Brailískir fjölmiðlar birtu fréttir þess efnis í síðustu viku að Neymar hefði haldið framhjá ófrískri unnustu sinni Bruna Biancardi. Brasilíumaðurinn hefur ekki sjálfur staðfest sögusagnirnar en hann hefur nú skrifað langa uppfærslu á Instagram þar sem hann biður unnustu sína afsökunar.
„Ég geri þetta fyrir ykkur tvö og fjölskyldu þína. Réttlæti það ófyrirgefanlega. Ég sá hversu mikil áhrif þetta hafði á þig, hversu mikið þú þjáðist og hversu mikið þú vilt vera við hlið mér. Og ég við hlið þér.“
„Ég gerði mistök, ég kom ekki vel fram við þig. Ég hef nú þegar beðist afsökunar á mínum mistökum. En mér finnst ég verða að gera það opinberlega. Ef einkamál verður opinbert þarf afsökunarbeiðnin að vera það líka,“ skrifar Neymar.
Hann skrifar einnig að hann dreymir um áframhaldandi líf með Biancardi. Þau eiga von á barni síðar á árinu.
Neymar er á mála hjá franska liðinu PSG og hafa sögusagnir verið í gangi um brottför hans þaðan. Hann hefur meðal annars verið orðaður við Manchester United.