„Það sem höfðingjarnir hafast að - hinir ætla að þeim leyfist það“ Bergljót Davíðsdóttir skrifar 26. júní 2023 16:30 „Það sem höfðingjarnir hafast að - hinir ætla að þeim leyfist það,“ kvað Hallgrímur Pétursson fyrir tveimur öldum. Það á jafn vel við nú að hugsa til orðtaks sálmaskáldsins, rétt eins og þá. Íslendingar virðast endalaust láta þá sem völdin hafa komast upp með að brjóta lög án þess að höfðingjarnir gjaldi fyrir það. Birna Einarsdóttir sér ekkert athugavert við að semja um sekt yfir rúman milljarð, sem hún greiðir ekki úr eigin vasa heldur tekur úr sjóðum bankans sem henni er treyst til að stjórna og fær himinhá laun fyrir þá ábyrgð sem hún ekki axlar. Hvað er það annað en þjófnaður? Hvar eru mörkin? Að ganga í sjóði sem mönnum er treyst fyrir og nota til að greiða fyrir eigin mistök getur ekki verið löglegt. Ég yrði dregin fyrir dóm ef ég snerti fé sem ég ekki á og notaði í eigin þágu og fengi dóm sem ég yrði að hlýta og ætti mér ekki viðreisnar von. Og mannorð mitt lagt í rúst! Siðblindan er orðin allgjör meðal valdhafa, sem síðan smitar okkur öll. Birna er ekki eini siðblindinginn, en hroki hennar er algjör. Hún veit af reynslu að hún kemst upp með þetta; nema við komum í veg fyrir það því ráðamenn munu ekkert gera. Hvað er að okkur? Ætlum við að láta þetta viðgangast? Þjóðin á í bankanum og ætlar stjórn bankans ekkert að gera Hvað finnst þeim sem eiga hlutabréf í bankanum um að eign þeirra rýrni vegna þessa, en hlutabréf í bankanum lækkuðu umtalsvert? Nei almenningur er orðin svo dofinn að enginn kraftur er í mönnum að rísa upp og mótmæla nema hér á síðum. Síðan lognast umræðan út af og nýtt hneykslismál fær athyglina. Ætlum við ekki að hrista af okkur meðvitundarleysið og dofann, sem stjórnvöld með taktvissri vitund hefur smátt og mátt valdið til að draga úr okkur kraft og þor? Ef einhver döngun væri í okkur, einhver réttlætiskennd funaði upp innra, samstaða og frumkvæði væri fyrir hendi myndum við safnast saman og berja bumbur eins lengi og þyrfti til að þeir sem skaða okkur fjárhagslega axli sína ábyrgð.Er ekki tími til kominn að við sem nýtum það eina vald sem við höfum með samstöðu, snúa bökum saman og krefjast réttlætis? Hver ætlar að taka af skarið og stíga fram? Ég er með, en þið sem yngri eruð og hafið kraftinn og þau áhrif sem nafn ykkar gefur, standið nú upp! Höfundur er blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
„Það sem höfðingjarnir hafast að - hinir ætla að þeim leyfist það,“ kvað Hallgrímur Pétursson fyrir tveimur öldum. Það á jafn vel við nú að hugsa til orðtaks sálmaskáldsins, rétt eins og þá. Íslendingar virðast endalaust láta þá sem völdin hafa komast upp með að brjóta lög án þess að höfðingjarnir gjaldi fyrir það. Birna Einarsdóttir sér ekkert athugavert við að semja um sekt yfir rúman milljarð, sem hún greiðir ekki úr eigin vasa heldur tekur úr sjóðum bankans sem henni er treyst til að stjórna og fær himinhá laun fyrir þá ábyrgð sem hún ekki axlar. Hvað er það annað en þjófnaður? Hvar eru mörkin? Að ganga í sjóði sem mönnum er treyst fyrir og nota til að greiða fyrir eigin mistök getur ekki verið löglegt. Ég yrði dregin fyrir dóm ef ég snerti fé sem ég ekki á og notaði í eigin þágu og fengi dóm sem ég yrði að hlýta og ætti mér ekki viðreisnar von. Og mannorð mitt lagt í rúst! Siðblindan er orðin allgjör meðal valdhafa, sem síðan smitar okkur öll. Birna er ekki eini siðblindinginn, en hroki hennar er algjör. Hún veit af reynslu að hún kemst upp með þetta; nema við komum í veg fyrir það því ráðamenn munu ekkert gera. Hvað er að okkur? Ætlum við að láta þetta viðgangast? Þjóðin á í bankanum og ætlar stjórn bankans ekkert að gera Hvað finnst þeim sem eiga hlutabréf í bankanum um að eign þeirra rýrni vegna þessa, en hlutabréf í bankanum lækkuðu umtalsvert? Nei almenningur er orðin svo dofinn að enginn kraftur er í mönnum að rísa upp og mótmæla nema hér á síðum. Síðan lognast umræðan út af og nýtt hneykslismál fær athyglina. Ætlum við ekki að hrista af okkur meðvitundarleysið og dofann, sem stjórnvöld með taktvissri vitund hefur smátt og mátt valdið til að draga úr okkur kraft og þor? Ef einhver döngun væri í okkur, einhver réttlætiskennd funaði upp innra, samstaða og frumkvæði væri fyrir hendi myndum við safnast saman og berja bumbur eins lengi og þyrfti til að þeir sem skaða okkur fjárhagslega axli sína ábyrgð.Er ekki tími til kominn að við sem nýtum það eina vald sem við höfum með samstöðu, snúa bökum saman og krefjast réttlætis? Hver ætlar að taka af skarið og stíga fram? Ég er með, en þið sem yngri eruð og hafið kraftinn og þau áhrif sem nafn ykkar gefur, standið nú upp! Höfundur er blaðamaður.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar