Við tökum einnig púlsinn upp á Akranesi eftir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákvað að banna hvalveiðar tímabundið. Hún mætir á opinn fund sem Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness boðaði til klukkan hálf átta í kvöld þar sem þingmenn Norðvesturkjördæmis verða einnig til að gera grein fyrir sinni afstöðu og svara spurningum fundargesta. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi.
Örvæntingarfullri leit að smákafbáti með fimm manns innanborðs sem ætluðu að kafa niður að flaki Titanic í Norður Atlantshafi á sunnudag hefur enn engan árangur borið, en fjarstýrður leitarkafbátur virðist þó hafa fundið brak af bátnum síðdegis. Súrenfinsbyrðir áttu að endast til hádegis í dag.
Við greinum frá því hvers vegna uppbygging vindorkuvera er í uppnámi og kynnum okkur nýtt app sem á að auðvelda útlendingum að tileinka sér íslenskuna.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.