Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. júní 2023 18:46 Pólskur maður var stunginn til bana á bílastæði við Fjarðakaup eftir að hafa lent í útistöðum við ungt fólk á Íslenska rokkbarnum. Upphaflega voru fjögur ungmenni handtekin í tengslum við málið en einu þeirra, sautján ára stúlku, var sleppt fljótlega eftir skýrslutöku. Vísir/Vilhelm Gæsluvarðhald yfir þremur sakborningum í manndrápsmáli sem átti sér stað á bílastæði fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði hefur verið framlengt um fjórar vikur. Manndrápið átti sér stað 20. apríl og verður tólf vikna gæsluvarðhald því fullnýtt. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti þetta í samtali við Vísi Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Grímur segir að gæsluvarðhald yfir sakborningunum þremur hafi verið framlengt þann 15. júní um fjórar vikur fram til 13. júlí til að hægt væri að klára málið. „Við erum á lokametrunum, þetta eru síðustu fjórar vikurnar sem um ræðir sem viðkomandi mundu sitja í gæsluvarðhaldi án þess að það væri gefin út ákæra,“ sagði hann en samkvæmt lögum þarf að gefa út ákæru innan tólf vikna frá því viðkomandi var handtekinn. Málið fari til saksóknara á næstunni „Við erum bara að klára þessa rannsókn og hún fer yfir til héraðssaksóknara fljótlega,“ sagði Grímur. „Þegar um manndrápsmál er að ræða er kannski búið að upplýsa um stóran hluta en það er svo margt sem þarf að bíða eftir, gögn og rannsóknir að utan og þess háttar. Þetta er alls ekki rúmur tími,“ sagði hann aðspurður út í það hvort tólf vikna gæsluvarðhald væri alltaf fullnýtt í málum sem þessum. Eru það þá lífssýni sem þið bíðið eftir? „Það er meðal annars að bíða eftir rannsóknum en það er nokkrir hnútar sem á eftir að hnýta,“ sagði Grímur. „Ég reikna með því að á næstu tveimur vikum verði málið farið frá okkur. Ákærendur þurfa líka sinn tíma til að fara yfir málið,“ sagði hann að lokum. Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Hafnarfirði Karlmaðurinn sem lést eftir hnífsstunguárás í Hafnarfirði fimmtudaginn 20. apríl síðastliðinn hét Barlomiej Kamil Bielenda. Hann var 27 ára og lætur eftir sig tveggja ára gamla dóttur. 4. maí 2023 11:01 Krefjast gæsluvarðhalds yfir fjórum Íslendingum vegna andlátsins Fjórir Íslendingar sem eru í haldi lögreglu vegna árásar sem leiddi til andláts pólsks manns á þrítugsaldri seint í gærkvöldi verða leiddir fyrir dómara í kvöld. Búið er að yfirheyra þá sem voru handteknir og verið er að rannsaka möguleg tengsl. Lögregla krefst gæsluvarðhalds. 21. apríl 2023 18:54 „Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti þetta í samtali við Vísi Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Grímur segir að gæsluvarðhald yfir sakborningunum þremur hafi verið framlengt þann 15. júní um fjórar vikur fram til 13. júlí til að hægt væri að klára málið. „Við erum á lokametrunum, þetta eru síðustu fjórar vikurnar sem um ræðir sem viðkomandi mundu sitja í gæsluvarðhaldi án þess að það væri gefin út ákæra,“ sagði hann en samkvæmt lögum þarf að gefa út ákæru innan tólf vikna frá því viðkomandi var handtekinn. Málið fari til saksóknara á næstunni „Við erum bara að klára þessa rannsókn og hún fer yfir til héraðssaksóknara fljótlega,“ sagði Grímur. „Þegar um manndrápsmál er að ræða er kannski búið að upplýsa um stóran hluta en það er svo margt sem þarf að bíða eftir, gögn og rannsóknir að utan og þess háttar. Þetta er alls ekki rúmur tími,“ sagði hann aðspurður út í það hvort tólf vikna gæsluvarðhald væri alltaf fullnýtt í málum sem þessum. Eru það þá lífssýni sem þið bíðið eftir? „Það er meðal annars að bíða eftir rannsóknum en það er nokkrir hnútar sem á eftir að hnýta,“ sagði Grímur. „Ég reikna með því að á næstu tveimur vikum verði málið farið frá okkur. Ákærendur þurfa líka sinn tíma til að fara yfir málið,“ sagði hann að lokum.
Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Hafnarfirði Karlmaðurinn sem lést eftir hnífsstunguárás í Hafnarfirði fimmtudaginn 20. apríl síðastliðinn hét Barlomiej Kamil Bielenda. Hann var 27 ára og lætur eftir sig tveggja ára gamla dóttur. 4. maí 2023 11:01 Krefjast gæsluvarðhalds yfir fjórum Íslendingum vegna andlátsins Fjórir Íslendingar sem eru í haldi lögreglu vegna árásar sem leiddi til andláts pólsks manns á þrítugsaldri seint í gærkvöldi verða leiddir fyrir dómara í kvöld. Búið er að yfirheyra þá sem voru handteknir og verið er að rannsaka möguleg tengsl. Lögregla krefst gæsluvarðhalds. 21. apríl 2023 18:54 „Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Nafn mannsins sem lést í Hafnarfirði Karlmaðurinn sem lést eftir hnífsstunguárás í Hafnarfirði fimmtudaginn 20. apríl síðastliðinn hét Barlomiej Kamil Bielenda. Hann var 27 ára og lætur eftir sig tveggja ára gamla dóttur. 4. maí 2023 11:01
Krefjast gæsluvarðhalds yfir fjórum Íslendingum vegna andlátsins Fjórir Íslendingar sem eru í haldi lögreglu vegna árásar sem leiddi til andláts pólsks manns á þrítugsaldri seint í gærkvöldi verða leiddir fyrir dómara í kvöld. Búið er að yfirheyra þá sem voru handteknir og verið er að rannsaka möguleg tengsl. Lögregla krefst gæsluvarðhalds. 21. apríl 2023 18:54
„Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10