Skoðun

Út er kominn nýr árs­reikningur frá stærstu mat­vöru­verslunar­keðju landsins

Arnar Sigurðsson skrifar

Út er kominn nýr ársreikningur frá stærstu matvöruverslunarkeðju landsins ÁTVR sem rekur 52 útibú sem að eigin sögn hafa það meginhlutverk að torvelda aðgengi að söluvörunni og fagnar því væntanlega samdrætti í sölu á síðasta ári.

Stofnunin hefur sjálf sagt að skilríkjaeftirlit sé stærsta einstaka atriðið innan ramma samfélagslegrar ábyrgðar sem þá jafnframt er meginástæða þess að hið opinbera reki stofnunina gegn grundvallarsjónarmiðum frjálsrar samkeppni. Á þeim mælikvarða fær stofnunin þó árlega falleinkunn frá sér sjálfri með eigin rannsóknum en ekkert sjálfstætt eftirlit er með starfseminni eins og fram kom í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Diljár Mist á Alþingi.

Engu að síður heldur stofnunin því fram að engum öðrum sé treystandi til að tryggja að unglingum sé ekki selt áfengi eða yfir höfuð að stunda siðlega viðskiptahætti. Í sömu veru gagnrýnir Bjarkey Olsen þingmaður að ,,selja brennivín á netinu og vita ekkert hvar það lendir….”

„Valið stendur um hvort halda eigi í áfengisstefnu sem fylgt hefur verið hér á landi í áratugi og stuðlað hefur að auknu heilbrigði íslenskra ungmenna, minni áfengisneyslu og betri lýðheilsu og almannaheill eða leggja áfengisstefnuna til hliðar og gefa smásölu áfengis alfarið frjálsa. Í þessum efnum verður ekki bæði sleppt og haldið,“

Ofangreint er áhugavert þar sem einkaaðlar eins og Sante nota rafræn auðkenni frá hinu opinbera sem augljóslega stendur stofnuninni til boða og tryggir að markmiðum er náð í 100% tilfella við sölu á áfengi og tóbaki. Stofnunin hefur engu að síður ekki séð ástæðu til að kæra sjálfa sig til lögreglu heldur látið nægja að kæra þá sem standa sig 100% á þessu sviði.

Staðreynd málsins er að ríkisforsjárhyggjusinnar sem trúa á kosti einokunarverslunar eru jafn blindir á veruleikann eins og þeir eru staðfastir í trúnni á hinn ábyrgðarlausa embættismann.

Höfundur er eigandi Santewines SAS.




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×