Stjörnugrís leyfir fjölmiðlum ekki að mynda gösun svína Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. júní 2023 14:41 Samtök um dýravelferð á Íslandi skora á Stjörnugrís að bjóða fjölmiðlum og fulltrúum dýravelferðarsamtaka að koma og fylgjast með slátrun. Stjörnugrís mun ekki heimila það. „Við erum að fylgja öllum lögum og reglum og teljum óþarfa að vera að búa til einhvern viðburð úr þessu,“ segir Geir Gunnar Geirsson, forstjóri Stjörnugríss, aðspurður um hvort að fjölmiðlar megi mæta í sláturhúsið og mynda. „Ég tel að það sé engum sérstakur greiði gerður með að sýna aflífun dýra, hvort heldur hvort um er að ræða búfé eða gæludýr. Hvaða tilgangi ætti það annars að gegna? Verðum við ekki að treysta því að dýralæknar og fagaðilar séu að gæta þess að allt er eins og best verður á kosið,“ segir hann. Sláturhús fyrirtækisins í Saltvík á Kjalarnesi er það eina sem beitir koltvíoxíð gösun til að deyfa svín fyrir blóðgun. Hin þrjú sláturhúsin beita svokallaðri rafdeyfingu með klemmu. Starfsemi Stjörnugríss er hins vegar sú lang umfangsmesta hér á landi og er þar slátrað um 200 svínum á dag. „Öfgamyndband“ ekki sambærilegt Á miðvikudag greindi Vísir frá því að dýraverndunarsinnar í Bretlandi hefðu komið falinni myndavél fyrir í svínasláturhúsi nærri Manchester borg þar sem gösun er beitt. Myndbandið hefur valdið hneykslan því á því sést nokkurra mínútna dauðastríð dýranna, þar sem þau virðast ærast af hræðslu og óþægindum. Þó að gösun sé einnig beitt hjá Stjörnugrís segir Geir Gunnar þetta ekki sambærilegt. „Það er ekki hægt að bera saman eitthvað öfgamyndband frá Englandi við íslenskar aðstæður,“ segir hann. „Þetta eru mjög þekktar aðferðir í Evrópu og um allan heim. Þessi búnaður er sérstaklega keyptur til þess að hafa deyfingu eins góða og hægt er.“ Daglegt eftirlit Geir Gunnar segir að svínakjötsframleiðsla sé undir mestu eftirliti af allri búvöruframleiðslu á Íslandi og þó víðar væri leitað í heiminum. Nefnir hann að allar eftirlitsskýrslur séu afhentar, árlega séu eftirlitsheimsóknir frá MAST og þjónustudýralæknir fari yfir allan bústofninn á tveggja vikna fresti. „Allt okkar starfsfólk er annaðhvort menntað eða með mikla reynslu í svínarækt. Sömuleiðis koma erlendir dýralæknar og fagaðilar og skoða líka árlega. Í sláturhúsinu fara tveir eftirlitsdýralæknar með daglegt eftirlit með slátrun dýra hjá okkur,“ segir Geir Gunnar. „Öll gagnrýni á rétt á sér en að halda því fram að við séum að gera eitthvað misjafnt þegar kemur að dýravelferð stenst enga skoðun.“ Myndbandið ekki frávik Rósa Líf Darradóttir, stjórnarmaður í Samtökum um dýravelferð, segir að svo lengi sem eðlilegt þyki að slátra dýrum til manneldis eigi allar upplýsingar um slátrun að vera fyrir allra augum. „Samkvæmt lögum um velferð dýra á aflífun að vera skjót og sársaukalaus. Við getum ekki með nokkru móti séð að þessi aðferð uppfylli þau skilyrði,“ segir Rósa. Rósa Líf segir einboðið að Stjörnugrís bjóði fjölmiðlum og samtökum um dýravelferð að koma og sannreyna yfirlýsingar um friðsælan dauðdaga svína. Varðandi eftirlit dýralækna segir hún þá setta í mjög erfiða stöðu í sláturhúsum. Þeir þurfi að fylgjast með mörgu í einu. Þá hafi Evrópska matvælaöryggisstofnunin, EFSA, ályktað um aðferðina á neikvæðan hátt. „Evrópska matvælaöryggisstofnunin komst að því að gösun við slátrun svína væri óásættanleg aðferð. Hún veldur ótta, sársauka og mikilli streitu hjá dýrunum,“ segir Rósa. Hún segir þetta álit, frá árinu 2020, staðfesta líka að myndbandið frá Bretlandi sé ekki frávik. „Ef þeir hjá Stjörnugrís vilja meina að þetta myndband sé frávik þá er það einboðið að þeir opni húsið og bjóði fjölmiðlum og fulltrúum dýravelferðarsamtaka að koma og staðfesta yfirlýsingar þeirra um friðsælan dauðdaga,“ segir hún. Dýr Dýraheilbrigði Svínakjöt Matvælaframleiðsla Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
„Við erum að fylgja öllum lögum og reglum og teljum óþarfa að vera að búa til einhvern viðburð úr þessu,“ segir Geir Gunnar Geirsson, forstjóri Stjörnugríss, aðspurður um hvort að fjölmiðlar megi mæta í sláturhúsið og mynda. „Ég tel að það sé engum sérstakur greiði gerður með að sýna aflífun dýra, hvort heldur hvort um er að ræða búfé eða gæludýr. Hvaða tilgangi ætti það annars að gegna? Verðum við ekki að treysta því að dýralæknar og fagaðilar séu að gæta þess að allt er eins og best verður á kosið,“ segir hann. Sláturhús fyrirtækisins í Saltvík á Kjalarnesi er það eina sem beitir koltvíoxíð gösun til að deyfa svín fyrir blóðgun. Hin þrjú sláturhúsin beita svokallaðri rafdeyfingu með klemmu. Starfsemi Stjörnugríss er hins vegar sú lang umfangsmesta hér á landi og er þar slátrað um 200 svínum á dag. „Öfgamyndband“ ekki sambærilegt Á miðvikudag greindi Vísir frá því að dýraverndunarsinnar í Bretlandi hefðu komið falinni myndavél fyrir í svínasláturhúsi nærri Manchester borg þar sem gösun er beitt. Myndbandið hefur valdið hneykslan því á því sést nokkurra mínútna dauðastríð dýranna, þar sem þau virðast ærast af hræðslu og óþægindum. Þó að gösun sé einnig beitt hjá Stjörnugrís segir Geir Gunnar þetta ekki sambærilegt. „Það er ekki hægt að bera saman eitthvað öfgamyndband frá Englandi við íslenskar aðstæður,“ segir hann. „Þetta eru mjög þekktar aðferðir í Evrópu og um allan heim. Þessi búnaður er sérstaklega keyptur til þess að hafa deyfingu eins góða og hægt er.“ Daglegt eftirlit Geir Gunnar segir að svínakjötsframleiðsla sé undir mestu eftirliti af allri búvöruframleiðslu á Íslandi og þó víðar væri leitað í heiminum. Nefnir hann að allar eftirlitsskýrslur séu afhentar, árlega séu eftirlitsheimsóknir frá MAST og þjónustudýralæknir fari yfir allan bústofninn á tveggja vikna fresti. „Allt okkar starfsfólk er annaðhvort menntað eða með mikla reynslu í svínarækt. Sömuleiðis koma erlendir dýralæknar og fagaðilar og skoða líka árlega. Í sláturhúsinu fara tveir eftirlitsdýralæknar með daglegt eftirlit með slátrun dýra hjá okkur,“ segir Geir Gunnar. „Öll gagnrýni á rétt á sér en að halda því fram að við séum að gera eitthvað misjafnt þegar kemur að dýravelferð stenst enga skoðun.“ Myndbandið ekki frávik Rósa Líf Darradóttir, stjórnarmaður í Samtökum um dýravelferð, segir að svo lengi sem eðlilegt þyki að slátra dýrum til manneldis eigi allar upplýsingar um slátrun að vera fyrir allra augum. „Samkvæmt lögum um velferð dýra á aflífun að vera skjót og sársaukalaus. Við getum ekki með nokkru móti séð að þessi aðferð uppfylli þau skilyrði,“ segir Rósa. Rósa Líf segir einboðið að Stjörnugrís bjóði fjölmiðlum og samtökum um dýravelferð að koma og sannreyna yfirlýsingar um friðsælan dauðdaga svína. Varðandi eftirlit dýralækna segir hún þá setta í mjög erfiða stöðu í sláturhúsum. Þeir þurfi að fylgjast með mörgu í einu. Þá hafi Evrópska matvælaöryggisstofnunin, EFSA, ályktað um aðferðina á neikvæðan hátt. „Evrópska matvælaöryggisstofnunin komst að því að gösun við slátrun svína væri óásættanleg aðferð. Hún veldur ótta, sársauka og mikilli streitu hjá dýrunum,“ segir Rósa. Hún segir þetta álit, frá árinu 2020, staðfesta líka að myndbandið frá Bretlandi sé ekki frávik. „Ef þeir hjá Stjörnugrís vilja meina að þetta myndband sé frávik þá er það einboðið að þeir opni húsið og bjóði fjölmiðlum og fulltrúum dýravelferðarsamtaka að koma og staðfesta yfirlýsingar þeirra um friðsælan dauðdaga,“ segir hún.
Dýr Dýraheilbrigði Svínakjöt Matvælaframleiðsla Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira