Messi samdi óvænt við bandaríska félagið þegar allir héldu að hann færi annað hvort heim til Barcelona eða í peningana í Sádi-Arabíu.
Eftir að Messi samdi við Miami félagið þá hafa margir gamlir vinir hans úr boltanum verið orðaðir við félagið. Það lítur út fyrir að nokkrir þeirra fá samning.
Bienvenido Tata
— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) June 28, 2023
El Club ha nombrado a Gerardo Martino como director técnico.
El técnico ganador de la MLS Cup y del premio al Entrenador del Año de la MLS, con experiencia con las selecciones de Argentina y México, FC Barcelona y más, se une al Club mientras se encuentra pic.twitter.com/RVFTjlQnYw
Nú síðast hefur Inter ráðið sér þjálfara og það er Argentínumaðurinn Gerardo Martino sem þekkir mjög vel til stórstjörnunnar.
Martino stýrði einmitt Messi hjá argentínska landsliðinu í tvö ár frá 2014-2016 sem og hjá Barcelona tímabilið 2013-14.
Martino tekur við starfinu af Phil Neville sem var rekinn fyrr í þessum mánuði.
„Gerardo ‚Tata' Martino er mjög virtur þjálfari í okkar sporti og ferilskráin hans talar sínu máli,“ sagði David Beckham um ráðninguna.
#InterMiamiCF have officially confirmed the appointment of Gerardo Martino as their new manager
— DAZN Canada (@DAZN_CA) June 28, 2023
Martino will be reunited with Lionel Messi for the third time (Barcelona & Argentina) pic.twitter.com/kGuDdpj7nv