Út er kominn nýr ársreikningur frá stærstu matvöruverslunarkeðju landsins Arnar Sigurðsson skrifar 16. júní 2023 10:00 Út er kominn nýr ársreikningur frá stærstu matvöruverslunarkeðju landsins ÁTVR sem rekur 52 útibú sem að eigin sögn hafa það meginhlutverk að torvelda aðgengi að söluvörunni og fagnar því væntanlega samdrætti í sölu á síðasta ári. Stofnunin hefur sjálf sagt að skilríkjaeftirlit sé stærsta einstaka atriðið innan ramma samfélagslegrar ábyrgðar sem þá jafnframt er meginástæða þess að hið opinbera reki stofnunina gegn grundvallarsjónarmiðum frjálsrar samkeppni. Á þeim mælikvarða fær stofnunin þó árlega falleinkunn frá sér sjálfri með eigin rannsóknum en ekkert sjálfstætt eftirlit er með starfseminni eins og fram kom í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Diljár Mist á Alþingi. Engu að síður heldur stofnunin því fram að engum öðrum sé treystandi til að tryggja að unglingum sé ekki selt áfengi eða yfir höfuð að stunda siðlega viðskiptahætti. Í sömu veru gagnrýnir Bjarkey Olsen þingmaður að ,,selja brennivín á netinu og vita ekkert hvar það lendir….” „Valið stendur um hvort halda eigi í áfengisstefnu sem fylgt hefur verið hér á landi í áratugi og stuðlað hefur að auknu heilbrigði íslenskra ungmenna, minni áfengisneyslu og betri lýðheilsu og almannaheill eða leggja áfengisstefnuna til hliðar og gefa smásölu áfengis alfarið frjálsa. Í þessum efnum verður ekki bæði sleppt og haldið,“ Ofangreint er áhugavert þar sem einkaaðlar eins og Sante nota rafræn auðkenni frá hinu opinbera sem augljóslega stendur stofnuninni til boða og tryggir að markmiðum er náð í 100% tilfella við sölu á áfengi og tóbaki. Stofnunin hefur engu að síður ekki séð ástæðu til að kæra sjálfa sig til lögreglu heldur látið nægja að kæra þá sem standa sig 100% á þessu sviði. Staðreynd málsins er að ríkisforsjárhyggjusinnar sem trúa á kosti einokunarverslunar eru jafn blindir á veruleikann eins og þeir eru staðfastir í trúnni á hinn ábyrgðarlausa embættismann. Höfundur er eigandi Santewines SAS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Út er kominn nýr ársreikningur frá stærstu matvöruverslunarkeðju landsins ÁTVR sem rekur 52 útibú sem að eigin sögn hafa það meginhlutverk að torvelda aðgengi að söluvörunni og fagnar því væntanlega samdrætti í sölu á síðasta ári. Stofnunin hefur sjálf sagt að skilríkjaeftirlit sé stærsta einstaka atriðið innan ramma samfélagslegrar ábyrgðar sem þá jafnframt er meginástæða þess að hið opinbera reki stofnunina gegn grundvallarsjónarmiðum frjálsrar samkeppni. Á þeim mælikvarða fær stofnunin þó árlega falleinkunn frá sér sjálfri með eigin rannsóknum en ekkert sjálfstætt eftirlit er með starfseminni eins og fram kom í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Diljár Mist á Alþingi. Engu að síður heldur stofnunin því fram að engum öðrum sé treystandi til að tryggja að unglingum sé ekki selt áfengi eða yfir höfuð að stunda siðlega viðskiptahætti. Í sömu veru gagnrýnir Bjarkey Olsen þingmaður að ,,selja brennivín á netinu og vita ekkert hvar það lendir….” „Valið stendur um hvort halda eigi í áfengisstefnu sem fylgt hefur verið hér á landi í áratugi og stuðlað hefur að auknu heilbrigði íslenskra ungmenna, minni áfengisneyslu og betri lýðheilsu og almannaheill eða leggja áfengisstefnuna til hliðar og gefa smásölu áfengis alfarið frjálsa. Í þessum efnum verður ekki bæði sleppt og haldið,“ Ofangreint er áhugavert þar sem einkaaðlar eins og Sante nota rafræn auðkenni frá hinu opinbera sem augljóslega stendur stofnuninni til boða og tryggir að markmiðum er náð í 100% tilfella við sölu á áfengi og tóbaki. Stofnunin hefur engu að síður ekki séð ástæðu til að kæra sjálfa sig til lögreglu heldur látið nægja að kæra þá sem standa sig 100% á þessu sviði. Staðreynd málsins er að ríkisforsjárhyggjusinnar sem trúa á kosti einokunarverslunar eru jafn blindir á veruleikann eins og þeir eru staðfastir í trúnni á hinn ábyrgðarlausa embættismann. Höfundur er eigandi Santewines SAS.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun