Ekki aka á mig - ég er í vinnunni! Sævar Helgi Lárusson skrifar 23. júní 2023 14:30 Vegakerfi landsins er afar mikilvægur partur af innviðakerfi samfélagsins. Það tengir fólk og staði saman og öll nýtum við vegina á einn eða annan hátt. Vegagerðin er veghaldari þjóðvega á Íslandi sem eru um 13 þúsund km að lengd. Sveitarfélögin reka sveitarfélagsvegi innan þéttbýlis sem ekki teljast til þjóðvega og einnig fyrirfinnast nokkrir einkavegir hér á landi. Viðhaldsþörf þessa kerfis er mikil og fjölmargir starfsmenn, bæði Vegagerðarinnar og verktaka hennar ásamt starfsmönnum annarra veghaldara, vinna löngum stundum á vegum landsins. Þeir eru að vinna fyrir okkur öll, sinna ýmsum smáum og stórum verkum eins og að laga holur, skilti og stikur. Merkja yfirborð og svo öll þau stærri verk sem sinna þarf. Það er óþægileg tilfinning að standa við eða á vegi þar sem umferð er hröð, þar getur verið stutt á milli feigs og ófeigs. Líkur á að óvarinn vegfarandi slasist alvarlega í árekstri við ökutæki aukast afar hratt með meiri hraða. Rannsóknir sýna að um 10% líkur eru á banaslysi ef bifreið er ekið á gangandi vegfaranda á 37 km/klst., 50% líkur eru á banaslysi ef hraðinn er 59 km/klst. og 90% líkur ef hraðinn er 80 km/klst . Þetta eru ógnvænlegar tölur. Starfsmenn sem sinna viðhaldi vega beita ýmsum vörnum. Þeir eru í sýnileikafatnaði, setja upp skilti vegfarendum til varnaðar og eru á sérmerktum bifreiðum með viðvörunarljós kveikt svo eitthvað sé nefnt. Á umferðarmeiri vegum eru þeir einnig varðir með varnarbifreið, en á henni er áfastur árekstrarpúði til þess að milda högg ef á hann er ekið og varna því að ekið sé inn á framkvæmdarsvæði. Við stærri framkvæmdir eru svo víðtækari varnir settar upp, svo sem hjáleiðir, vegtálmar, gátskildir eða umferðarstýring svo eitthvað sé nefnt. Í 36. gr. umferðarlaganna er sett sérstök skylda á ökumann að aka nægjanlega hægt miðað við aðstæður þar sem vegavinna fer fram. Þessi varúðarráðstöfun er bæði fyrir starfsmennina sem og vegfarendurnar sjálfa. Það liggur í hlutarins eðli að meðan unnið er á og við veg geta skapast óvæntar aðstæður sem geta valdið hættu fyrir alla á svæðinu. Vegsýn er oft skert og þörf á að fara yfir á öfugan vegarhelming. Oft hefur hurð skollið nærri hælum og jafnvel á hælinn sjálfan. Það er því afar mikilvægt að vegfarendur sýni tillitssemi þegar ekið er um framkvæmdasvæði, lækki hraðann, eða jafnvel stöðvi þegar svo ber við og haldi fullri athygli allan tímann við aksturinn. Það er nokkuð víst að betra er að koma aðeins of seint á áfangastað en aldrei. Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Slysavarnir Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Vegakerfi landsins er afar mikilvægur partur af innviðakerfi samfélagsins. Það tengir fólk og staði saman og öll nýtum við vegina á einn eða annan hátt. Vegagerðin er veghaldari þjóðvega á Íslandi sem eru um 13 þúsund km að lengd. Sveitarfélögin reka sveitarfélagsvegi innan þéttbýlis sem ekki teljast til þjóðvega og einnig fyrirfinnast nokkrir einkavegir hér á landi. Viðhaldsþörf þessa kerfis er mikil og fjölmargir starfsmenn, bæði Vegagerðarinnar og verktaka hennar ásamt starfsmönnum annarra veghaldara, vinna löngum stundum á vegum landsins. Þeir eru að vinna fyrir okkur öll, sinna ýmsum smáum og stórum verkum eins og að laga holur, skilti og stikur. Merkja yfirborð og svo öll þau stærri verk sem sinna þarf. Það er óþægileg tilfinning að standa við eða á vegi þar sem umferð er hröð, þar getur verið stutt á milli feigs og ófeigs. Líkur á að óvarinn vegfarandi slasist alvarlega í árekstri við ökutæki aukast afar hratt með meiri hraða. Rannsóknir sýna að um 10% líkur eru á banaslysi ef bifreið er ekið á gangandi vegfaranda á 37 km/klst., 50% líkur eru á banaslysi ef hraðinn er 59 km/klst. og 90% líkur ef hraðinn er 80 km/klst . Þetta eru ógnvænlegar tölur. Starfsmenn sem sinna viðhaldi vega beita ýmsum vörnum. Þeir eru í sýnileikafatnaði, setja upp skilti vegfarendum til varnaðar og eru á sérmerktum bifreiðum með viðvörunarljós kveikt svo eitthvað sé nefnt. Á umferðarmeiri vegum eru þeir einnig varðir með varnarbifreið, en á henni er áfastur árekstrarpúði til þess að milda högg ef á hann er ekið og varna því að ekið sé inn á framkvæmdarsvæði. Við stærri framkvæmdir eru svo víðtækari varnir settar upp, svo sem hjáleiðir, vegtálmar, gátskildir eða umferðarstýring svo eitthvað sé nefnt. Í 36. gr. umferðarlaganna er sett sérstök skylda á ökumann að aka nægjanlega hægt miðað við aðstæður þar sem vegavinna fer fram. Þessi varúðarráðstöfun er bæði fyrir starfsmennina sem og vegfarendurnar sjálfa. Það liggur í hlutarins eðli að meðan unnið er á og við veg geta skapast óvæntar aðstæður sem geta valdið hættu fyrir alla á svæðinu. Vegsýn er oft skert og þörf á að fara yfir á öfugan vegarhelming. Oft hefur hurð skollið nærri hælum og jafnvel á hælinn sjálfan. Það er því afar mikilvægt að vegfarendur sýni tillitssemi þegar ekið er um framkvæmdasvæði, lækki hraðann, eða jafnvel stöðvi þegar svo ber við og haldi fullri athygli allan tímann við aksturinn. Það er nokkuð víst að betra er að koma aðeins of seint á áfangastað en aldrei. Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun