Færeyingar tryggðu sér sigur í milliriðlinum og gætu mætt Íslandi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júní 2023 15:12 Færeyingar eru komnir í átta liða úrslit HM U21 árs landsliða í handbolta. IHF Færeyingar tryggðu sér í dag sigur í milliriðli II á heimsmeistaramóti U21 árs landsliða karla í handbolta með nokkuð öruggum átta marka sigri gegn Portúgal, 27-19. Fyrir leikinn var ljóst að bæði Færeyjar og Portúgal höfðu tryggt sér sæti í átta liða úrslitum mótsins og liðin kepptu því aðeins um efsta sæti riðilsins. Liðin sem fara áfram úr milliriðli II mæta liðum úr milliriðli IV þar sem Ísland berst í þessum rituðu orðum um sæti í átta liða úrslitum. Færeyingar höfðu nokkuð góð tök á leiknum í dag og leiddu nánast frá fyrstu mínútu. Staðan í hálfleik var 15-10, Færeyjum í vil og portúgalska liðið virtist í raun aldrei líklegt til að ógna forskoti Færeyinga af nokkru viti. Fór það því svo að Færeyjar unnu að lokum nokkuð öruggan átta marka sigur, 27-19, og tryggðu sér um leið efsta sæti riðilsins. Það er því ljóst að Færeyjar mæta liðinu sem endar í öðru sæti milliriðils IV, sem verða að öllum líkindum Serbar. Bjarni í Selvindi og Bogi Hansen voru markahæstir í liði Færeyja með átta mörk hvor, en í liði Portúgal var André Sousa atkvæðamestur með fjögur. Nú þegar þetta er ritað eru íslensku strákarnir með örugga forystu gegn Egyptum og eru því komnir langleiðina með að tryggja sér efsta sæti milliriðils IV og munu því mæta Portúgal í átta liða úrslitum ef ekkert breytist. Handbolti Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira
Fyrir leikinn var ljóst að bæði Færeyjar og Portúgal höfðu tryggt sér sæti í átta liða úrslitum mótsins og liðin kepptu því aðeins um efsta sæti riðilsins. Liðin sem fara áfram úr milliriðli II mæta liðum úr milliriðli IV þar sem Ísland berst í þessum rituðu orðum um sæti í átta liða úrslitum. Færeyingar höfðu nokkuð góð tök á leiknum í dag og leiddu nánast frá fyrstu mínútu. Staðan í hálfleik var 15-10, Færeyjum í vil og portúgalska liðið virtist í raun aldrei líklegt til að ógna forskoti Færeyinga af nokkru viti. Fór það því svo að Færeyjar unnu að lokum nokkuð öruggan átta marka sigur, 27-19, og tryggðu sér um leið efsta sæti riðilsins. Það er því ljóst að Færeyjar mæta liðinu sem endar í öðru sæti milliriðils IV, sem verða að öllum líkindum Serbar. Bjarni í Selvindi og Bogi Hansen voru markahæstir í liði Færeyja með átta mörk hvor, en í liði Portúgal var André Sousa atkvæðamestur með fjögur. Nú þegar þetta er ritað eru íslensku strákarnir með örugga forystu gegn Egyptum og eru því komnir langleiðina með að tryggja sér efsta sæti milliriðils IV og munu því mæta Portúgal í átta liða úrslitum ef ekkert breytist.
Handbolti Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira