Sendir samúðarkveðjur og bókfærir hagnaðinn Jón Daníelsson skrifar 18. júní 2023 11:30 Annað slagið blöskrar manni mannvonskan í þessum heimi. Nýlega svipti maður sig lífi eftir að hafa verið neitað um inngöngu í gistiskýli á vegum Reykjavíkurborgar. Nú er auðvitað hverjum og einum í sjálfsvald sett að ákveða hvort hann vill lifa lengur eða ekki. Það eru eiginlega einu „mannréttindin“ sem nánast ógerlegt er að taka af fólki. En þetta er sannast sagna bölvað leiðindaúrræði og fæst fólk grípur til þess fyrr en öll sund sýnast lokuð. Gistiskýlin eru á vegum Reykjavíkurborgar en maðurinn var skráður í Hafnarfirði. Nágrannasveitarfélögin hafa gert samninga um að greiða fyrir gistingu fólks sem þar er skráð og því á ekki að þurfa að vísa neinum frá á grundvelli lögheimilis. Hitt er verra, að eftir því sem best verður lesið út úr fréttum var manninum vísað frá að kröfu stjórnvalda í Hafnarfirði. Í fljótu bragði virðist þetta svakalegri mannvonska en svo, að skýringin fái staðist. En viti menn. Heimildin sendi Hafnarfjarðarbæ fyrirspurn um ástæður þess „að bæjarfélagið krefst þess að ákveðnum einstaklingum með lögheimili í bæjarfélaginu skuli vísað frá neyðarskýlum í Reykjavík.“ Í svari embættismanns hjá Hafnarfjarðarbæ segir orðrétt: „... samkvæmt vinnulagi er haft samband við sveitarfélagið ef einstaklingur (sem er með lögheimili í Hafnarfirði) hefur gist í gistiskýlinu í þrjár nætur, sem getur verið vísbending um að einstaklingurinn eigi við húsnæðisvanda að stríða.“ Svarið er auðvitað ámóta loðið og teygjanlegt og gera mátti ráð fyrir. Út af fyrir sig má kannski kalla það skemmtiatriði út af fyrir sig, að þrjár nætur í gististkýli gætu hugsanlega verið vísbending um húsnæðisvanda! Í öðru svari til Heimildarinnar er áréttað að verklagið hafi verið þannig að eftir þriðju nóttina í gistiskýli sé einstaklingum með lögheimili í Hafnarfirði gert að leita sér aðstoðar hjá sínu sveitarfélagi áður en til áframhaldandi gistingar kemur. Þarna verður svarið í rauninni alveg skýrt: Hafnarfjarðarbær er tilbúinn að borga fyrir þrjár nætur í gistiskýli. Komi einhver í fjórða sinn, skal honum hent út. Í þessu tilviki virðist frávísunin hafa gert útslagið. Maðurinn sá enga aðra leið frá hinni algeru útskúfun en að hætta bara að vera til. Hafnarfjarðarbær sendir svo aðstandendum sínar innilegustu samúðarkveðjur og bókfærir hagnaðinn. Slík samúðarkveðja er vissulega ódýrasta lausnin á húsnæðisvandanum. En ógeðfelldara gerist það varla. Höfundur er fyrrverandi hitt og þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni heimilislausra Geðheilbrigði Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Annað slagið blöskrar manni mannvonskan í þessum heimi. Nýlega svipti maður sig lífi eftir að hafa verið neitað um inngöngu í gistiskýli á vegum Reykjavíkurborgar. Nú er auðvitað hverjum og einum í sjálfsvald sett að ákveða hvort hann vill lifa lengur eða ekki. Það eru eiginlega einu „mannréttindin“ sem nánast ógerlegt er að taka af fólki. En þetta er sannast sagna bölvað leiðindaúrræði og fæst fólk grípur til þess fyrr en öll sund sýnast lokuð. Gistiskýlin eru á vegum Reykjavíkurborgar en maðurinn var skráður í Hafnarfirði. Nágrannasveitarfélögin hafa gert samninga um að greiða fyrir gistingu fólks sem þar er skráð og því á ekki að þurfa að vísa neinum frá á grundvelli lögheimilis. Hitt er verra, að eftir því sem best verður lesið út úr fréttum var manninum vísað frá að kröfu stjórnvalda í Hafnarfirði. Í fljótu bragði virðist þetta svakalegri mannvonska en svo, að skýringin fái staðist. En viti menn. Heimildin sendi Hafnarfjarðarbæ fyrirspurn um ástæður þess „að bæjarfélagið krefst þess að ákveðnum einstaklingum með lögheimili í bæjarfélaginu skuli vísað frá neyðarskýlum í Reykjavík.“ Í svari embættismanns hjá Hafnarfjarðarbæ segir orðrétt: „... samkvæmt vinnulagi er haft samband við sveitarfélagið ef einstaklingur (sem er með lögheimili í Hafnarfirði) hefur gist í gistiskýlinu í þrjár nætur, sem getur verið vísbending um að einstaklingurinn eigi við húsnæðisvanda að stríða.“ Svarið er auðvitað ámóta loðið og teygjanlegt og gera mátti ráð fyrir. Út af fyrir sig má kannski kalla það skemmtiatriði út af fyrir sig, að þrjár nætur í gististkýli gætu hugsanlega verið vísbending um húsnæðisvanda! Í öðru svari til Heimildarinnar er áréttað að verklagið hafi verið þannig að eftir þriðju nóttina í gistiskýli sé einstaklingum með lögheimili í Hafnarfirði gert að leita sér aðstoðar hjá sínu sveitarfélagi áður en til áframhaldandi gistingar kemur. Þarna verður svarið í rauninni alveg skýrt: Hafnarfjarðarbær er tilbúinn að borga fyrir þrjár nætur í gistiskýli. Komi einhver í fjórða sinn, skal honum hent út. Í þessu tilviki virðist frávísunin hafa gert útslagið. Maðurinn sá enga aðra leið frá hinni algeru útskúfun en að hætta bara að vera til. Hafnarfjarðarbær sendir svo aðstandendum sínar innilegustu samúðarkveðjur og bókfærir hagnaðinn. Slík samúðarkveðja er vissulega ódýrasta lausnin á húsnæðisvandanum. En ógeðfelldara gerist það varla. Höfundur er fyrrverandi hitt og þetta.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun