Bjarni beri fulla ábyrgð á straumi fólks frá Venesúela hingað Jakob Bjarnar skrifar 27. júní 2023 13:23 Jóhann Páll er gáttaður á Bjarna, hvernig hann kjósi að leggja útlendingamálin upp með að þar ríki algert stjórnleysi. „Um málefnasviðsvið sem hans flokkur hefur farið með í tíu ár og mistekist að koma stjórn á.“ vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er gáttaður á því sem hann vill meina að sé afar misvísandi málflutningur Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Jóhann Páll fylgdist, líkt og svo margir aðrir, með hressilegu Pallborði Vísis í morgun en þar sátu fyrir svörum leiðtogar stjórnarflokkanna, þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Jóhann Páll hnaut ekki síst um það sem Bjarni hafði um innflytjendamál að segja. „Þessi umræða um Venesúelafólk var mögnuð,“ segir Jóhann Páll í samtali við Vísi. Yfirgengileg og misvísandi umræða Að sögn þingmannsins var það á vakt Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu 2018 sem tekin var sérstök ákvörðun um að veita umsækjendum frá Venesúela sérstaka meðferð. „Og samþykkja hverja einustu umsókn óháð einstaklingsbundnum aðstæðum fólksins. Mjög afdrifarík ákvörðun – en nú er talað um þessar umsóknir venesúelskra ríkisborgara í algeru samhengisleysi, eins og ríkisstjórnin hafi ekkert með þetta að gera?!“ Jóhann Páll vísar hér sérstaklega til ummæla Bjarna um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd: „Það er stjórnleysi í málaflokknum, sagði Bjarni. Um málefnasviðsvið sem hans flokkur hefur farið með í tíu ár og mistekist að koma stjórn á.“ Að mati þingmannsins er umræðan um umsóknir frá Venesúela með miklum ólíkindum og slitin úr öllu samhengi. Ákvörðunin sem tekin var, á vakt Sjálfstæðisflokksins, hafi reynst afdrifarík. „Ísland var eina Evrópuríkið sem ákvað að afgreiða umsóknir venesúelskra ríkisborgara með þessum hætti, veita þeim viðbótarvernd skilyrðislaust, og senda fólkinu þannig skýr skilaboð um að leita hingað.“ Flumbrukennd og ábyrgðarlaus pólitík Jóhann Páll segir að fyrir vikið hafi til að mynda íslenskum stjórnvöldum borist 1.184 umsóknir frá ríkisborgurum Venesúela í fyrra meðan slíkar umsóknir voru 94 í Noregi, 72 í Svíþjóð og 5 í Finnlandi. „Það var líka afdrifarík ákvörðun að stöðva afgreiðslu allra Venesúelaumsókna. Á meðan má fólk ekki vinna, er í skammtímabúsetuúrræðum og ríkissjóður borgar í stað þess að fólk komist til vinnu og geti sjálft aflað sér viðurværis,“ segir Jóhann Páll og er gáttaður á því hvernig formaður Sjálfstæðisflokksins kýs að leggja málin upp. „Allt er þetta afleiðingin af „stjórnleysi“, flumbrukenndri og ábyrgðarlausri pólitík Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum. Það verður að skipta um kúrs í dómsmálaráðuneytinu. Munum líka að fjársveltir innviðir og fjársvelt grunnþjónusta er stjórnmálamönnum en ekki flóttamönnum að kenna.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Innflytjendamál Pallborðið Tengdar fréttir Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34 Formenn ræddu ágreinings- og átakamál í Pallborðinu á Vísi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mæta í Pallborðið á Vísi klukkan 8.30 til að ræða ýmis stór mál sem hafa reynst ríkisstjórninni erfið. 27. júní 2023 07:19 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Jóhann Páll fylgdist, líkt og svo margir aðrir, með hressilegu Pallborði Vísis í morgun en þar sátu fyrir svörum leiðtogar stjórnarflokkanna, þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Jóhann Páll hnaut ekki síst um það sem Bjarni hafði um innflytjendamál að segja. „Þessi umræða um Venesúelafólk var mögnuð,“ segir Jóhann Páll í samtali við Vísi. Yfirgengileg og misvísandi umræða Að sögn þingmannsins var það á vakt Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu 2018 sem tekin var sérstök ákvörðun um að veita umsækjendum frá Venesúela sérstaka meðferð. „Og samþykkja hverja einustu umsókn óháð einstaklingsbundnum aðstæðum fólksins. Mjög afdrifarík ákvörðun – en nú er talað um þessar umsóknir venesúelskra ríkisborgara í algeru samhengisleysi, eins og ríkisstjórnin hafi ekkert með þetta að gera?!“ Jóhann Páll vísar hér sérstaklega til ummæla Bjarna um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd: „Það er stjórnleysi í málaflokknum, sagði Bjarni. Um málefnasviðsvið sem hans flokkur hefur farið með í tíu ár og mistekist að koma stjórn á.“ Að mati þingmannsins er umræðan um umsóknir frá Venesúela með miklum ólíkindum og slitin úr öllu samhengi. Ákvörðunin sem tekin var, á vakt Sjálfstæðisflokksins, hafi reynst afdrifarík. „Ísland var eina Evrópuríkið sem ákvað að afgreiða umsóknir venesúelskra ríkisborgara með þessum hætti, veita þeim viðbótarvernd skilyrðislaust, og senda fólkinu þannig skýr skilaboð um að leita hingað.“ Flumbrukennd og ábyrgðarlaus pólitík Jóhann Páll segir að fyrir vikið hafi til að mynda íslenskum stjórnvöldum borist 1.184 umsóknir frá ríkisborgurum Venesúela í fyrra meðan slíkar umsóknir voru 94 í Noregi, 72 í Svíþjóð og 5 í Finnlandi. „Það var líka afdrifarík ákvörðun að stöðva afgreiðslu allra Venesúelaumsókna. Á meðan má fólk ekki vinna, er í skammtímabúsetuúrræðum og ríkissjóður borgar í stað þess að fólk komist til vinnu og geti sjálft aflað sér viðurværis,“ segir Jóhann Páll og er gáttaður á því hvernig formaður Sjálfstæðisflokksins kýs að leggja málin upp. „Allt er þetta afleiðingin af „stjórnleysi“, flumbrukenndri og ábyrgðarlausri pólitík Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum. Það verður að skipta um kúrs í dómsmálaráðuneytinu. Munum líka að fjársveltir innviðir og fjársvelt grunnþjónusta er stjórnmálamönnum en ekki flóttamönnum að kenna.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Innflytjendamál Pallborðið Tengdar fréttir Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34 Formenn ræddu ágreinings- og átakamál í Pallborðinu á Vísi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mæta í Pallborðið á Vísi klukkan 8.30 til að ræða ýmis stór mál sem hafa reynst ríkisstjórninni erfið. 27. júní 2023 07:19 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34
Formenn ræddu ágreinings- og átakamál í Pallborðinu á Vísi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mæta í Pallborðið á Vísi klukkan 8.30 til að ræða ýmis stór mál sem hafa reynst ríkisstjórninni erfið. 27. júní 2023 07:19