107 kýr í nýju og glæsilegu fjósi í Þrándarholti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. júní 2023 21:06 Bræðurnir og kúabændurnir í Þrándarholti, Arnór Hans (t.v.) og Ingvar. Þeir eru báðir smiðir og unnu því mjög mikið við að koma fjósinu upp. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýtt og glæsilegt fjós hefur verið tekið í notkun á bænum Þrándarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi fyrir 107 kýr. Tveir mjólkurróbótar eru í fjósinu. Bændurnir í Þrándarholti voru með opið fjós í nýja fjósinu á föstudaginn þar sem fjöldi fólks mætti til að sýna sig og sjá aðra. Það var samdóma álit allra að fjósið væri allt hið glæsilegasta og einstaklega vel hannað. Bræðurnir í Þrándarholti, ásamt konum sínum, þeim Sigríði Björk Marinósdóttur og Magneu Gunnarsdóttur, eiga heiðurinn af nýja fjósinu, sem kostaði um 250 milljónir króna. „Húsið er límtréshús frá Flúðum og steinullareiningar frá Flúðum líka. Það eru 107 básar og tveir róbótar, bara hefðbundið nýtísku fjós myndi ég segja,“ segir Ingvar Þrándarson, kúabóndi. Eruð þið ekki bara ánægðir með útkomuna? „Jú, mjög, þetta er liggur við betra en maður þorði að vona enda nóg pláss fyrir kýrnar og allt til alls í fjósinu,“ segir Arnór Hans Þrándarson, kúabóndi i Þrándarholti. Kýrnar eru mjög sáttar í nýja fjósinu enda er það glæsilegt í alla staði og vel hannað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjólkurróbótarnir eru af fullkomnustu gerð og þá fer mjög vel um kálfana í stíunum sínum. Drekkið þið mikla mjólk sjálfir? „Já, já, enda sérðu hvernig við lítum út, það er ekki hægt öðruvísi, spengilegir og fallegir,“ segir Arnór Hans hlægjandi. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna lét sig ekki vanta í opna fjósið. „Þetta algjörlega frábær aðstaða og auðsjáanlegt að skepnunum líður vel hérna. Þetta er alveg til fyrirmyndar, alveg frábært og öll aðstaða hér í kring alveg til fyrirmyndar líka,“ segir Gunnar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, sem er yfir sig hrifin af nýja fjósinu í Þrándarholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjöldi fólks mætti í opna fjósið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Bændurnir í Þrándarholti voru með opið fjós í nýja fjósinu á föstudaginn þar sem fjöldi fólks mætti til að sýna sig og sjá aðra. Það var samdóma álit allra að fjósið væri allt hið glæsilegasta og einstaklega vel hannað. Bræðurnir í Þrándarholti, ásamt konum sínum, þeim Sigríði Björk Marinósdóttur og Magneu Gunnarsdóttur, eiga heiðurinn af nýja fjósinu, sem kostaði um 250 milljónir króna. „Húsið er límtréshús frá Flúðum og steinullareiningar frá Flúðum líka. Það eru 107 básar og tveir róbótar, bara hefðbundið nýtísku fjós myndi ég segja,“ segir Ingvar Þrándarson, kúabóndi. Eruð þið ekki bara ánægðir með útkomuna? „Jú, mjög, þetta er liggur við betra en maður þorði að vona enda nóg pláss fyrir kýrnar og allt til alls í fjósinu,“ segir Arnór Hans Þrándarson, kúabóndi i Þrándarholti. Kýrnar eru mjög sáttar í nýja fjósinu enda er það glæsilegt í alla staði og vel hannað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjólkurróbótarnir eru af fullkomnustu gerð og þá fer mjög vel um kálfana í stíunum sínum. Drekkið þið mikla mjólk sjálfir? „Já, já, enda sérðu hvernig við lítum út, það er ekki hægt öðruvísi, spengilegir og fallegir,“ segir Arnór Hans hlægjandi. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna lét sig ekki vanta í opna fjósið. „Þetta algjörlega frábær aðstaða og auðsjáanlegt að skepnunum líður vel hérna. Þetta er alveg til fyrirmyndar, alveg frábært og öll aðstaða hér í kring alveg til fyrirmyndar líka,“ segir Gunnar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, sem er yfir sig hrifin af nýja fjósinu í Þrándarholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjöldi fólks mætti í opna fjósið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira