Lægðin úr sögunni og besti sumardagurinn handan við hornið suðvestanlands Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. júní 2023 11:24 Einar segir að lægðin sem hefur herjað á landann sé úr sögunni og íbúar suðvesturhornsins megi eiga von á sól og blíðu. Mánudagurinn gæti orðið besti sumardagur sumarsins hingað til. Samsett/Bylgjan/Vilhelm Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir að lægðin sem hefur hringsólað yfir landinu sé úr sögunni. Yfir helgina má suðvesturhornið eiga von á sólarglætu og mikilli hlýju. Mánudagurinn gæti síðan orðið einn besti dagur sumarsins. Um helgina er mikið um að vera enda fyrsta helgin í júlí sem er ein mesta ferðahelgi sumarsins. Þá fagna Skagamenn Írskum dögum á Akranesi, um 1100 börn keppa á Orkumótinu í Eyjum og Bíldudals grænar baunir eru þegar byrjaðar í Bíldudal. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Blika.is, mætti í Reykjavík síðdegis í gær til að ræða veðrið um helgina sem verður ansi gott á suðvesturhorninu. Lægðin úr sögunni Einar segir að lægðin sem hefur herjað á landið sé loksins úr sögunni. Hitinn sé að potast upp, veðrið að lagast og að hlýtt loft sem barst norður fyrir land komi til baka yfir helgina. „Hún er búin að vera ansi leiðinleg þessi lægð sem er búin að hringsóla yfir landinu síðustu tvo til þrjá daga og hún er enn að senda yfir til okkar vindstrengi og úrkomubakka hér og þar á landinu,“ sagði Einar og bætti við að hún sé „úr sögunni“ í dag. „Almennt séð er hitinn að potast upp og veðrið að lagast“ sagði hann og í dag yrði hægur vindur. „Svo eru dálítið skemmtilegir hlutir að gerast að því leytinu til að næstu lægð er bara spáð yfir Bretlandseyjar, eða Skotland öllu heldur, og vindur er að snúast hægt og rólega í norðaustanátt,“ segir hann um lægðina sem fer aðallega yfir Skota og Færeyinga. „En það sem er skemmtilegt í þessu er að hlýtt loft sem hefur borist langt norður fyrir land er að koma til baka og kemur aftan að okkur yfir helgina, sérstaklega þegar líður á helgina.“ Milt og gott veður á laugardag Sólarglennur verða víða á landinu á laugardag, veðrið milt og má eiga von á því að hitinn farinn upp í fimmtán stig. „En á laugardaginn fer smám saman að snúast til norðaustanáttar, verður nú hægur og þá rignir nú dálítið á Norðausturlandi og á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum svona einhver þoka, sjórinn er nú kaldur, það er úti fyrir og suður með Austfjörðum,“ sagði hann. „Annars verða sólarglennur ansi víða á landinu en það er stutt í fjallaskúrir, allavega síðdegis á laugardeginum.“ „En milt og gott veður og hitinn tíu til fimmtán stig á landinu nema kannski alveg við sjávarsíðuna þar sem vindur stendur beint á sjónum,“ sagði Einar. Besti sumardagur sumarsins á mánudag „Á sunnudaginn þá er norðaustanáttin heldur að færast í aukana, verður orðinn strekkingur sérstaklega þegar frá líður og mesti vindurinn kannski yfir Vestfjarðakjálkann á norðvesturhluta landsins. En ekki fyrr en eftir hádegi og seinni partinn sem við förum að finna fyrir vindinum.“ „En þá fer þetta hlýja loft úr norðaustri að færa sig yfir landið og þá er spáð fimmtán til sautján stiga hita suðvestanlands og einhverju sólfari í háum skýjum eða sól með köflum og ágætasta veður, nema um austanvert landið verður einhver suddi og rigning með köflum,“ sagði Einar. Eftir helgina má eiga von á frábæru veðri á mánudag sem Einar segir að gæti orðið besti sumardagurinn á suðvestanlandi. „Síðan er að sjá á mánudaginn að þá verði þetta hlýja loft úr norðaustri yfir sunna- og vestanverðu landinu, norðaustanátt og bæði hlýtt og bjart. Það gæti orðið einna besti sumardagurinn suðvestanlands.“ Þessi góði sumardagur mun ná til Skagans og þá fer veðrið líka skánandi í Eyjum þar sem ungir knattspyrnuiðkendur sparka í bolta. Í norðaustanátt séu Eyjarnar í skjóli sem Eyjamenn geta verið sáttir með. Veðurspáin fyrir júlí er hins vegar dálítið út og suður að sögn Einars og ekki bara á Íslandi heldur víðar á norðurhveli jarðar. Það séu almennt meiri öfgar í sumarveðráttunni sem séu hugsanlega birtingarmynd loftslagsbreytinga. Veður Vestmannaeyjar Akranes Reykjavík Sólin Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Sjá meira
Um helgina er mikið um að vera enda fyrsta helgin í júlí sem er ein mesta ferðahelgi sumarsins. Þá fagna Skagamenn Írskum dögum á Akranesi, um 1100 börn keppa á Orkumótinu í Eyjum og Bíldudals grænar baunir eru þegar byrjaðar í Bíldudal. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Blika.is, mætti í Reykjavík síðdegis í gær til að ræða veðrið um helgina sem verður ansi gott á suðvesturhorninu. Lægðin úr sögunni Einar segir að lægðin sem hefur herjað á landið sé loksins úr sögunni. Hitinn sé að potast upp, veðrið að lagast og að hlýtt loft sem barst norður fyrir land komi til baka yfir helgina. „Hún er búin að vera ansi leiðinleg þessi lægð sem er búin að hringsóla yfir landinu síðustu tvo til þrjá daga og hún er enn að senda yfir til okkar vindstrengi og úrkomubakka hér og þar á landinu,“ sagði Einar og bætti við að hún sé „úr sögunni“ í dag. „Almennt séð er hitinn að potast upp og veðrið að lagast“ sagði hann og í dag yrði hægur vindur. „Svo eru dálítið skemmtilegir hlutir að gerast að því leytinu til að næstu lægð er bara spáð yfir Bretlandseyjar, eða Skotland öllu heldur, og vindur er að snúast hægt og rólega í norðaustanátt,“ segir hann um lægðina sem fer aðallega yfir Skota og Færeyinga. „En það sem er skemmtilegt í þessu er að hlýtt loft sem hefur borist langt norður fyrir land er að koma til baka og kemur aftan að okkur yfir helgina, sérstaklega þegar líður á helgina.“ Milt og gott veður á laugardag Sólarglennur verða víða á landinu á laugardag, veðrið milt og má eiga von á því að hitinn farinn upp í fimmtán stig. „En á laugardaginn fer smám saman að snúast til norðaustanáttar, verður nú hægur og þá rignir nú dálítið á Norðausturlandi og á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum svona einhver þoka, sjórinn er nú kaldur, það er úti fyrir og suður með Austfjörðum,“ sagði hann. „Annars verða sólarglennur ansi víða á landinu en það er stutt í fjallaskúrir, allavega síðdegis á laugardeginum.“ „En milt og gott veður og hitinn tíu til fimmtán stig á landinu nema kannski alveg við sjávarsíðuna þar sem vindur stendur beint á sjónum,“ sagði Einar. Besti sumardagur sumarsins á mánudag „Á sunnudaginn þá er norðaustanáttin heldur að færast í aukana, verður orðinn strekkingur sérstaklega þegar frá líður og mesti vindurinn kannski yfir Vestfjarðakjálkann á norðvesturhluta landsins. En ekki fyrr en eftir hádegi og seinni partinn sem við förum að finna fyrir vindinum.“ „En þá fer þetta hlýja loft úr norðaustri að færa sig yfir landið og þá er spáð fimmtán til sautján stiga hita suðvestanlands og einhverju sólfari í háum skýjum eða sól með köflum og ágætasta veður, nema um austanvert landið verður einhver suddi og rigning með köflum,“ sagði Einar. Eftir helgina má eiga von á frábæru veðri á mánudag sem Einar segir að gæti orðið besti sumardagurinn á suðvestanlandi. „Síðan er að sjá á mánudaginn að þá verði þetta hlýja loft úr norðaustri yfir sunna- og vestanverðu landinu, norðaustanátt og bæði hlýtt og bjart. Það gæti orðið einna besti sumardagurinn suðvestanlands.“ Þessi góði sumardagur mun ná til Skagans og þá fer veðrið líka skánandi í Eyjum þar sem ungir knattspyrnuiðkendur sparka í bolta. Í norðaustanátt séu Eyjarnar í skjóli sem Eyjamenn geta verið sáttir með. Veðurspáin fyrir júlí er hins vegar dálítið út og suður að sögn Einars og ekki bara á Íslandi heldur víðar á norðurhveli jarðar. Það séu almennt meiri öfgar í sumarveðráttunni sem séu hugsanlega birtingarmynd loftslagsbreytinga.
Veður Vestmannaeyjar Akranes Reykjavík Sólin Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Sjá meira