Fyrrverandi leikmaður Stoke og Newcastle til Real Madríd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júní 2023 14:31 Joselu [til hægri] skoraði 7 mörk í 52 leikjum fyrir Newcastle. Hann er í dag leikmaður Real Madríd. Vísir/Getty Images José Luis Mato Sanmartín, betur þekktur sem Joselu, er genginn í raðir Real Madríd á láni frá Espanyol. Framherjinn hefur komið víða við á ferli sínum og spilaði meðal annars með Stoke City og Newcastle United á Englandi. Segja má að ferill Joselu hafi farið á flug með B-liði Real Madríd á árunum 2009 til 2012. Þá lék hann einn deildarleik, og skoraði eitt mark, fyrir aðallið Real tímabilið 2011 til 2012. ¿Debutar marcando? ¡Déjamelo a mí! 21/05/2011#JoseluIsBack | @JoseluMato9 pic.twitter.com/3YjUCZlP5x— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 19, 2023 Síðan þá hefur hann spilað með Hoffenheim, Eintracht Frankfurt og Hoffenheim í Þýskalandi, Stoke og Newcastle í Englandi ásamt Deportivo, Alavés og Espanyol á Spáni. Síðastnefnda liðið féll úr La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, á síðustu leiktíð og því fékk Joselu leyfi til að fara á láni. Real var í leit að framherja eftir að Karim Benzema hélt á vit ævintýranna, og peninganna, í Sádi-Arabíu. Hinn 33 ára gamli Joselu er ef til vill ekki sá framherji sem fjölmiðlar giskuðu á að myndi fylla skarð Benzema en hann er mættur til Madrídar og mun eins og staðan er í dag leiða framlínu félagsins á næstu leiktíð. Rivales Compañeros #JoseluIsBack pic.twitter.com/tT6MX1Pxtj— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 19, 2023 Joselu á að baki 4 A-landsleiki fyrir Spán og hefur skorað 3 mörk. Tveir af þessum leikjum komu nú á síðustu dögum þegar Spánn sigraði Þjóðadeild UEFA. Sama er að segja um eitt af mörkunum en Joselu skoraði sigurmarkið gegn Ítalíu í undanúrslitum. Lánssamningur Joselu gildir út næstu leiktíð og Real er ekki skuldbundið til að kaupa leikmanninn að honum loknum. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Unai Simon hetja Spánverja þegar liðið vann Þjóðadeildina Spánn bar sigurorð af Króatíu þegar liðin mættust í úrslitum Þjóðadeildar UEFA í fótbolta karla á De Kuip í Rotterdam í Hollandi í kvöld. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og þar af leiðandi réðust úrslitin í vítaspyurnukeppni. 18. júní 2023 21:28 Síðbúið mark frá varamanninum Joselu tryggði Spáni sæti í úrslitum Spánverjar eru á leið í úrslitaleik Þjóðadeildar UEFA eftir 2-1 sigur á Ítalíu í kvöld. Varamaðurinn Joselu tryggði Spánverjum sigurinn með marki á 88. mínútu í aðeins sínum þriðja landsleik. 15. júní 2023 21:00 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Segja má að ferill Joselu hafi farið á flug með B-liði Real Madríd á árunum 2009 til 2012. Þá lék hann einn deildarleik, og skoraði eitt mark, fyrir aðallið Real tímabilið 2011 til 2012. ¿Debutar marcando? ¡Déjamelo a mí! 21/05/2011#JoseluIsBack | @JoseluMato9 pic.twitter.com/3YjUCZlP5x— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 19, 2023 Síðan þá hefur hann spilað með Hoffenheim, Eintracht Frankfurt og Hoffenheim í Þýskalandi, Stoke og Newcastle í Englandi ásamt Deportivo, Alavés og Espanyol á Spáni. Síðastnefnda liðið féll úr La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, á síðustu leiktíð og því fékk Joselu leyfi til að fara á láni. Real var í leit að framherja eftir að Karim Benzema hélt á vit ævintýranna, og peninganna, í Sádi-Arabíu. Hinn 33 ára gamli Joselu er ef til vill ekki sá framherji sem fjölmiðlar giskuðu á að myndi fylla skarð Benzema en hann er mættur til Madrídar og mun eins og staðan er í dag leiða framlínu félagsins á næstu leiktíð. Rivales Compañeros #JoseluIsBack pic.twitter.com/tT6MX1Pxtj— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 19, 2023 Joselu á að baki 4 A-landsleiki fyrir Spán og hefur skorað 3 mörk. Tveir af þessum leikjum komu nú á síðustu dögum þegar Spánn sigraði Þjóðadeild UEFA. Sama er að segja um eitt af mörkunum en Joselu skoraði sigurmarkið gegn Ítalíu í undanúrslitum. Lánssamningur Joselu gildir út næstu leiktíð og Real er ekki skuldbundið til að kaupa leikmanninn að honum loknum.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Unai Simon hetja Spánverja þegar liðið vann Þjóðadeildina Spánn bar sigurorð af Króatíu þegar liðin mættust í úrslitum Þjóðadeildar UEFA í fótbolta karla á De Kuip í Rotterdam í Hollandi í kvöld. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og þar af leiðandi réðust úrslitin í vítaspyurnukeppni. 18. júní 2023 21:28 Síðbúið mark frá varamanninum Joselu tryggði Spáni sæti í úrslitum Spánverjar eru á leið í úrslitaleik Þjóðadeildar UEFA eftir 2-1 sigur á Ítalíu í kvöld. Varamaðurinn Joselu tryggði Spánverjum sigurinn með marki á 88. mínútu í aðeins sínum þriðja landsleik. 15. júní 2023 21:00 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Unai Simon hetja Spánverja þegar liðið vann Þjóðadeildina Spánn bar sigurorð af Króatíu þegar liðin mættust í úrslitum Þjóðadeildar UEFA í fótbolta karla á De Kuip í Rotterdam í Hollandi í kvöld. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og þar af leiðandi réðust úrslitin í vítaspyurnukeppni. 18. júní 2023 21:28
Síðbúið mark frá varamanninum Joselu tryggði Spáni sæti í úrslitum Spánverjar eru á leið í úrslitaleik Þjóðadeildar UEFA eftir 2-1 sigur á Ítalíu í kvöld. Varamaðurinn Joselu tryggði Spánverjum sigurinn með marki á 88. mínútu í aðeins sínum þriðja landsleik. 15. júní 2023 21:00