Gjörsamlega brjálaður og býst við stjórnarslitum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. júní 2023 13:26 Vilhjálmur hefur þegar haft samband við lögmann, þingmenn og ráðherra vegna ákvörðunar Svandísar. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur haft samband við lögmann til að kanna réttarstöðu hvalveiðimanna. Hann segir ákvörðun um að stöðva vertíðina glórulausan pópúlisma. „Ég er gjörsamlega brjálaður yfir þessari ákvörðun. Þarna er verið að svipta 120 félagsmenn mína af góðum tekjumöguleikum vegna þeirrar vertíðar sem átti að hefjast á morgun,“ segir Vilhjálmur um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um að stöðva hvalveiðar í sumar. Eins og greint var frá í hádeginu tilkynnti Svandís samráðherrum sínum þetta eftir að Fagráð um velferð dýra ályktaði að þær veiðiaðferðir sem beitt er við hvalveiðar samræmist ekki lögum um velferð dýra. Hvalveiðivertíðin átti að hefjast á morgun, 21. júní. Góðir tekjumöguleikar „Þetta er algjörlega glórulaus ákvörðun að mínu mati, gerð fimm mínútum áður en vertíðin á að hefjast. Ég hélt að þetta gæti ekki gerst í íslenskri stjórnsýslu,“ segir Vilhjálmur. Segist hann vita dæmi þess að fólk hafi tekið sér frí úr annarri vinnu gagngert til þess að taka vertíðina. Einnig að háskólanemar hafi farið á vertíð til þess að sleppa við að taka námslán. Nefnir hann að launin séu góð þó að vinnuframlagið sé mikið á hvalveiðivertíð, hátt í tvær milljónir króna á mánuði í þrjá til fjóra mánuði. Sumir starfsmenn vinni hins vegar allt árið um kring. Akranes í vörn Vilhjálmur segir þetta líka ekki aðeins högg fyrir einstaklinga heldur sveitarfélögin og samfélagið allt á Akranesi. „Þetta er gríðarlegt högg fyrir samfélagið og gríðarlegt högg fyrir Akraneskaupstað og Hvalfjarðarsveit í formi útsvarstekna og afleiddra starfa,“ segir hann og bendir á að Akranes hafi þurft að þola það í gegnum tíðina að missa allar sínar aflaheimildir úr bænum. Akurnesingar hafi verið í vörn fyrir sitt atvinnulíf. Býst við stjórnarslitum fyrir helgi „Stjórnarflokkur sem hagar sér svona er ekki stjórntækur í mínum huga. Ég trúi því ekki að þetta hafi verið gert í samráði við hina tvo stjórnarflokkana,“ segir Vilhjálmur um flokk Svandísar, Vinstri græn. Þegar sé hann búinn að hringja í þingmenn og ráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins vegna ákvörðunarinnar og hafi lýst yfir reiði sinni með þessa ákvörðun. Í ljósi þess að ákvörðunin hafi verið tekið einhliða býst hann við því að ríkisstjórnarsamstarfinu ljúki brátt, jafn vel fyrir helgi. Sýndarmennska og pópúlismi Aðspurður um skýrsluna og dýravelferðarsjónarmið segir Vilhjálmur að samkvæmt skýrslu MAST, sem álit fagráðsins var byggð á, hafi Hval hf tekist að aflífa dýrin samstundis í 70 prósent tilfella. „Auðvitað verða einhver frávik, það gerist alltaf við veiðar. Ég er ekki í neinum vafa um það að Hvalur hf hafi verið að reyna að lágmarka þetta eins og kostur er,“ segir hann. Þá lýsir hann ákvörðun Svandísar sem pópúlisma og sýndarmennsku. Víða sé pottur brotinn þegar komi að dýravelferð eins og nýlegar fréttir um gösun svína og vanrækslu hrossa sýni en lítið gert. Kjaramál Akranes Hvalfjarðarsveit Hvalveiðar Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
„Ég er gjörsamlega brjálaður yfir þessari ákvörðun. Þarna er verið að svipta 120 félagsmenn mína af góðum tekjumöguleikum vegna þeirrar vertíðar sem átti að hefjast á morgun,“ segir Vilhjálmur um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um að stöðva hvalveiðar í sumar. Eins og greint var frá í hádeginu tilkynnti Svandís samráðherrum sínum þetta eftir að Fagráð um velferð dýra ályktaði að þær veiðiaðferðir sem beitt er við hvalveiðar samræmist ekki lögum um velferð dýra. Hvalveiðivertíðin átti að hefjast á morgun, 21. júní. Góðir tekjumöguleikar „Þetta er algjörlega glórulaus ákvörðun að mínu mati, gerð fimm mínútum áður en vertíðin á að hefjast. Ég hélt að þetta gæti ekki gerst í íslenskri stjórnsýslu,“ segir Vilhjálmur. Segist hann vita dæmi þess að fólk hafi tekið sér frí úr annarri vinnu gagngert til þess að taka vertíðina. Einnig að háskólanemar hafi farið á vertíð til þess að sleppa við að taka námslán. Nefnir hann að launin séu góð þó að vinnuframlagið sé mikið á hvalveiðivertíð, hátt í tvær milljónir króna á mánuði í þrjá til fjóra mánuði. Sumir starfsmenn vinni hins vegar allt árið um kring. Akranes í vörn Vilhjálmur segir þetta líka ekki aðeins högg fyrir einstaklinga heldur sveitarfélögin og samfélagið allt á Akranesi. „Þetta er gríðarlegt högg fyrir samfélagið og gríðarlegt högg fyrir Akraneskaupstað og Hvalfjarðarsveit í formi útsvarstekna og afleiddra starfa,“ segir hann og bendir á að Akranes hafi þurft að þola það í gegnum tíðina að missa allar sínar aflaheimildir úr bænum. Akurnesingar hafi verið í vörn fyrir sitt atvinnulíf. Býst við stjórnarslitum fyrir helgi „Stjórnarflokkur sem hagar sér svona er ekki stjórntækur í mínum huga. Ég trúi því ekki að þetta hafi verið gert í samráði við hina tvo stjórnarflokkana,“ segir Vilhjálmur um flokk Svandísar, Vinstri græn. Þegar sé hann búinn að hringja í þingmenn og ráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins vegna ákvörðunarinnar og hafi lýst yfir reiði sinni með þessa ákvörðun. Í ljósi þess að ákvörðunin hafi verið tekið einhliða býst hann við því að ríkisstjórnarsamstarfinu ljúki brátt, jafn vel fyrir helgi. Sýndarmennska og pópúlismi Aðspurður um skýrsluna og dýravelferðarsjónarmið segir Vilhjálmur að samkvæmt skýrslu MAST, sem álit fagráðsins var byggð á, hafi Hval hf tekist að aflífa dýrin samstundis í 70 prósent tilfella. „Auðvitað verða einhver frávik, það gerist alltaf við veiðar. Ég er ekki í neinum vafa um það að Hvalur hf hafi verið að reyna að lágmarka þetta eins og kostur er,“ segir hann. Þá lýsir hann ákvörðun Svandísar sem pópúlisma og sýndarmennsku. Víða sé pottur brotinn þegar komi að dýravelferð eins og nýlegar fréttir um gösun svína og vanrækslu hrossa sýni en lítið gert.
Kjaramál Akranes Hvalfjarðarsveit Hvalveiðar Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent