Tveir lagðir inn vegna alvarlegrar nóróveirusýkingar Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. júlí 2023 18:33 Tveir voru lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri vegna alvarlegra veikinda í kjölfar nóróveirusýkingar. Vísir/Vilhelm Tveir voru lagðir inn á Sjúkrahús Akureyrar með alvarlega veikindi vegna nóróveirusýkingar eftir að hópsýking kom upp á hóteli á Austurlandi á miðvikudag. Forstjóri sjúkrahússins gat ekki staðfest að annar einstaklinganna væri látinn líkt og hefur verið fullyrt í fjölmiðlum. Tólf manns hið minnsta smituðust af nóróveiru eftir að hópsýking kom upp á hóteli á Austurlandi á miðvikudag. Tveir voru lagði inn með alvarleg veikindi á Sjúkrahús Akureyrar vegna sýkingarinnar. Fyrr í kvöld greindi mbl frá því að kona á níræðisaldri væri látin í kjölfar nóróveirusýkingar. Ekki hægt að staðfesta andlát Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, staðfesti í samtali við Vísi að tveir hefðu verið lagðir inn með alvarlega veikindi vegna nóróveirusýkingar en gat ekki staðfest að einn væri látinn líkt og mbl hafa fullyrt. „Við getum ekki staðfest andlátið þar sem við höfum ekki staðfestinguna,“ sagði Hildigunnur og því hlytu fréttirnar að koma annars staðar frá. Þá sagði hún að ástæða andláts lægi ekki fyrir og fannst henni ólíklegt að búið væri að gefa út dánarvottorð. Engar sýkingar síðustu 36 klukkutíma Pétur Heimisson, umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi, sagði ekkert nýtt smit hafa komið upp síðustu 36 klukkutíma og það hafi enginn verið lagður inn á umdæmi Sjúkrahúss Austurlands. „Vaktlæknar hafa ekkert heyrt af þessu hér á Austurlandi og það eru engin ný smit í tengslum við hótelið,“ sagði Pétur í samtali við Vísi. Pétur Heimisson sagði heppilegt að fáir hafi átt bókað á hótelinu um helgina og því hafi verið auðveldara að grípa til viðeigandi sóttvarnarráðstafanna. Sýkingin að ganga yfir Örn Ragnarsson, umdæmislæknir sóttvarna á Norðurlandi, sagði nóróveirusýkinguna vera að ganga yfir. „Ég held að þetta sé að fjara út,“ sagði Örn aðspurður út í stöðu sýkingarinnar í samtali við Vísi. Örn sagði fjóra hafa verið lagða inn á Norðurlandi, tvo á Akureyri og tvo á Sauðárkróki. Þeir tveir sem voru lagðir inn á Sauðárkróki væru báðir útskrifaðir. „Síðan vissi ég af einhverju fólki sem var bara heima,“ sagði hann en að það hafi ekki neinir leitað eftir aðstoð vegna nýrra smita. Sjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðismál Tengdar fréttir Minnst tólf nóróveirutilfelli á hóteli á Austurlandi Tólf manns hið minnsta smituðust af nóróveiru og einn var lagður inn á sjúkrahús eftir að hópsýking kom upp á hóteli á Austurlandi á miðvikudag. 2. júlí 2023 11:01 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fleiri fréttir Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Sjá meira
Tólf manns hið minnsta smituðust af nóróveiru eftir að hópsýking kom upp á hóteli á Austurlandi á miðvikudag. Tveir voru lagði inn með alvarleg veikindi á Sjúkrahús Akureyrar vegna sýkingarinnar. Fyrr í kvöld greindi mbl frá því að kona á níræðisaldri væri látin í kjölfar nóróveirusýkingar. Ekki hægt að staðfesta andlát Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, staðfesti í samtali við Vísi að tveir hefðu verið lagðir inn með alvarlega veikindi vegna nóróveirusýkingar en gat ekki staðfest að einn væri látinn líkt og mbl hafa fullyrt. „Við getum ekki staðfest andlátið þar sem við höfum ekki staðfestinguna,“ sagði Hildigunnur og því hlytu fréttirnar að koma annars staðar frá. Þá sagði hún að ástæða andláts lægi ekki fyrir og fannst henni ólíklegt að búið væri að gefa út dánarvottorð. Engar sýkingar síðustu 36 klukkutíma Pétur Heimisson, umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi, sagði ekkert nýtt smit hafa komið upp síðustu 36 klukkutíma og það hafi enginn verið lagður inn á umdæmi Sjúkrahúss Austurlands. „Vaktlæknar hafa ekkert heyrt af þessu hér á Austurlandi og það eru engin ný smit í tengslum við hótelið,“ sagði Pétur í samtali við Vísi. Pétur Heimisson sagði heppilegt að fáir hafi átt bókað á hótelinu um helgina og því hafi verið auðveldara að grípa til viðeigandi sóttvarnarráðstafanna. Sýkingin að ganga yfir Örn Ragnarsson, umdæmislæknir sóttvarna á Norðurlandi, sagði nóróveirusýkinguna vera að ganga yfir. „Ég held að þetta sé að fjara út,“ sagði Örn aðspurður út í stöðu sýkingarinnar í samtali við Vísi. Örn sagði fjóra hafa verið lagða inn á Norðurlandi, tvo á Akureyri og tvo á Sauðárkróki. Þeir tveir sem voru lagðir inn á Sauðárkróki væru báðir útskrifaðir. „Síðan vissi ég af einhverju fólki sem var bara heima,“ sagði hann en að það hafi ekki neinir leitað eftir aðstoð vegna nýrra smita.
Sjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðismál Tengdar fréttir Minnst tólf nóróveirutilfelli á hóteli á Austurlandi Tólf manns hið minnsta smituðust af nóróveiru og einn var lagður inn á sjúkrahús eftir að hópsýking kom upp á hóteli á Austurlandi á miðvikudag. 2. júlí 2023 11:01 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fleiri fréttir Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Sjá meira
Minnst tólf nóróveirutilfelli á hóteli á Austurlandi Tólf manns hið minnsta smituðust af nóróveiru og einn var lagður inn á sjúkrahús eftir að hópsýking kom upp á hóteli á Austurlandi á miðvikudag. 2. júlí 2023 11:01