Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 5-0 | Stjarnan upp um þrjú sæti með risasigri Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. júní 2023 22:25 Emil Atlason skoraði tvö fyrir Stjörnuna í kvöld. Vísir/Vilhelm Stjörnumenn voru heldur betur í stuði þegar þeir tóku á móti FH-ingum í kvöld. Leiknum lauk með 5-0 sigri Stjörnunnar sem kemur sér upp í 8. sæti deildarinnar. Emil Atlason skoraði fyrstu tvö mörkin en Eggert Aron, Guðmundur Kristjánsson og Ísak Andri skoruðu svo eitt mark hver. Leikurinn fór af stað með miklu fjöri, hröð spilamennska inni á vellinum og mikil læti uppi í stúku. Stjörnumenn voru betur spilandi liðið í upphafi leiks og eftir aðeins 12 mínútur voru þeir komnir í tveggja marka forystu. Bæði mörk komu eftir listilega tilburði Ísaks Andra á vinstri kantinum, varnarmenn FH voru í stökustu vandræðum með hann og brutu af sér inni í eigin vítateig, Emil Atlason tók vítið og skoraði af öryggi. Í öðru markinu bökkuðu varnarmenn frá Ísaki af hræðslu við að brjóta á honum, en hann lagði boltann þá út á Emil sem potaði honum yfir línuna. Stjarnan jók svo forystu sína á 38. mínútu með marki frá Eggerti Aroni og voru lygilega nálægt því að setja fjórða markið rétt fyrir hálfleik. Biðin eftir fjórða markinu varð þó ekki löng, á 51. mínútu skoraði fyrirliðinn Guðmundur Kristjánson skallamark eftir fyrirgjöf Hilmars Árna úr aukaspyrnu. Þrátt fyrir þrefalda breytingu og örvæntingafullar tilraunir FH-inga til að minnka muninn hélt Stjarnan algjörum yfirburðum inni á vellinum. Ísak Andri kórónaði svo sína frábæru frammistöðu með því að skora fimmta markið á 83. mínútu leiksins. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan voru frá fyrstu mínútu betra liðið inni á vellinum og sýndu mikinn fjölbreytileika í sínum sóknum, eitthvað sem liðinu hefur oft vantað í sumar. Hverjir stóðu upp úr? Stjörnuliðið átti í heild sinni mjög góðan leik í dag en eins og oftast þegar Stjarnan vinnur þá átti Ísak Andri algjörlega stórkostlegan leik, var valinn maður leiksins af Silfurskeiðinni í leikslok. Hvað gekk illa? „Maður breytir ekki vinningsformúlu“ er orðatiltæki sem Heimir Guðjónsson kaus að fylgja ekki í kvöld. FH vann sinn síðasta leik 4-0 í þriggja hafsenta kerfi en riðluðu til í liðinu og breyttu uppstillingunni fyrir þennan leik. Hvað gerist næst? Það er langt í næsta leik hjá Stjörnunni en þeir taka á móti Val mánudaginn 17. júlí.Næsti leikur hjá FH verður gegn KA á heimavelli, laugardaginn 8. júlí. Jökull: FH er með mjög gott lið þannig að þetta var mjög sterkt Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með frammistöðu sinna manna og stuðninginn sem liðið fékk frá aðdáendum í dag. „Bara mjög ánægður, ég er ánægður með stuðninginn sem við fengum og held við séum það allir. Það var ekkert endilega fyrirséð að það yrðu margir á leiknum í dag en frábær mæting og mikil læti í stúkunni sem fleytti okkur langt.“ „Ég sé margt mjög gott [í okkar frammistöðu], við vorum mjög góðir á boltanum eins og mjög oft. Við höfum oft verið góðir á boltann en mér fannst við loka rosalega vel á þá, þeir sköpuðu ekkert færi í fyrri hálfleik, sköpuðu eitt færi í seinni hálfleik sem ég man eftir. Það var reyndar mjög gott færi en að öðru leyti ógnuðu þeir lítið og FH er með mjög gott lið þannig að þetta var mjög sterkt.“ Jökull var spurður út í Ísak Andra, sem hefur framan af tímabili verið einn besti leikmaður Stjörnunnar. Ísak skoraði eitt og lagði upp tvö mörk í kvöld. Jökull vill þó ekki eigna einum manni sigurinn og segir alla leikmenn og stuðningsmenn hafa staðið sig vel í kvöld. „Hann átti mjög góðan leik, var bara frábær eins og margir í leiknum. Hann er búinn að vera frábær, sérstaklega framan af móti, og bara svolítið uppi hjá okkur sóknarleikinn en í dag gerði hann bæði. Hann sýndi frumkvæði en naut þess líka að vera með góða leikmenn í kringum sig, margir leikmenn sem gerðu hann betri sem hann getur verið þakklátur fyrir. Hann var frábær í dag ásamt öllum öðrum, innan og utan vallar“ En Jökull gefur engin svör um það hvort Ísak muni klára tímabilið með Stjörnunni. „Það er ekkert sem ég get sagt um, það er alltaf einhver áhugi einhvers staðar á leikmönnum sem gera vel. Þú færð ekkert nema eitthvað ömurlegt svar frá mér varðandi það, ég hef ekki hugmynd.“ Besta deild karla Stjarnan FH
Stjörnumenn voru heldur betur í stuði þegar þeir tóku á móti FH-ingum í kvöld. Leiknum lauk með 5-0 sigri Stjörnunnar sem kemur sér upp í 8. sæti deildarinnar. Emil Atlason skoraði fyrstu tvö mörkin en Eggert Aron, Guðmundur Kristjánsson og Ísak Andri skoruðu svo eitt mark hver. Leikurinn fór af stað með miklu fjöri, hröð spilamennska inni á vellinum og mikil læti uppi í stúku. Stjörnumenn voru betur spilandi liðið í upphafi leiks og eftir aðeins 12 mínútur voru þeir komnir í tveggja marka forystu. Bæði mörk komu eftir listilega tilburði Ísaks Andra á vinstri kantinum, varnarmenn FH voru í stökustu vandræðum með hann og brutu af sér inni í eigin vítateig, Emil Atlason tók vítið og skoraði af öryggi. Í öðru markinu bökkuðu varnarmenn frá Ísaki af hræðslu við að brjóta á honum, en hann lagði boltann þá út á Emil sem potaði honum yfir línuna. Stjarnan jók svo forystu sína á 38. mínútu með marki frá Eggerti Aroni og voru lygilega nálægt því að setja fjórða markið rétt fyrir hálfleik. Biðin eftir fjórða markinu varð þó ekki löng, á 51. mínútu skoraði fyrirliðinn Guðmundur Kristjánson skallamark eftir fyrirgjöf Hilmars Árna úr aukaspyrnu. Þrátt fyrir þrefalda breytingu og örvæntingafullar tilraunir FH-inga til að minnka muninn hélt Stjarnan algjörum yfirburðum inni á vellinum. Ísak Andri kórónaði svo sína frábæru frammistöðu með því að skora fimmta markið á 83. mínútu leiksins. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan voru frá fyrstu mínútu betra liðið inni á vellinum og sýndu mikinn fjölbreytileika í sínum sóknum, eitthvað sem liðinu hefur oft vantað í sumar. Hverjir stóðu upp úr? Stjörnuliðið átti í heild sinni mjög góðan leik í dag en eins og oftast þegar Stjarnan vinnur þá átti Ísak Andri algjörlega stórkostlegan leik, var valinn maður leiksins af Silfurskeiðinni í leikslok. Hvað gekk illa? „Maður breytir ekki vinningsformúlu“ er orðatiltæki sem Heimir Guðjónsson kaus að fylgja ekki í kvöld. FH vann sinn síðasta leik 4-0 í þriggja hafsenta kerfi en riðluðu til í liðinu og breyttu uppstillingunni fyrir þennan leik. Hvað gerist næst? Það er langt í næsta leik hjá Stjörnunni en þeir taka á móti Val mánudaginn 17. júlí.Næsti leikur hjá FH verður gegn KA á heimavelli, laugardaginn 8. júlí. Jökull: FH er með mjög gott lið þannig að þetta var mjög sterkt Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með frammistöðu sinna manna og stuðninginn sem liðið fékk frá aðdáendum í dag. „Bara mjög ánægður, ég er ánægður með stuðninginn sem við fengum og held við séum það allir. Það var ekkert endilega fyrirséð að það yrðu margir á leiknum í dag en frábær mæting og mikil læti í stúkunni sem fleytti okkur langt.“ „Ég sé margt mjög gott [í okkar frammistöðu], við vorum mjög góðir á boltanum eins og mjög oft. Við höfum oft verið góðir á boltann en mér fannst við loka rosalega vel á þá, þeir sköpuðu ekkert færi í fyrri hálfleik, sköpuðu eitt færi í seinni hálfleik sem ég man eftir. Það var reyndar mjög gott færi en að öðru leyti ógnuðu þeir lítið og FH er með mjög gott lið þannig að þetta var mjög sterkt.“ Jökull var spurður út í Ísak Andra, sem hefur framan af tímabili verið einn besti leikmaður Stjörnunnar. Ísak skoraði eitt og lagði upp tvö mörk í kvöld. Jökull vill þó ekki eigna einum manni sigurinn og segir alla leikmenn og stuðningsmenn hafa staðið sig vel í kvöld. „Hann átti mjög góðan leik, var bara frábær eins og margir í leiknum. Hann er búinn að vera frábær, sérstaklega framan af móti, og bara svolítið uppi hjá okkur sóknarleikinn en í dag gerði hann bæði. Hann sýndi frumkvæði en naut þess líka að vera með góða leikmenn í kringum sig, margir leikmenn sem gerðu hann betri sem hann getur verið þakklátur fyrir. Hann var frábær í dag ásamt öllum öðrum, innan og utan vallar“ En Jökull gefur engin svör um það hvort Ísak muni klára tímabilið með Stjörnunni. „Það er ekkert sem ég get sagt um, það er alltaf einhver áhugi einhvers staðar á leikmönnum sem gera vel. Þú færð ekkert nema eitthvað ömurlegt svar frá mér varðandi það, ég hef ekki hugmynd.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti