Gasklefar á Íslandi Rósa Líf Darradóttir skrifar 28. júní 2023 09:31 Í mánuðinum birtist grein í Bændablaðinu um kvalafullan dauða svína í erlendum sláturhúsum. Umfjöllunin kemur í kjölfar birtingu myndbanda úr sláturhúsum sem sýna hóp svína engjast um í gasklefum. En það er ekki bara í útlöndum þar sem menn fara illa með dýr. Á Íslandi er þetta algengasta aðferðin við slátrun svína. Um 90% af þeim svínum sem slátrað er á Íslandi enda líf sitt í hræðilegum gasklefanum. Niðurstaða Evrópsku matvælaöryggisstofnunnar liggur fyrir, notkun gasklefa við slátrun svína er alvarlegt velferðarmál þar sem aðferðin veldur ótta, streitu og sársauka. Geldingar og halaklippingar Þegar halaklippingar bera á góma hæla svínabændur sér gjarnan af því að andstyggilegar geldingar hafi lagst af. Áður voru eistu grísa klippt af án deyfingar við þriggja daga aldur. Það er einkennilegt að svínabændur hrósi sér af þessu en þeir stóðu gegnþeirri þróun á sínum tíma. Það er margra ára baráttu dýraverndunarsinna að þakka að geldingum án deyfinga var hætt árið 2014. Eftir það sóttu svínabændur um undanþágu frá kröfu um deyfingu við geldingar sem blessunarlega var hafnað. Grísum eru gefin verkjalyf um munn áður en hali þeirra er klipptur. Það er fráleitt að halda því fram að hefðbundin verkjalyf slái á þann nístandi sársauka sem fylgir þegar klippt er í gegnum bein. Það er álíka fráleitt að halda því fram að slík lyfjagjöf sé nægileg verkjastilling fyrir geldingu líkt og svínabændur gerðu. Hrollvekjan á bak við beikonið Svín eru kæfð til meðvitundarleysis með gasi fyrir slátrun. Orðin sem notuð eru yfir þetta ferli eru “svæfing” eða “deyfing” sem getur til kynna að ferlið sé friðsælt og sársaukalaust. Okkur er seld hugmyndin sú að allt saman sé þetta mannúðlegt. Usplash/Phoenix Han En ferlið er alger hrollvekja í raun. Hópur svína er rekinn inn í klefa sem er látinn síga niður í pytt. Pytturinn er fylltur koltvíoxíði. Gasið myndar sýru þegar það kemst í snertingu við blautar slímhúðir. Það veldur sviða og sársauka. Dýrin upplifa andþyngsli og köfnunartilfinningu. Það getur tekið allt að 60 sekúndur að kæfa dýrin til meðvitundarleysis. Þessar sekúndur eru fullar af örvæntingarfullum tilraunum til að brjótast út úr þessum hræðilegu aðstæðum. Heltekin vísa þau trýnum sínum upp í gegnum rimlana á klefanum meðvituð um að rétt fyrir ofan er súrefni að finna. Þau berjast um þar til yfir lýkur. Á Íslandi eru tvöhundruð svínum slátrað daglega með þessum hætti. Þetta er hið raunverulega gjald á bak við íslenska beikonið, pepperonið, pulsuna og skinkuna. Veljum og vitum betur Upplýsingum um þetta er markvisst haldið frá neytendum. Sterk hagsmunaöfl miða að því að aftengja kaupandann frá uppruna vörunnar. Nú er tími til að tengja. Svín eru ekkert öðruvísi en við eða hundar og kettir að því leytinu til að þau skynja umhverfi sitt og finna til í vondum aðstæðum. Þau eru tilfinningaverur sem gleðjast, hræðast, kvíða og sakna. Svín eru afar greind og geta lært að spila tölvuleiki og kunna að meta tónlist. Þau sýna félögum sínum samkennd. Maðurinn býr líka yfir þeim góða eiginleika. Veitum þessum eiginleika rými í ákvarðanatöku okkar. Hugum að því hvers konar framleiðslu við styðjum þegar við veljum ofan í matarkörfuna. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í mánuðinum birtist grein í Bændablaðinu um kvalafullan dauða svína í erlendum sláturhúsum. Umfjöllunin kemur í kjölfar birtingu myndbanda úr sláturhúsum sem sýna hóp svína engjast um í gasklefum. En það er ekki bara í útlöndum þar sem menn fara illa með dýr. Á Íslandi er þetta algengasta aðferðin við slátrun svína. Um 90% af þeim svínum sem slátrað er á Íslandi enda líf sitt í hræðilegum gasklefanum. Niðurstaða Evrópsku matvælaöryggisstofnunnar liggur fyrir, notkun gasklefa við slátrun svína er alvarlegt velferðarmál þar sem aðferðin veldur ótta, streitu og sársauka. Geldingar og halaklippingar Þegar halaklippingar bera á góma hæla svínabændur sér gjarnan af því að andstyggilegar geldingar hafi lagst af. Áður voru eistu grísa klippt af án deyfingar við þriggja daga aldur. Það er einkennilegt að svínabændur hrósi sér af þessu en þeir stóðu gegnþeirri þróun á sínum tíma. Það er margra ára baráttu dýraverndunarsinna að þakka að geldingum án deyfinga var hætt árið 2014. Eftir það sóttu svínabændur um undanþágu frá kröfu um deyfingu við geldingar sem blessunarlega var hafnað. Grísum eru gefin verkjalyf um munn áður en hali þeirra er klipptur. Það er fráleitt að halda því fram að hefðbundin verkjalyf slái á þann nístandi sársauka sem fylgir þegar klippt er í gegnum bein. Það er álíka fráleitt að halda því fram að slík lyfjagjöf sé nægileg verkjastilling fyrir geldingu líkt og svínabændur gerðu. Hrollvekjan á bak við beikonið Svín eru kæfð til meðvitundarleysis með gasi fyrir slátrun. Orðin sem notuð eru yfir þetta ferli eru “svæfing” eða “deyfing” sem getur til kynna að ferlið sé friðsælt og sársaukalaust. Okkur er seld hugmyndin sú að allt saman sé þetta mannúðlegt. Usplash/Phoenix Han En ferlið er alger hrollvekja í raun. Hópur svína er rekinn inn í klefa sem er látinn síga niður í pytt. Pytturinn er fylltur koltvíoxíði. Gasið myndar sýru þegar það kemst í snertingu við blautar slímhúðir. Það veldur sviða og sársauka. Dýrin upplifa andþyngsli og köfnunartilfinningu. Það getur tekið allt að 60 sekúndur að kæfa dýrin til meðvitundarleysis. Þessar sekúndur eru fullar af örvæntingarfullum tilraunum til að brjótast út úr þessum hræðilegu aðstæðum. Heltekin vísa þau trýnum sínum upp í gegnum rimlana á klefanum meðvituð um að rétt fyrir ofan er súrefni að finna. Þau berjast um þar til yfir lýkur. Á Íslandi eru tvöhundruð svínum slátrað daglega með þessum hætti. Þetta er hið raunverulega gjald á bak við íslenska beikonið, pepperonið, pulsuna og skinkuna. Veljum og vitum betur Upplýsingum um þetta er markvisst haldið frá neytendum. Sterk hagsmunaöfl miða að því að aftengja kaupandann frá uppruna vörunnar. Nú er tími til að tengja. Svín eru ekkert öðruvísi en við eða hundar og kettir að því leytinu til að þau skynja umhverfi sitt og finna til í vondum aðstæðum. Þau eru tilfinningaverur sem gleðjast, hræðast, kvíða og sakna. Svín eru afar greind og geta lært að spila tölvuleiki og kunna að meta tónlist. Þau sýna félögum sínum samkennd. Maðurinn býr líka yfir þeim góða eiginleika. Veitum þessum eiginleika rými í ákvarðanatöku okkar. Hugum að því hvers konar framleiðslu við styðjum þegar við veljum ofan í matarkörfuna. Höfundur er læknir.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun