Reykjanesbær látinn sitja einn í súpunni Bjarki Sigurðsson skrifar 22. júní 2023 11:40 Friðjón Einarsson er formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ og oddviti Samfylkingarinnar í sveitarfélaginu. Vísir/Sigurjón Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir innviði sprungna vegna fjölda hælisleitenda í bænum. Hann segir það hafa verið óheppni hversu mikið var af lausu húsnæði á Ásbrú þegar Vinnumálastofnun tók íbúðir þar á leigu. Mikið hefur verið rætt um fjölgun flóttamanna og hælisleitenda í Reykjanesbæ síðustu mánuði. Hefur bæjarfulltrúi Umbótar meðal annars sagt töluverðan óróa vera í bænum vegna ástandsins sem hefur myndast og hefur hún miklar áhyggjur af þróuninni. Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og formaður bæjarráðs, segir það vera rétt að innviðir séu komnir að þolmörkum. Staðan hafi verið þannig í marga mánuði og lítið gerst hjá stjórnvöldum til að bregðast við vandanum. „Því miður hefur ekki náðst samstaða meðal sveitarfélaga á Íslandi að taka þátt í þessu verkefni. Við skiljum það svo sem alveg, þetta er mikill átroðningur á sveitarfélögin, en að skilja okkur eftir svona ein er mjög illa séð af okkur,“ segir Friðjón. Hann segir að í kjölfar lagabreytingar árið 2016 sem gerði Venesúelamönnum kleift að koma til Íslands hafi ríkið fengið í fangið fjölda fólks sem eftir átti að gera ráðstafanir fyrir. Þá hafi verið laust húsnæði á Ásbrú sem ríkið tók á leigu. „Mikið af þessu var gert án samráðs við okkur. Þannig að þetta var bara svona, hvað á ég að segja, óheppni að húsnæði var hérna og við erum auðvitað í nánd við flugvöllinn. Það er ekki síður þessi seinagangur í afgreiðslu á umsóknum sem gerir það að fólk þarf að vera hérna í langan tíma sem er ómannúðlegt,“ segir Friðjón. Hann segir gögnin sýna að með fjölgun hælisleitenda hafi glæpir ekki aukist líkt og bæjarbúar hafa óttast. Þeir séu þó afar sýnilegir innan bæjarfélagsins. „Þetta fólk getur ekki verið bara inni á herbergi allan sólarhringinn, það þarf að geta farið út og reynt að njóta sín aðeins, að vera til. Þá er þetta mjög sýnilegt hjá okkur og það er það sem íbúarnir eru mest að kvarta yfir. Að þessir hópar eru mjög sýnilegir í matvöruverslunum og gangandi um bæinn. Þó þau séu ekki að gera eitt né neitt af sér þá er þetta mjög sýnilegt,“ segir Friðjón. Reykjanesbær Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um fjölgun flóttamanna og hælisleitenda í Reykjanesbæ síðustu mánuði. Hefur bæjarfulltrúi Umbótar meðal annars sagt töluverðan óróa vera í bænum vegna ástandsins sem hefur myndast og hefur hún miklar áhyggjur af þróuninni. Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og formaður bæjarráðs, segir það vera rétt að innviðir séu komnir að þolmörkum. Staðan hafi verið þannig í marga mánuði og lítið gerst hjá stjórnvöldum til að bregðast við vandanum. „Því miður hefur ekki náðst samstaða meðal sveitarfélaga á Íslandi að taka þátt í þessu verkefni. Við skiljum það svo sem alveg, þetta er mikill átroðningur á sveitarfélögin, en að skilja okkur eftir svona ein er mjög illa séð af okkur,“ segir Friðjón. Hann segir að í kjölfar lagabreytingar árið 2016 sem gerði Venesúelamönnum kleift að koma til Íslands hafi ríkið fengið í fangið fjölda fólks sem eftir átti að gera ráðstafanir fyrir. Þá hafi verið laust húsnæði á Ásbrú sem ríkið tók á leigu. „Mikið af þessu var gert án samráðs við okkur. Þannig að þetta var bara svona, hvað á ég að segja, óheppni að húsnæði var hérna og við erum auðvitað í nánd við flugvöllinn. Það er ekki síður þessi seinagangur í afgreiðslu á umsóknum sem gerir það að fólk þarf að vera hérna í langan tíma sem er ómannúðlegt,“ segir Friðjón. Hann segir gögnin sýna að með fjölgun hælisleitenda hafi glæpir ekki aukist líkt og bæjarbúar hafa óttast. Þeir séu þó afar sýnilegir innan bæjarfélagsins. „Þetta fólk getur ekki verið bara inni á herbergi allan sólarhringinn, það þarf að geta farið út og reynt að njóta sín aðeins, að vera til. Þá er þetta mjög sýnilegt hjá okkur og það er það sem íbúarnir eru mest að kvarta yfir. Að þessir hópar eru mjög sýnilegir í matvöruverslunum og gangandi um bæinn. Þó þau séu ekki að gera eitt né neitt af sér þá er þetta mjög sýnilegt,“ segir Friðjón.
Reykjanesbær Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19