Umfjöllun: Ísland - Serbía 27-23 | Strákarnir í sögubækurnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2023 15:41 Íslendingar eru þriðja besta lið heims í aldursflokknum U-21 árs. Sasa Pahic Szabo Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri tryggði sér bronsverðlaun á HM með sigri á Serbíu í dag, 27-23. Ísland jafnaði þar með besta árangur sinn á HM í þessum aldursflokki. Það blés ekki byrlega fyrir íslenska liðinu framan af leik og það lenti mest fjórum mörkum undir. En spilamennskan lagaðist eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og staðan að honum loknum var jöfn, 13-13. Í seinni hálfleik var íslenska liðið svo sterkari aðilinn. Vörnin var gríðarlega öflug, Brynjar Vignir Sigurjónsson varði vel í markinu og í sókninni dró Þorsteinn Leó Gunnarsson vagninn. Fimm af átta mörkum hans komu í seinni hálfleik. Andri Már Rúnarsson og Arnór Viðarsson skoruðu fimm mörk hvor og Benedikt Gunnar Óskarsson fjögur. Brynjar varði fjórtán skot (39 prósent). Íslenska liðið kórónaði frábært mót með stæl eftir vonbrigðin gegn Ungverjum í gær. Það vann sjö af átta leikjum sínum á HM, þar af Serba í tvígang. Íslensku strákarnir fara heim með bronsmedalíu um hálsinn eftir magnaða framgöngu á mótinu. Aðeins ógnarsterkir Ungverjar og Þjóðverjar stóðu þeim framar. Íslenska liðið byrjaði leikinn illa, sérstaklega í sókninni. Íslendingar töpuðu boltanum klaufalega, völdu erfið færi og skotnýtingin var slök. Ísland skoraði aðeins eitt mark á fyrstu átta mínútum leiksins. Serbar voru með yfirhöndina og náðu mest fjögurra marka forskoti. Íslendingar minnkuðu muninn í eitt mark, 8-9, eftir þrjú mörk í röð. Þá kom afleitur kafli þar sem Íslendingum mistókst til að mynda að skora manni fleiri og töpuðu boltanum fjórum sinnum á fimm mínútum. Serbar nýttu sér það hins vegar ekki og náðu ekki meira en þriggja marka forskoti. Brynjar Vignir var stór ástæða þess en hann varði vel á þessum erfiða kafla og alls átta skot í fyrri hálfleik, eða 36 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Serbía komst í 10-13 en Ísland skoraði síðustu þrjú mörk fyrri hálfleiks og staðan að honum loknum því jöfn, 13-13. Íslenska liðið mátti afar vel við þá stöðu una miðað við gang leiksins. Andri Már skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks og alls fimm mörk í honum. Arnór var einnig öflugur með þrjú mörk í þremur skotum. Hjá Serbíu komust aðeins fjórir leikmenn á blað í fyrri hálfleik. Serbía skoraði fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik en Ísland jafnaði í 15-15 og aftur í 16-16. Benedikt kom Íslendingum svo yfir í fyrsta sinn, 17-16, með marki af vítalínunni. Hann stal síðan boltanum og jók muninn í 18-16. Serbía jafnaði í 19-19 en Ísland skoraði næstu tvö mörk. Serbar jöfnuðu í 21-21 en það var í síðasta sinn sem staðan var jöfn í leiknum. Arnór jók muninn í tvö mörk, Serbar svöruðu en Þorsteinn Leó skoraði næstu tvö mörk og kom Íslendingum í 25-22 þegar fimm mínútur voru eftir. Þorsteinn Leó var magnaður í seinni hálfleik, eins og hann var gegn Portúgal í átta liða úrslitunum þar sem hann skoraði ellefu mörk. Serbar minnkuðu muninn í 25-23 og fengu tvö tækifæri til að koma muninum niður í eitt mark. Þau fóru hins vegar bæði forgörðum. Íslendingar skoruðu síðustu tvö mörk leiksins og stigu mikinn sigurdans eftir að lokaflautið gall. Lokatölur 27-23 og íslensku strákarnir komnir í sögubækurnar. Landslið karla í handbolta
Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri tryggði sér bronsverðlaun á HM með sigri á Serbíu í dag, 27-23. Ísland jafnaði þar með besta árangur sinn á HM í þessum aldursflokki. Það blés ekki byrlega fyrir íslenska liðinu framan af leik og það lenti mest fjórum mörkum undir. En spilamennskan lagaðist eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og staðan að honum loknum var jöfn, 13-13. Í seinni hálfleik var íslenska liðið svo sterkari aðilinn. Vörnin var gríðarlega öflug, Brynjar Vignir Sigurjónsson varði vel í markinu og í sókninni dró Þorsteinn Leó Gunnarsson vagninn. Fimm af átta mörkum hans komu í seinni hálfleik. Andri Már Rúnarsson og Arnór Viðarsson skoruðu fimm mörk hvor og Benedikt Gunnar Óskarsson fjögur. Brynjar varði fjórtán skot (39 prósent). Íslenska liðið kórónaði frábært mót með stæl eftir vonbrigðin gegn Ungverjum í gær. Það vann sjö af átta leikjum sínum á HM, þar af Serba í tvígang. Íslensku strákarnir fara heim með bronsmedalíu um hálsinn eftir magnaða framgöngu á mótinu. Aðeins ógnarsterkir Ungverjar og Þjóðverjar stóðu þeim framar. Íslenska liðið byrjaði leikinn illa, sérstaklega í sókninni. Íslendingar töpuðu boltanum klaufalega, völdu erfið færi og skotnýtingin var slök. Ísland skoraði aðeins eitt mark á fyrstu átta mínútum leiksins. Serbar voru með yfirhöndina og náðu mest fjögurra marka forskoti. Íslendingar minnkuðu muninn í eitt mark, 8-9, eftir þrjú mörk í röð. Þá kom afleitur kafli þar sem Íslendingum mistókst til að mynda að skora manni fleiri og töpuðu boltanum fjórum sinnum á fimm mínútum. Serbar nýttu sér það hins vegar ekki og náðu ekki meira en þriggja marka forskoti. Brynjar Vignir var stór ástæða þess en hann varði vel á þessum erfiða kafla og alls átta skot í fyrri hálfleik, eða 36 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Serbía komst í 10-13 en Ísland skoraði síðustu þrjú mörk fyrri hálfleiks og staðan að honum loknum því jöfn, 13-13. Íslenska liðið mátti afar vel við þá stöðu una miðað við gang leiksins. Andri Már skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks og alls fimm mörk í honum. Arnór var einnig öflugur með þrjú mörk í þremur skotum. Hjá Serbíu komust aðeins fjórir leikmenn á blað í fyrri hálfleik. Serbía skoraði fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik en Ísland jafnaði í 15-15 og aftur í 16-16. Benedikt kom Íslendingum svo yfir í fyrsta sinn, 17-16, með marki af vítalínunni. Hann stal síðan boltanum og jók muninn í 18-16. Serbía jafnaði í 19-19 en Ísland skoraði næstu tvö mörk. Serbar jöfnuðu í 21-21 en það var í síðasta sinn sem staðan var jöfn í leiknum. Arnór jók muninn í tvö mörk, Serbar svöruðu en Þorsteinn Leó skoraði næstu tvö mörk og kom Íslendingum í 25-22 þegar fimm mínútur voru eftir. Þorsteinn Leó var magnaður í seinni hálfleik, eins og hann var gegn Portúgal í átta liða úrslitunum þar sem hann skoraði ellefu mörk. Serbar minnkuðu muninn í 25-23 og fengu tvö tækifæri til að koma muninum niður í eitt mark. Þau fóru hins vegar bæði forgörðum. Íslendingar skoruðu síðustu tvö mörk leiksins og stigu mikinn sigurdans eftir að lokaflautið gall. Lokatölur 27-23 og íslensku strákarnir komnir í sögubækurnar.