„Alltaf gott að þegja og gera ekki neitt“ Steinar Ingi Kolbeins skrifar 19. júní 2023 18:00 Reykjavíkurborg hefur í nokkurn tíma stært sig af framúrskarandi þátttöku og almennu samráði við borgarbúa þegar kemur að ákvörðunartöku og stefnumótun í hverfum borgarinnar. Í bæklingi Reykjavíkurborgar sem ber heitið „Íbúaþátttaka og lýðræði í Reykjavík – svona getur þú haft áhrif,“ er í fljótu bragði fjallað um helstu lýðræðisvettvanga borgarinnar: Ábendingavefinn, íbúaráð, samráðsnefndir og lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. Að endingu er fjallað um krúnudjásnið í lýðræðis- og samráðsstefnu borgarinnar; verkefnið „Hverfið mitt“. „Hverfið mitt“ er gott dæmi um pólitíska snilli ráðandi afla í borginni. Það hefur nú um árabil verið smjörklípuverkefni sem hefur að mati margra tekist að dreifa athygli borgarbúa frá grunnþjónustunni, sem víðast hvar er í molum, og að hinum ýmsu „krútt“verkefnum í nærumhverfi íbúa. Með verkefninu gefst þeim tækifæri á að velja á milli t.a.m. ærslabelgja fyrir börnin og gangbrauta yfir umferðargötur, svo dæmi sé tekið. Stjórnkerfið uppljóstrar um sjálft sig? Í gær birtist frétt á vef DV um tæknileg mistök embættismanns borgarinnar á fundi íbúaráðs Laugardals. Samkvæmt fréttinni stýrði embættismaðurinn fundinum og þurfti í því skyni að deila tölvuskjá sínum með fundargestum. Með því birtust gestum vægast sagt athyglisverðar samræður hans við annan starfsmann borgarinnar, verkefnastjóra á lýðræðis- og mannréttindastofu Reykjavíkurborgar. Fundarmenn gátu því fylgst með í beinni útsendingu hvað fór fram þeirra á milli. Án þess að rekja nákvæma atburðarás, virtust embættismennirnir ekki hafa í hyggju að leyfa íbúaráðsmeðlimum að hafa mikið til málanna að leggja, eða að minnsta kosti að hafa töluverð áhrif á framgang mála. „Ég kæfði þetta“, „Já vertu bara harður við þau. Enginn formaður né varaformaður þú ræður“ og „alltaf gott að þegja og gera ekki neitt“ eru meðal skilaboða sem fóru fram þeirra á milli. Í orði en ekki á borði Það er að mínu mati óþarfi að taka þessa tilteknu embættismenn fyrir og ég vil ekki gera þeim upp vondan hug. Þessi mannlegu mistök embættismannsins vekja mann engu að síður til umhugsunar. Getur verið að þetta sé allt samráðið? Getur það hugsast að ítarleg lýðræðisstefna borgarinnar og hinir ýmsu samráðsvettvangar hennar séu einfaldlega upp á punt? Kann það að vera að launaðir embættismenn borgarinnar mæti á fundi, jafnvel með beina línu til yfirmanna sinna, og þeim sé ætlað að knýja fram ákveðna niðurstöðu í málum, jafnvel að „kæfa“ þau? Gömul saga og ný Það hefur verið sammerkt með umdeildum málum hjá Reykjavíkurborg undanfarin misseri að íbúar hafa kvartað yfir skorti á samráði. Nýlegt dæmi er fyrirhuguð byggð og eyðilegging strandlengjunnar í Skerjafirði. Það má einnig nefna eldri dæmi á borð við sameiningar skóla í Grafarvogi 2020 og þrengingu byggðar við Bústaðaveg 2021, þar sem fyrirhuguðum byggingum var í senn ætlað að vera íbúðarhúsnæði og umferðarmön, eins furðulegt og það kann að hljóma. Útsvarsgreiðendur í borginni hljóta að velta því fyrir sér hvort fjármunum þeirra sé vel varið í alla þessa samráðsvettvanga - íbúaráð og nefndir - ef borgarbúar greiða á sama tíma einum eða jafnvel tveimur embættismönnum fyrir það að hafa bein áhrif á niðurstöður slíks samráðs. Fróðlegt væri í þessu samhengi að kanna heildarkostnað við umsýslu þessara íbúaráða. Eitt er víst. Þetta mál er ekki til þess fallið að auka traust íbúa á útblásnu stjórnkerfi borgarinnar. Ég treysti því að þetta mál verði tekið fyrir í borgarstjórn og kannað verði hvort kerfið handstýri í raun samráðinu og íbúa”lýðræðinu” með jafn hörðum höndum og raunin var á þessum fundi. Höfundur er íbúi í Reykjavík, aðstoðarmaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og 1. varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Stjórnsýsla Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur í nokkurn tíma stært sig af framúrskarandi þátttöku og almennu samráði við borgarbúa þegar kemur að ákvörðunartöku og stefnumótun í hverfum borgarinnar. Í bæklingi Reykjavíkurborgar sem ber heitið „Íbúaþátttaka og lýðræði í Reykjavík – svona getur þú haft áhrif,“ er í fljótu bragði fjallað um helstu lýðræðisvettvanga borgarinnar: Ábendingavefinn, íbúaráð, samráðsnefndir og lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. Að endingu er fjallað um krúnudjásnið í lýðræðis- og samráðsstefnu borgarinnar; verkefnið „Hverfið mitt“. „Hverfið mitt“ er gott dæmi um pólitíska snilli ráðandi afla í borginni. Það hefur nú um árabil verið smjörklípuverkefni sem hefur að mati margra tekist að dreifa athygli borgarbúa frá grunnþjónustunni, sem víðast hvar er í molum, og að hinum ýmsu „krútt“verkefnum í nærumhverfi íbúa. Með verkefninu gefst þeim tækifæri á að velja á milli t.a.m. ærslabelgja fyrir börnin og gangbrauta yfir umferðargötur, svo dæmi sé tekið. Stjórnkerfið uppljóstrar um sjálft sig? Í gær birtist frétt á vef DV um tæknileg mistök embættismanns borgarinnar á fundi íbúaráðs Laugardals. Samkvæmt fréttinni stýrði embættismaðurinn fundinum og þurfti í því skyni að deila tölvuskjá sínum með fundargestum. Með því birtust gestum vægast sagt athyglisverðar samræður hans við annan starfsmann borgarinnar, verkefnastjóra á lýðræðis- og mannréttindastofu Reykjavíkurborgar. Fundarmenn gátu því fylgst með í beinni útsendingu hvað fór fram þeirra á milli. Án þess að rekja nákvæma atburðarás, virtust embættismennirnir ekki hafa í hyggju að leyfa íbúaráðsmeðlimum að hafa mikið til málanna að leggja, eða að minnsta kosti að hafa töluverð áhrif á framgang mála. „Ég kæfði þetta“, „Já vertu bara harður við þau. Enginn formaður né varaformaður þú ræður“ og „alltaf gott að þegja og gera ekki neitt“ eru meðal skilaboða sem fóru fram þeirra á milli. Í orði en ekki á borði Það er að mínu mati óþarfi að taka þessa tilteknu embættismenn fyrir og ég vil ekki gera þeim upp vondan hug. Þessi mannlegu mistök embættismannsins vekja mann engu að síður til umhugsunar. Getur verið að þetta sé allt samráðið? Getur það hugsast að ítarleg lýðræðisstefna borgarinnar og hinir ýmsu samráðsvettvangar hennar séu einfaldlega upp á punt? Kann það að vera að launaðir embættismenn borgarinnar mæti á fundi, jafnvel með beina línu til yfirmanna sinna, og þeim sé ætlað að knýja fram ákveðna niðurstöðu í málum, jafnvel að „kæfa“ þau? Gömul saga og ný Það hefur verið sammerkt með umdeildum málum hjá Reykjavíkurborg undanfarin misseri að íbúar hafa kvartað yfir skorti á samráði. Nýlegt dæmi er fyrirhuguð byggð og eyðilegging strandlengjunnar í Skerjafirði. Það má einnig nefna eldri dæmi á borð við sameiningar skóla í Grafarvogi 2020 og þrengingu byggðar við Bústaðaveg 2021, þar sem fyrirhuguðum byggingum var í senn ætlað að vera íbúðarhúsnæði og umferðarmön, eins furðulegt og það kann að hljóma. Útsvarsgreiðendur í borginni hljóta að velta því fyrir sér hvort fjármunum þeirra sé vel varið í alla þessa samráðsvettvanga - íbúaráð og nefndir - ef borgarbúar greiða á sama tíma einum eða jafnvel tveimur embættismönnum fyrir það að hafa bein áhrif á niðurstöður slíks samráðs. Fróðlegt væri í þessu samhengi að kanna heildarkostnað við umsýslu þessara íbúaráða. Eitt er víst. Þetta mál er ekki til þess fallið að auka traust íbúa á útblásnu stjórnkerfi borgarinnar. Ég treysti því að þetta mál verði tekið fyrir í borgarstjórn og kannað verði hvort kerfið handstýri í raun samráðinu og íbúa”lýðræðinu” með jafn hörðum höndum og raunin var á þessum fundi. Höfundur er íbúi í Reykjavík, aðstoðarmaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og 1. varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar