Rannsókn og ákvörðun Haukur Arnþórsson skrifar 23. júní 2023 11:30 Fullyrðingin um að rannsóknarskyldu hafi ekki verið fullnægt við töku ákvörðunarinnar um hvalveiðibann byggir á því að ráðherrann segir það sjálfur - með því að ætla að rannsaka málið í sumar. Hún getur ekki fullyrt að málið sé fullrannsakað og farið um leið að rannsaka það. Ég tel að annað hvort hafi hún átt (i) að setja bannið á og segja málið fullrannsakað (og reyna að halda því til streitu), hún var að rökstyðja það í Mbl. í dag eða (ii) að framkvæma rannsókn í sumar og taka ákvörðunina að henni lokinni. Hún segir í Mbl. að „nota [eigi] næstu vikur til að kanna mögulegar úrbætur og taka samtal við leyfishafa og sérfræðinga“. Þannig segir hún annars vegar að rannsókn á drápunum sé lokið en rannsókn á veiðiaðferðunum sé eftir. Það er þetta sem er að, því þetta er hundalógík - alvarleiki drápanna byggir á veiðiaðferðunum. Þá er ekki heldur hægt að segja að ákveðnir þættir í rannsóknarskyldu stjórnvalds, rannsókn á drápunum, nægi til að taka ákvörðun, en um leið að önnur atriði, veiðiaðferðirnar, eigi að rannsaka betur og þær verði rannsökuð að ákvörðun tekinni. Stjórnvaldið þarf að hafa fullrannsakað mál til að taka ákvörðun. Auðvitað getur stjórnvald alltaf snúið fyrri ákvörðun við, í prinsippinu, en til þess þarf gerbreyttar forsendur, nýjar upplýsingar, nýja rannsókn og vönduð vinnubrögð (munum hvernig fór fyrir Sigríði Andersen þegar hún víxlaði röðinni á landsréttardómurunum. Þá var rannsókn ráðuneytisins ábótavant fyrir svo afdrifaríka ákvörðun). Ég vil taka fram að gefnu tilefni að ég er andstæðingur hvalveiða, en vil líka búa í réttarríki. Ég tel ekki að einar reglur eigi að gilda fyrir góðan málstað, en aðrar fyrir vondan. Höfundur er stjórnsýslufræðingur og starfar við ReykjavíkurAkademíuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Hvalveiðar Mest lesið Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr skrifar Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Fullyrðingin um að rannsóknarskyldu hafi ekki verið fullnægt við töku ákvörðunarinnar um hvalveiðibann byggir á því að ráðherrann segir það sjálfur - með því að ætla að rannsaka málið í sumar. Hún getur ekki fullyrt að málið sé fullrannsakað og farið um leið að rannsaka það. Ég tel að annað hvort hafi hún átt (i) að setja bannið á og segja málið fullrannsakað (og reyna að halda því til streitu), hún var að rökstyðja það í Mbl. í dag eða (ii) að framkvæma rannsókn í sumar og taka ákvörðunina að henni lokinni. Hún segir í Mbl. að „nota [eigi] næstu vikur til að kanna mögulegar úrbætur og taka samtal við leyfishafa og sérfræðinga“. Þannig segir hún annars vegar að rannsókn á drápunum sé lokið en rannsókn á veiðiaðferðunum sé eftir. Það er þetta sem er að, því þetta er hundalógík - alvarleiki drápanna byggir á veiðiaðferðunum. Þá er ekki heldur hægt að segja að ákveðnir þættir í rannsóknarskyldu stjórnvalds, rannsókn á drápunum, nægi til að taka ákvörðun, en um leið að önnur atriði, veiðiaðferðirnar, eigi að rannsaka betur og þær verði rannsökuð að ákvörðun tekinni. Stjórnvaldið þarf að hafa fullrannsakað mál til að taka ákvörðun. Auðvitað getur stjórnvald alltaf snúið fyrri ákvörðun við, í prinsippinu, en til þess þarf gerbreyttar forsendur, nýjar upplýsingar, nýja rannsókn og vönduð vinnubrögð (munum hvernig fór fyrir Sigríði Andersen þegar hún víxlaði röðinni á landsréttardómurunum. Þá var rannsókn ráðuneytisins ábótavant fyrir svo afdrifaríka ákvörðun). Ég vil taka fram að gefnu tilefni að ég er andstæðingur hvalveiða, en vil líka búa í réttarríki. Ég tel ekki að einar reglur eigi að gilda fyrir góðan málstað, en aðrar fyrir vondan. Höfundur er stjórnsýslufræðingur og starfar við ReykjavíkurAkademíuna.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar