Hvað þurfa vinnustaðir að gera þegar fjölbreytileikinn eykst? Irina S. Ogurtsova og Ásta Bjarnadóttir skrifa 22. júní 2023 11:00 Nú er um 14,6% íbúa Íslands af erlendum uppruna og 22,6% starfsfólks á vinnumarkaði. Þessi hlutföll eru svipuð og í Kaupmannahöfn en fjölgunin hefur orðið hér á mun skemmri tíma. Hjá Reykjavíkurborg eru um 1.250 af um 11.000 starfsmönnum með erlent ríkisfang. Því til viðbótar starfar hjá borginni nokkur fjöldi einstaklinga sem eru fæddir utan Íslands en hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt. Langflest starfsfólk með erlent ríkisfang starfar á skóla- og frístundasviði, í leikskólum, á frístundaheimilum og í grunnskólum. Þessi starfsmannahópur er dýrmætur mannauður sem hefur gert okkur kleift að auka þjónustuna á síðustu árum. Eðlilegast væri í raun að hlutfall einstaklinga af erlendum uppruna í starfsmannahópi borgarinnar væri hið sama og á vinnumarkaðnum almennt. Meðal kosta við það væri að þjónustuþegum með annan bakgrunn en íslenskan mundi finnast þau enn velkomnari á starfsstöðum borgarinnar. Meginviðbrögð borgarinnar við auknum þjóðernisfjölbreytileika í starfsmannahópnum hafa verið tengd tungumálinu, enda tungumálaörðugleikar augljóslega óheppilegir í þjónustustarfsemi á borð við þá sem borgin rekur. Eins og gert er ráð fyrir í lögum kveður málstefna borgarinnar á um að starfsfólk skuli nota íslensku í störfum og stjórnsýslu borgarinnar. Einnig eru í mannréttindastefnu borgarinnar markmið um að fjölga innflytjendum í störfum og áhrifastöðum hjá borginni. Augljóst er að til að ná þessum markmiðum þarf að bjóða íslenskukennslu innan vinnustaðarins. Íslenskukennsla á vinnustað Stefnt er að því að starfsfólk Reykjavíkurborgar af erlendum uppruna sem á þarf að halda geti sótt íslenskukennslu á vinnustað sínum eða í næsta nágrenni hans á vinnutíma og á fullum launum. Ekki er ætlunin að kennslan fari fram á stökum námskeiðum heldur að um verði að ræða langtíma fyrirkomulag sem geti jafnvel staðið í mörg ár hjá hverjum og einum. Borgin er með samninga við alla helstu tungumálaskóla landsins sem allir hafa fallist á að koma og kenna á starfsstöðum borgarinnar. Nú er staðan þannig að aðgangur er að íslenskukennslu á 74 af þeim 279 starfsstöðum borgarinnar sem hafa starfsfólk af erlendum uppruna í vinnu. Þau, sem frekar vilja skrá sig sem einstaklingar á námskeið hjá tungumálaskólunum, geta gert það án tilkostnaðar og greiðir borgin þá þátttökugjöldin. Vel hefur gengið að fjármagna þessa starfsemi, með góðu samstarfi við fræðslusjóði sem byggja á kjarasamningum borgarinnar við t.d. Sameyki, Eflingu og stéttarfélög innan BHM og einnig hefur Rannís veitt mikilvægan stuðning við íslenskukennslu. Meginhindrunin við enn víðtækari íslenskuþjálfun starfsfólks innan vinnustaða borgarinnar er ekki skortur á fjármagni, a.m.k. ekki til að greiða hin beinu útgjöld við fræðsluna. Það sem nú vantar upp á er fjármagn til að kaupa afleysingar eða fjármagna fasta umframmönnun, þannig að starfsfólk, sem er bundið í starfi, til dæmis við umönnun barna eða aldraðra, geti sótt íslenskunámskeið á vinnutíma án hindrunar. Tungumálaviðmið Annað mikilvægt stefnumið borgarinnar er að innleiða tungumálaviðmið í allar starfslýsingar og starfsauglýsingar. Notast er við evrópska tungumálarammann sem hefur að geyma skilgreiningu á tungumálaþekkingu á sviði skilnings, talmáls og ritunar. Tungumálaramminn er aðgengilegur á 34 tungumálum og kemst fyrir á einni blaðsíðu. Stefnan er að öll störf hjá borginni verði greind með tilliti til tungumálarammans. Við mat á tungumálakunnáttu er þess þá gætt að gera hæfilegar kröfur, þannig að hvorki verði of litlar kröfur gerðar, né of miklar, enda getur það síðarnefnda verið útilokandi fyrir einstaklinga af erlendum uppruna. Þá mun heyra sögunni til að hæfniskröfur í auglýsingum tiltaki „góða kunnáttu í íslensku og ensku“, en þess í stað kemur til dæmis „íslenskukunnátta á stigi B2 og enskukunnátta á stigi B1”. Nú þegar eru velferðarsvið borgarinnar og starfsstaðir á menningar- og íþróttasviði byrjuð að auglýsa tungumálakröfur, og næst koma inn skóla- og frístundasvið og umhverfis- og skipulagssvið. Ekki bara tungumálið Við hjá Reykjavíkurborg erum stolt af þeirri vegferð sem hafin er í viðbrögðum við auknum þjóðernisfjölbreytileika, en vitum þó að gera þarf enn betur. Eins er ljóst að tungumálakennsla og tungumálaviðmið eru ekki einu skilyrðin fyrir aðlögun, jafnræði og jöfnum tækifærum fyrir starfsfólk af erlendum uppruna. Nauðsynlegt er einnig að fræða fleira starfsfólk um fjölbreytileika og inngildingu, og hvað felst í því að verða fjölmenningarlegur vinnustaður, og höfum við hafið þá vinnu samhliða. Þá er nauðsynlegt að gæta að því að starfsfólk af erlendum uppruna njóti færni sinnar, reynslu og þekkingar í launakjörum. Síðustu ár hefur staðið yfir sérstakt átak hjá Reykjavíkurborg sem lýtur að því að tryggja starfsfólki af erlendum uppruna launajöfnuð á við Íslendinga, meðal annars með því að byrja að meta starfsreynslu erlendis frá, sem ekki var gert áður. Ásta Bjarnadóttir er skrifstofustjóri starfsþróunar og starfsumhverfis hjá Reykjavíkurborg. Irina S. Ogurtsova er mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Innflytjendamál Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Nú er um 14,6% íbúa Íslands af erlendum uppruna og 22,6% starfsfólks á vinnumarkaði. Þessi hlutföll eru svipuð og í Kaupmannahöfn en fjölgunin hefur orðið hér á mun skemmri tíma. Hjá Reykjavíkurborg eru um 1.250 af um 11.000 starfsmönnum með erlent ríkisfang. Því til viðbótar starfar hjá borginni nokkur fjöldi einstaklinga sem eru fæddir utan Íslands en hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt. Langflest starfsfólk með erlent ríkisfang starfar á skóla- og frístundasviði, í leikskólum, á frístundaheimilum og í grunnskólum. Þessi starfsmannahópur er dýrmætur mannauður sem hefur gert okkur kleift að auka þjónustuna á síðustu árum. Eðlilegast væri í raun að hlutfall einstaklinga af erlendum uppruna í starfsmannahópi borgarinnar væri hið sama og á vinnumarkaðnum almennt. Meðal kosta við það væri að þjónustuþegum með annan bakgrunn en íslenskan mundi finnast þau enn velkomnari á starfsstöðum borgarinnar. Meginviðbrögð borgarinnar við auknum þjóðernisfjölbreytileika í starfsmannahópnum hafa verið tengd tungumálinu, enda tungumálaörðugleikar augljóslega óheppilegir í þjónustustarfsemi á borð við þá sem borgin rekur. Eins og gert er ráð fyrir í lögum kveður málstefna borgarinnar á um að starfsfólk skuli nota íslensku í störfum og stjórnsýslu borgarinnar. Einnig eru í mannréttindastefnu borgarinnar markmið um að fjölga innflytjendum í störfum og áhrifastöðum hjá borginni. Augljóst er að til að ná þessum markmiðum þarf að bjóða íslenskukennslu innan vinnustaðarins. Íslenskukennsla á vinnustað Stefnt er að því að starfsfólk Reykjavíkurborgar af erlendum uppruna sem á þarf að halda geti sótt íslenskukennslu á vinnustað sínum eða í næsta nágrenni hans á vinnutíma og á fullum launum. Ekki er ætlunin að kennslan fari fram á stökum námskeiðum heldur að um verði að ræða langtíma fyrirkomulag sem geti jafnvel staðið í mörg ár hjá hverjum og einum. Borgin er með samninga við alla helstu tungumálaskóla landsins sem allir hafa fallist á að koma og kenna á starfsstöðum borgarinnar. Nú er staðan þannig að aðgangur er að íslenskukennslu á 74 af þeim 279 starfsstöðum borgarinnar sem hafa starfsfólk af erlendum uppruna í vinnu. Þau, sem frekar vilja skrá sig sem einstaklingar á námskeið hjá tungumálaskólunum, geta gert það án tilkostnaðar og greiðir borgin þá þátttökugjöldin. Vel hefur gengið að fjármagna þessa starfsemi, með góðu samstarfi við fræðslusjóði sem byggja á kjarasamningum borgarinnar við t.d. Sameyki, Eflingu og stéttarfélög innan BHM og einnig hefur Rannís veitt mikilvægan stuðning við íslenskukennslu. Meginhindrunin við enn víðtækari íslenskuþjálfun starfsfólks innan vinnustaða borgarinnar er ekki skortur á fjármagni, a.m.k. ekki til að greiða hin beinu útgjöld við fræðsluna. Það sem nú vantar upp á er fjármagn til að kaupa afleysingar eða fjármagna fasta umframmönnun, þannig að starfsfólk, sem er bundið í starfi, til dæmis við umönnun barna eða aldraðra, geti sótt íslenskunámskeið á vinnutíma án hindrunar. Tungumálaviðmið Annað mikilvægt stefnumið borgarinnar er að innleiða tungumálaviðmið í allar starfslýsingar og starfsauglýsingar. Notast er við evrópska tungumálarammann sem hefur að geyma skilgreiningu á tungumálaþekkingu á sviði skilnings, talmáls og ritunar. Tungumálaramminn er aðgengilegur á 34 tungumálum og kemst fyrir á einni blaðsíðu. Stefnan er að öll störf hjá borginni verði greind með tilliti til tungumálarammans. Við mat á tungumálakunnáttu er þess þá gætt að gera hæfilegar kröfur, þannig að hvorki verði of litlar kröfur gerðar, né of miklar, enda getur það síðarnefnda verið útilokandi fyrir einstaklinga af erlendum uppruna. Þá mun heyra sögunni til að hæfniskröfur í auglýsingum tiltaki „góða kunnáttu í íslensku og ensku“, en þess í stað kemur til dæmis „íslenskukunnátta á stigi B2 og enskukunnátta á stigi B1”. Nú þegar eru velferðarsvið borgarinnar og starfsstaðir á menningar- og íþróttasviði byrjuð að auglýsa tungumálakröfur, og næst koma inn skóla- og frístundasvið og umhverfis- og skipulagssvið. Ekki bara tungumálið Við hjá Reykjavíkurborg erum stolt af þeirri vegferð sem hafin er í viðbrögðum við auknum þjóðernisfjölbreytileika, en vitum þó að gera þarf enn betur. Eins er ljóst að tungumálakennsla og tungumálaviðmið eru ekki einu skilyrðin fyrir aðlögun, jafnræði og jöfnum tækifærum fyrir starfsfólk af erlendum uppruna. Nauðsynlegt er einnig að fræða fleira starfsfólk um fjölbreytileika og inngildingu, og hvað felst í því að verða fjölmenningarlegur vinnustaður, og höfum við hafið þá vinnu samhliða. Þá er nauðsynlegt að gæta að því að starfsfólk af erlendum uppruna njóti færni sinnar, reynslu og þekkingar í launakjörum. Síðustu ár hefur staðið yfir sérstakt átak hjá Reykjavíkurborg sem lýtur að því að tryggja starfsfólki af erlendum uppruna launajöfnuð á við Íslendinga, meðal annars með því að byrja að meta starfsreynslu erlendis frá, sem ekki var gert áður. Ásta Bjarnadóttir er skrifstofustjóri starfsþróunar og starfsumhverfis hjá Reykjavíkurborg. Irina S. Ogurtsova er mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar