Áralöngu ferli lokið með samkomulagi eftir nokkurra vikna viðræður Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júní 2023 19:33 Við undirritun samkomulagsins. Vísir/Steingrímur Dúi Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 á næsta ári, en línan á að tryggja raforkuöryggi íbúa og atvinnulífs á Suðurnesjum og skapa tækifæri til uppbyggingar. Eftir áralangt þras hafa Vogar og Landsnet komist að samkomulagi um framkvæmdina, að loknum snörpum viðræðum. Viðræður um Suðurnesjalínu 2 hafa staðið í hátt í tvo áratugi. Þær hafa einkum strandað á afstöðu Voga sem hafa ekki viljað láta háspennulínu í lofti í gegnum sveitarfélagið, en það hefur Landsnet viljað. Nú er langþráð samkomulag í höfn. Í samkomulaginu, sem var undirritað af forstjóra Landsnets og bæjarstjóra Voga, felst að Suðurnesjalína 2 verður loftlína, en þegar rekstur hennar hefst er stefnt að því að leggja Suðurnesjalínu 1 í jörðu á um fimm kílómetra kafla á millu Grindavíkurvegar og Vogaafleggjara. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við línu 2 á næsta ári. „Vonandi getum við klárað það ef vel gengur árið 2024, fyrir áramót þá,“ sagði Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Guðmundur segir að vegferðin að samkomulaginu hafi verið löng og ströng. „Við erum búin að fara tvisvar í gegnum umhverfismat og verið með miklar viðræður í gangi. Það er mikil og vönduð vinna á bak við þetta. Þetta var niðurstaðan núna eftir talsvert margra ára vinnu, og vonandi ásættanleg fyrir alla aðila.“ Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Vísir/Steingrímur Dúi Komið til móts við bæinn Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að verkefnið komist í gang, enda er línunni ætlað að efla raforkuöryggi á Suðurnesjum. Miðla hafi þurft málum til að samkomulagið yrði að veruleika. „Þetta er afrakstur af góðu samtali sem hefur átt sér stað núna undanfarnar vikur á milli bæjaryfirvalda hér og Landsnets. Það liggur auðvitað í augum uppi að þegar samkomulag liggur á borðinu, þá felur það í sér sátt, og þar er tekið tillit til sjónarmiða beggja aðil,“ Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri. Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga.Vísir/Steingrímur Dúi Komið hafi verið til móts við meginsjónarmið bæjarins. „Sem hefur alla tíð verið það að draga sem mest úr áhrifum, sjónrænum áhrifum, af þessari framkvæmd.“ Þrátt fyrir áralangt ferli hafi viðræður um samkomulagið sem nú er á borðinu ekki verið langar. „Það er bara stundum þannig þegar aðilar setjast niður og eru lausnamiðaðir, þá kemur oft eitthvað gott úr úr því. Þetta er bara dæmi um það,“ segir Gunnar Axel. Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Tengdar fréttir Suðurnesjalína 1 í jörð með langþráðu samkomulagi Landsnet og Sveitarfélagið Vogar undirrituðu í dag samkomulag um lagningu Suðurnesjalínu 2 og breytingar á Suðurnesjalínu 1. Deilt hefur verið um Suðurnesjalínu 2 í hátt í tvo áratugi en henni er ætlað að tryggja afhendingaröryggi rafmagns á Suðurnesjum. 30. júní 2023 12:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Viðræður um Suðurnesjalínu 2 hafa staðið í hátt í tvo áratugi. Þær hafa einkum strandað á afstöðu Voga sem hafa ekki viljað láta háspennulínu í lofti í gegnum sveitarfélagið, en það hefur Landsnet viljað. Nú er langþráð samkomulag í höfn. Í samkomulaginu, sem var undirritað af forstjóra Landsnets og bæjarstjóra Voga, felst að Suðurnesjalína 2 verður loftlína, en þegar rekstur hennar hefst er stefnt að því að leggja Suðurnesjalínu 1 í jörðu á um fimm kílómetra kafla á millu Grindavíkurvegar og Vogaafleggjara. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við línu 2 á næsta ári. „Vonandi getum við klárað það ef vel gengur árið 2024, fyrir áramót þá,“ sagði Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Guðmundur segir að vegferðin að samkomulaginu hafi verið löng og ströng. „Við erum búin að fara tvisvar í gegnum umhverfismat og verið með miklar viðræður í gangi. Það er mikil og vönduð vinna á bak við þetta. Þetta var niðurstaðan núna eftir talsvert margra ára vinnu, og vonandi ásættanleg fyrir alla aðila.“ Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Vísir/Steingrímur Dúi Komið til móts við bæinn Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að verkefnið komist í gang, enda er línunni ætlað að efla raforkuöryggi á Suðurnesjum. Miðla hafi þurft málum til að samkomulagið yrði að veruleika. „Þetta er afrakstur af góðu samtali sem hefur átt sér stað núna undanfarnar vikur á milli bæjaryfirvalda hér og Landsnets. Það liggur auðvitað í augum uppi að þegar samkomulag liggur á borðinu, þá felur það í sér sátt, og þar er tekið tillit til sjónarmiða beggja aðil,“ Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri. Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga.Vísir/Steingrímur Dúi Komið hafi verið til móts við meginsjónarmið bæjarins. „Sem hefur alla tíð verið það að draga sem mest úr áhrifum, sjónrænum áhrifum, af þessari framkvæmd.“ Þrátt fyrir áralangt ferli hafi viðræður um samkomulagið sem nú er á borðinu ekki verið langar. „Það er bara stundum þannig þegar aðilar setjast niður og eru lausnamiðaðir, þá kemur oft eitthvað gott úr úr því. Þetta er bara dæmi um það,“ segir Gunnar Axel.
Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Tengdar fréttir Suðurnesjalína 1 í jörð með langþráðu samkomulagi Landsnet og Sveitarfélagið Vogar undirrituðu í dag samkomulag um lagningu Suðurnesjalínu 2 og breytingar á Suðurnesjalínu 1. Deilt hefur verið um Suðurnesjalínu 2 í hátt í tvo áratugi en henni er ætlað að tryggja afhendingaröryggi rafmagns á Suðurnesjum. 30. júní 2023 12:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Suðurnesjalína 1 í jörð með langþráðu samkomulagi Landsnet og Sveitarfélagið Vogar undirrituðu í dag samkomulag um lagningu Suðurnesjalínu 2 og breytingar á Suðurnesjalínu 1. Deilt hefur verið um Suðurnesjalínu 2 í hátt í tvo áratugi en henni er ætlað að tryggja afhendingaröryggi rafmagns á Suðurnesjum. 30. júní 2023 12:30