Kostar 300.000 fyrir hvern strák að spila á HM en hægt að safna Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2023 08:01 Strákarnir í U21-landsliði Íslands hafa verið að gera frábæra hluti á HM og eru nú mættir til Berlínar til að takast á við Portúgal í 8-liða úrslitum. IHF.info Árangur íslenska U21-landsliðsins í handbolta karla, sem komið er í 8-liða úrslit á HM, er í samræmi við fjárhagsáætlanir HSÍ. Gert er ráð fyrir að leikmenn útvegi 300.000 krónur hver vegna kostnaðar við mótið. HSÍ teflir fram landsliðum á fjórum stórmótum yngri landsliða í sumar. Kostnaður við mótin er mishár en Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að vegna HM U21 karla þurfi leikmenn að útvega 300.000 krónur hver, af um hálfrar milljónar kostnaði sem þátttaka leikmanns í mótinu feli í sér. Róbert segir að sama þak hafi verið sett fyrir leikmenn allra yngri landsliðanna, það er að segja 300.000 krónur, þó að kostnaður við sum mót sé hærri en við önnur. Ferðalögin séu dýr og til að mynda hafi U21-landsliðið þurft að ferðast til Grikklands en það er nú komið til Berlínar í Þýskalandi vegna 8-liða úrslitanna gegn Portúgal á morgun. Geta safnað styrkjum hjá fyrirtækjum U19 landslið karla spilar á HM í Króatíu í ágúst, U19-landslið kvenna spilar á EM í Rúmeníu í júlí, og U17-landslið kvenna spilar á EM í Svartfjallalandi í ágúst, og því um talsverð ferðalög að ræða. Leikmenn geta safnað styrkjum til að vega upp á móti 300.000 króna kostnaðinum. Það gera þeir með því að safna styrkjum frá fyrirtækjum sem á móti fá merki sitt í þakklætisauglýsingu frá HSÍ eftir að mótunum lýkur. Róbert segir að í mörgum tilfellum takist leikmönnum að safna fyrir allri upphæðinni með þessum hætti. Þátttöku á mótunum fylgi hins vegar einnig vinnutap og fleira sem geri það strembið fyrir leikmenn að taka þátt. Langhæsta úthlutunin dugar skammt HSÍ fær langhæstu úthlutun sérsambanda úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna ársins 2023, samkvæmt tilkynningu sjóðsins í janúar, eða 82,6 milljónir af þeim rúmu 500 milljónum sem úthlutað var. Sú upphæð dugar þó skammt eins og fyrr segir. Auk kostnaðar við yngri landslið þá sendi HSÍ eins og alþjóð veit karlalandsliðið á HM í Svíþjóð í janúar, og mun senda sama lið á EM í Þýskalandi í janúar. Þá sótti sambandið um boðssæti á HM kvenna sem fram fer á Norðurlöndum í desember, en ekki er ljóst hvaða þjóðir fá þau tvö boðssæti sem eru enn laus. Að minnsta kosti þrír leikir eftir í Berlín Íslenska U21-landsliðið heldur hins vegar áfram keppni sinni á HM í Berlín á morgun, kl. 13.45 að íslenskum tíma, með leik við Portúgal í 8-liða úrslitum, og spilar svo tvo leiki til viðbótar. Liðið spilar nefnilega aftur á laugardaginn, annað hvort í undanúrslitum eða í keppni um 5.-8. sæti, og lokaleikir mótsins eru svo á sunnudaginn þar sem endanlega verður spilað um sæti. Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
HSÍ teflir fram landsliðum á fjórum stórmótum yngri landsliða í sumar. Kostnaður við mótin er mishár en Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að vegna HM U21 karla þurfi leikmenn að útvega 300.000 krónur hver, af um hálfrar milljónar kostnaði sem þátttaka leikmanns í mótinu feli í sér. Róbert segir að sama þak hafi verið sett fyrir leikmenn allra yngri landsliðanna, það er að segja 300.000 krónur, þó að kostnaður við sum mót sé hærri en við önnur. Ferðalögin séu dýr og til að mynda hafi U21-landsliðið þurft að ferðast til Grikklands en það er nú komið til Berlínar í Þýskalandi vegna 8-liða úrslitanna gegn Portúgal á morgun. Geta safnað styrkjum hjá fyrirtækjum U19 landslið karla spilar á HM í Króatíu í ágúst, U19-landslið kvenna spilar á EM í Rúmeníu í júlí, og U17-landslið kvenna spilar á EM í Svartfjallalandi í ágúst, og því um talsverð ferðalög að ræða. Leikmenn geta safnað styrkjum til að vega upp á móti 300.000 króna kostnaðinum. Það gera þeir með því að safna styrkjum frá fyrirtækjum sem á móti fá merki sitt í þakklætisauglýsingu frá HSÍ eftir að mótunum lýkur. Róbert segir að í mörgum tilfellum takist leikmönnum að safna fyrir allri upphæðinni með þessum hætti. Þátttöku á mótunum fylgi hins vegar einnig vinnutap og fleira sem geri það strembið fyrir leikmenn að taka þátt. Langhæsta úthlutunin dugar skammt HSÍ fær langhæstu úthlutun sérsambanda úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna ársins 2023, samkvæmt tilkynningu sjóðsins í janúar, eða 82,6 milljónir af þeim rúmu 500 milljónum sem úthlutað var. Sú upphæð dugar þó skammt eins og fyrr segir. Auk kostnaðar við yngri landslið þá sendi HSÍ eins og alþjóð veit karlalandsliðið á HM í Svíþjóð í janúar, og mun senda sama lið á EM í Þýskalandi í janúar. Þá sótti sambandið um boðssæti á HM kvenna sem fram fer á Norðurlöndum í desember, en ekki er ljóst hvaða þjóðir fá þau tvö boðssæti sem eru enn laus. Að minnsta kosti þrír leikir eftir í Berlín Íslenska U21-landsliðið heldur hins vegar áfram keppni sinni á HM í Berlín á morgun, kl. 13.45 að íslenskum tíma, með leik við Portúgal í 8-liða úrslitum, og spilar svo tvo leiki til viðbótar. Liðið spilar nefnilega aftur á laugardaginn, annað hvort í undanúrslitum eða í keppni um 5.-8. sæti, og lokaleikir mótsins eru svo á sunnudaginn þar sem endanlega verður spilað um sæti.
Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira