekki ný, því nokkur fyrirtæki, með brautryðjandann Arnar Sigurðsson vínkaupmann í broddi fylkingar, eru nú þegar að selja neytendum áfengi í gegnum netið. Það sem er nýtt í þessu er kannski helst það að ákallið um að taka fyrir alvöru samtal um breytingar á lögum um áfengissölu er orðið mjög aðkallandi. Það grefur undan samfélagssáttmálanum okkar að viðhalda löggjöf sem er virt að vettugi. Ekki benda á mig Það er hlutverk stjórnmálafólks á hverjum tíma að takast á við erfið verkefni og finna lausn á samfélagslegum áskorunum. En til þess þarf hugrekki og pólitískt þrek og þar virðist hnífurinn sitja fastur í kúnni. Núverandi samsetning ríkisstjórnarinnar kemur í veg fyrir að pólitískt viðkvæm og flókin mál séu rædd eða ákvarðanir teknar. Nýleg löggjöf um rýmkun á leigubílamarkaði varð að veruleika þrátt fyrir þessa staðreynd og aðallega vegna ávirðinga frá erlendum eftirlitsstofnunum, en ekki vegna þess að gömlu flokkarnir í ríkisstjórninni hafi haft knýjandi þörf til að breyta. Reyndar virðast frelsismál eiga sérlega erfitt uppdráttar við ríkisstjórnarborðið. Þannig má í raun ætla að breytingar á áfengislöggjöfinni séu á endanum orðnar að veruleika með tilkomu bandarísks smásölurisa inn á markaðinn. Enn eina ferðina virðumst við því ætla að vera farþegar í innreið nútímans og láta aðra um að frelsa okkur. Í stað þess að taka ábyrgð, læra af reynslunni og meðtaka hvað raunverulegt frelsi og alvöru samkeppni hefur gefið okkur mikið og gert okkur gott. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Áfengi og tóbak Alþingi Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Sjá meira
Flest framfaraskref sem við höfum tekið sem samfélag byggja á meira frelsi og aukinni samkeppni. Þannig er óumdeilt að aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu undir lok síðustu aldar braut upp einokun og ríkisrekstur á fjölmörgum sviðum atvinnu- og viðskiptalífs. Aðgangur að stærri markaði gjörbreytti smásölu með vöru og þjónustu og það sem meira er, bætti þjónustu til neytenda og lækkaði vöruverð. Hopp inn í framtíðina Framkvæmdastjóri Hopp rakti í nýlegu viðtali hvernig fyrirtækið hyggst hasla sér völl á leigubílamarkaði hér á landi. Í viðtalinu lagði hún áherslu á að þjónustan ætti að vera neytendamiðuð, bjóða upp á meira gagnsæi, öryggi og aukið framboði m.a með því að nýta sér hugbúnaðarþróun sem önnur og stærri erlend samgöngufyrirtæki hafa lagt grunn að og þannig gjörbreytt þessari þjónustu. Fyrir örfáum árum síðan var óhugsandi að þessi ágæti framkvæmdastjóri gæti talað með þessum hætti. Lög um leigubílastarfsemi hafa verið mjög íþyngjandi og takmarkandi hérlendis og hefur ESA, eftirlitsstofnun EFTA sem sér um framfylgja EES samningnum ítrekað bent íslenskum stjórnvöldum á brot gegn rétti borgaranna til að stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi. Viðreisn hefur lengi barist fyrir því að opna þessa löggjöf upp og var því stuðningsmaður frumvarps sem samþykkt var seint á síðasta ári og gekk í gildi 1. apríl sl. Á grunni þeirra laga geta fyrirtæki eins og Hopp veitt samkeppni og stuðlað að framþróun í samgöngumálum samanber þá þróun sem hefur átt sér stað á erlendum mörkuðum sem við berum okkur saman við. Þarf alltaf að vera vín? Annað fyrirtæki, Costco, tilkynnti í vikunni að það hyggist bjóða neytendum vinsæla vöru til afhendingar í vöruhúsi sínu í Garðabæ. Sala á vörunni mun hins vegar einungis fara fram í gegnum netsölu, sem fyrirtækið hefur hingað til bara haft opna fyrir pantanir á glæsilegum afmælistertum og endurnýjun á aðildarkortum. Þetta fyrirtæki er sem sagt að leggja töluverða lykkju á leið sína til þess að bjóða neytendum, sjálfráða fullorðnu fólki á tilteknum aldri, vöru sem það vill kaupa en má hins vegar lögum samkvæmt bara kaupa af hinu opinbera. Það telst þannig til tíðinda að erlend verslunarkeðja sem endurræsti samkeppni hér með innkomu sinni inn á smásölumarkaðinn, svo ekki sé talað um eldsneytismarkaðinn, ætli að verða fyrst til þess að bjóða upp á áfengi í búðum eftir krókaleið. Hlutverk löggjafans er að búa til ramma og treysta fólki til þess að athafna sig innan hans. Eðli málsins samkvæmt eru frjálsir einstaklingar fljótari til að taka framfaraskref og ekki hægt að ætlast til þess að löggjafinn sjái allt fyrir eða sé á undan sinni samtíð. En þegar löggjöf er orðin óvirk í eðli sínu og úrelt þannig að fólk og fyrirtæki hafa fundið leið framhjá henni skiptir máli að bregðast við og aðlaga sig að raunveruleikanum. Áfengislöggjöfin er gott dæmi um þetta. Leiðin sem Costco hefur valið við að bjóða neytendum vöru sem þau vilja kaup er ekki ný, því nokkur fyrirtæki, með brautryðjandann Arnar Sigurðsson vínkaupmann í broddi fylkingar, eru nú þegar að selja neytendum áfengi í gegnum netið. Það sem er nýtt í þessu er kannski helst það að ákallið um að taka fyrir alvöru samtal um breytingar á lögum um áfengissölu er orðið mjög aðkallandi. Það grefur undan samfélagssáttmálanum okkar að viðhalda löggjöf sem er virt að vettugi. Ekki benda á mig Það er hlutverk stjórnmálafólks á hverjum tíma að takast á við erfið verkefni og finna lausn á samfélagslegum áskorunum. En til þess þarf hugrekki og pólitískt þrek og þar virðist hnífurinn sitja fastur í kúnni. Núverandi samsetning ríkisstjórnarinnar kemur í veg fyrir að pólitískt viðkvæm og flókin mál séu rædd eða ákvarðanir teknar. Nýleg löggjöf um rýmkun á leigubílamarkaði varð að veruleika þrátt fyrir þessa staðreynd og aðallega vegna ávirðinga frá erlendum eftirlitsstofnunum, en ekki vegna þess að gömlu flokkarnir í ríkisstjórninni hafi haft knýjandi þörf til að breyta. Reyndar virðast frelsismál eiga sérlega erfitt uppdráttar við ríkisstjórnarborðið. Þannig má í raun ætla að breytingar á áfengislöggjöfinni séu á endanum orðnar að veruleika með tilkomu bandarísks smásölurisa inn á markaðinn. Enn eina ferðina virðumst við því ætla að vera farþegar í innreið nútímans og láta aðra um að frelsa okkur. Í stað þess að taka ábyrgð, læra af reynslunni og meðtaka hvað raunverulegt frelsi og alvöru samkeppni hefur gefið okkur mikið og gert okkur gott. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar