Ekki aka á mig - ég er í vinnunni! Sævar Helgi Lárusson skrifar 23. júní 2023 14:30 Vegakerfi landsins er afar mikilvægur partur af innviðakerfi samfélagsins. Það tengir fólk og staði saman og öll nýtum við vegina á einn eða annan hátt. Vegagerðin er veghaldari þjóðvega á Íslandi sem eru um 13 þúsund km að lengd. Sveitarfélögin reka sveitarfélagsvegi innan þéttbýlis sem ekki teljast til þjóðvega og einnig fyrirfinnast nokkrir einkavegir hér á landi. Viðhaldsþörf þessa kerfis er mikil og fjölmargir starfsmenn, bæði Vegagerðarinnar og verktaka hennar ásamt starfsmönnum annarra veghaldara, vinna löngum stundum á vegum landsins. Þeir eru að vinna fyrir okkur öll, sinna ýmsum smáum og stórum verkum eins og að laga holur, skilti og stikur. Merkja yfirborð og svo öll þau stærri verk sem sinna þarf. Það er óþægileg tilfinning að standa við eða á vegi þar sem umferð er hröð, þar getur verið stutt á milli feigs og ófeigs. Líkur á að óvarinn vegfarandi slasist alvarlega í árekstri við ökutæki aukast afar hratt með meiri hraða. Rannsóknir sýna að um 10% líkur eru á banaslysi ef bifreið er ekið á gangandi vegfaranda á 37 km/klst., 50% líkur eru á banaslysi ef hraðinn er 59 km/klst. og 90% líkur ef hraðinn er 80 km/klst . Þetta eru ógnvænlegar tölur. Starfsmenn sem sinna viðhaldi vega beita ýmsum vörnum. Þeir eru í sýnileikafatnaði, setja upp skilti vegfarendum til varnaðar og eru á sérmerktum bifreiðum með viðvörunarljós kveikt svo eitthvað sé nefnt. Á umferðarmeiri vegum eru þeir einnig varðir með varnarbifreið, en á henni er áfastur árekstrarpúði til þess að milda högg ef á hann er ekið og varna því að ekið sé inn á framkvæmdarsvæði. Við stærri framkvæmdir eru svo víðtækari varnir settar upp, svo sem hjáleiðir, vegtálmar, gátskildir eða umferðarstýring svo eitthvað sé nefnt. Í 36. gr. umferðarlaganna er sett sérstök skylda á ökumann að aka nægjanlega hægt miðað við aðstæður þar sem vegavinna fer fram. Þessi varúðarráðstöfun er bæði fyrir starfsmennina sem og vegfarendurnar sjálfa. Það liggur í hlutarins eðli að meðan unnið er á og við veg geta skapast óvæntar aðstæður sem geta valdið hættu fyrir alla á svæðinu. Vegsýn er oft skert og þörf á að fara yfir á öfugan vegarhelming. Oft hefur hurð skollið nærri hælum og jafnvel á hælinn sjálfan. Það er því afar mikilvægt að vegfarendur sýni tillitssemi þegar ekið er um framkvæmdasvæði, lækki hraðann, eða jafnvel stöðvi þegar svo ber við og haldi fullri athygli allan tímann við aksturinn. Það er nokkuð víst að betra er að koma aðeins of seint á áfangastað en aldrei. Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Slysavarnir Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Vegakerfi landsins er afar mikilvægur partur af innviðakerfi samfélagsins. Það tengir fólk og staði saman og öll nýtum við vegina á einn eða annan hátt. Vegagerðin er veghaldari þjóðvega á Íslandi sem eru um 13 þúsund km að lengd. Sveitarfélögin reka sveitarfélagsvegi innan þéttbýlis sem ekki teljast til þjóðvega og einnig fyrirfinnast nokkrir einkavegir hér á landi. Viðhaldsþörf þessa kerfis er mikil og fjölmargir starfsmenn, bæði Vegagerðarinnar og verktaka hennar ásamt starfsmönnum annarra veghaldara, vinna löngum stundum á vegum landsins. Þeir eru að vinna fyrir okkur öll, sinna ýmsum smáum og stórum verkum eins og að laga holur, skilti og stikur. Merkja yfirborð og svo öll þau stærri verk sem sinna þarf. Það er óþægileg tilfinning að standa við eða á vegi þar sem umferð er hröð, þar getur verið stutt á milli feigs og ófeigs. Líkur á að óvarinn vegfarandi slasist alvarlega í árekstri við ökutæki aukast afar hratt með meiri hraða. Rannsóknir sýna að um 10% líkur eru á banaslysi ef bifreið er ekið á gangandi vegfaranda á 37 km/klst., 50% líkur eru á banaslysi ef hraðinn er 59 km/klst. og 90% líkur ef hraðinn er 80 km/klst . Þetta eru ógnvænlegar tölur. Starfsmenn sem sinna viðhaldi vega beita ýmsum vörnum. Þeir eru í sýnileikafatnaði, setja upp skilti vegfarendum til varnaðar og eru á sérmerktum bifreiðum með viðvörunarljós kveikt svo eitthvað sé nefnt. Á umferðarmeiri vegum eru þeir einnig varðir með varnarbifreið, en á henni er áfastur árekstrarpúði til þess að milda högg ef á hann er ekið og varna því að ekið sé inn á framkvæmdarsvæði. Við stærri framkvæmdir eru svo víðtækari varnir settar upp, svo sem hjáleiðir, vegtálmar, gátskildir eða umferðarstýring svo eitthvað sé nefnt. Í 36. gr. umferðarlaganna er sett sérstök skylda á ökumann að aka nægjanlega hægt miðað við aðstæður þar sem vegavinna fer fram. Þessi varúðarráðstöfun er bæði fyrir starfsmennina sem og vegfarendurnar sjálfa. Það liggur í hlutarins eðli að meðan unnið er á og við veg geta skapast óvæntar aðstæður sem geta valdið hættu fyrir alla á svæðinu. Vegsýn er oft skert og þörf á að fara yfir á öfugan vegarhelming. Oft hefur hurð skollið nærri hælum og jafnvel á hælinn sjálfan. Það er því afar mikilvægt að vegfarendur sýni tillitssemi þegar ekið er um framkvæmdasvæði, lækki hraðann, eða jafnvel stöðvi þegar svo ber við og haldi fullri athygli allan tímann við aksturinn. Það er nokkuð víst að betra er að koma aðeins of seint á áfangastað en aldrei. Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar