Raunhæf varaleið fyrir Ísland á næsta HM Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2023 15:00 Ísland hefur einu sinni komist á HM og gerði þar jafntefli við Argentínu í fyrsta leik. Getty Nú er ljóst hvaða leið íslenska karlalandsliðið í fótbolta þarf að fara til að komast inn á heimsmeistaramótið sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada eftir þrjú ár. Ísland var með á HM í fyrsta og eina sinn sumarið 2018 í Rússlandi en var langt frá því að komast inn á HM í Katar sem fram fór í desember. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur nú staðfest hvernig fyrirkomulagið verður í undankeppninni fyrir næsta HM, og baráttan um farseðil til Ameríku hefst eftir lokakeppni EM næsta sumar. Tvær leiðir eru í boði fyrir Ísland inn á HM; í gegnum hina hefðbundnu undankeppni eða þá í gegnum Þjóðadeild auk umspils. Íslenska landsliðið er nú í miðri undankeppni fyrir EM. Leiðin á HM hefst ekki fyrr en að EM len það fer fram næsta sumar.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Undankeppni HM í Evrópu verður öll spiluð á árinu 2025. Spilað verður í 12 riðlum og komast sigurvegarar riðlanna beint á HM. Liðin tólf sem enda í 2. sæti fara í umspil, ásamt fjórum bestu liðunum sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni 2024-25 en enda ekki í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppninni. Þyrftu að vinna sinn riðil í Þjóðadeild Þjóðadeildin gæti þannig verið raunhæf varaleið fyrir Ísland til að komast á HM, eða alla vega í umspilið, ef Ísland nær ekki öðru af tveimur efstu sætunum í sínum riðli í undankeppninni. Ísland þyrfti vissulega að vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni, en það er að minnsta kosti mun auðveldara í B-deild en A-deild. Væntanlega verður dregið í riðla fyrir Þjóðadeildina í desember. Ísland leikur áfram í B-deild og er í 2. styrkleikaflokki, en í efsta flokki eru England, Tékkland, Austurríki og Wales. Það eru því sterkustu andstæðingarnir sem gætu staðið í vegi fyrir Íslandi. UEFA Nations League 2024 draw pots (one from each in group)League BPOT 1 Austria Czech R England WalesPOT 2 Finland Ukraine Iceland NorwayPOT 3 Slovenia R Ireland Albania MontenegroPOT 4 Georgia Greece Turkey Kazakhstan— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) January 25, 2023 Ef Ísland verður heppið með riðil og nær að vinna hann, haustið 2024, er nánast öruggt að það dugi liðinu til að komast í HM-umspilið, þar sem að sigurvegarar riðlanna í A-deild Þjóðadeildarinnar verða væntanlega í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppninni, og því þegar öruggir um sæti á HM eða í umspili. Þjóðadeild UEFA HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Sjá meira
Ísland var með á HM í fyrsta og eina sinn sumarið 2018 í Rússlandi en var langt frá því að komast inn á HM í Katar sem fram fór í desember. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur nú staðfest hvernig fyrirkomulagið verður í undankeppninni fyrir næsta HM, og baráttan um farseðil til Ameríku hefst eftir lokakeppni EM næsta sumar. Tvær leiðir eru í boði fyrir Ísland inn á HM; í gegnum hina hefðbundnu undankeppni eða þá í gegnum Þjóðadeild auk umspils. Íslenska landsliðið er nú í miðri undankeppni fyrir EM. Leiðin á HM hefst ekki fyrr en að EM len það fer fram næsta sumar.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Undankeppni HM í Evrópu verður öll spiluð á árinu 2025. Spilað verður í 12 riðlum og komast sigurvegarar riðlanna beint á HM. Liðin tólf sem enda í 2. sæti fara í umspil, ásamt fjórum bestu liðunum sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni 2024-25 en enda ekki í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppninni. Þyrftu að vinna sinn riðil í Þjóðadeild Þjóðadeildin gæti þannig verið raunhæf varaleið fyrir Ísland til að komast á HM, eða alla vega í umspilið, ef Ísland nær ekki öðru af tveimur efstu sætunum í sínum riðli í undankeppninni. Ísland þyrfti vissulega að vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni, en það er að minnsta kosti mun auðveldara í B-deild en A-deild. Væntanlega verður dregið í riðla fyrir Þjóðadeildina í desember. Ísland leikur áfram í B-deild og er í 2. styrkleikaflokki, en í efsta flokki eru England, Tékkland, Austurríki og Wales. Það eru því sterkustu andstæðingarnir sem gætu staðið í vegi fyrir Íslandi. UEFA Nations League 2024 draw pots (one from each in group)League BPOT 1 Austria Czech R England WalesPOT 2 Finland Ukraine Iceland NorwayPOT 3 Slovenia R Ireland Albania MontenegroPOT 4 Georgia Greece Turkey Kazakhstan— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) January 25, 2023 Ef Ísland verður heppið með riðil og nær að vinna hann, haustið 2024, er nánast öruggt að það dugi liðinu til að komast í HM-umspilið, þar sem að sigurvegarar riðlanna í A-deild Þjóðadeildarinnar verða væntanlega í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppninni, og því þegar öruggir um sæti á HM eða í umspili.
Þjóðadeild UEFA HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti