Sjáðu Gylfa í fótbolta í fyrsta sinn í tvö ár Sindri Sverrisson skrifar 3. júlí 2023 13:34 Gylfi Þór Sigurðsson virðist svo sannarlega ekki hættur að spila fótbolta. VÍSIR/VILHELM Gylfi Þór Sigurðsson var með á æfingu Vals á Hlíðarenda í dag en hann vinnur nú að því að snúa aftur í fótbolta eftir að hafa síðast spilað leik í maí 2021. Ekki hefur sést til Gylfa með bolta á tánum frá því að hann var handtekinn sumarið 2021 vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi í Englandi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Hér að neðan má sjá Gylfa á æfingu Vals í dag en hann veitti ekki viðtöl að æfingunni lokinni. Óljóst er hvort til greina komi hjá honum að semja við Val og spila fyrir félagið. Klippa: Gylfi Sig á æfingu með Val Fari svo að Gylfi ákveði að spila fótbolta spila hér á landi þarf hann að öllum líkindum að bíða þar til að opnað verður fyrir félagaskipti en stutt er í að glugginn opnist, 18. júlí. Aðeins í sérstökum undantekningartilfellum er veitt undanþága til að leikmenn fái félagaskipti utan félagaskiptaglugga. Gylfi hefur verið orðaður við bandaríska félagið D.C. United sem leikur undir stjórn fyrrverandi liðsfélaga Gylfa, Wayne Rooney. Þeir léku saman hjá Everton fyrstu leiktíð Gylfa í bláa búningnum en Gylfi var samningsbundinn félaginu í fimm ár, eða þar til að samningur hans rann út í fyrrasumar. Gylfi hvorki spilaði né æfði með Everton síðasta ár samningstímans. Gylfi, sem er 33 ára gamall, hefur spilað 78 A-landsleiki og skorað í þeim 25 mörk. Nýi landsliðsþjálfarinn, Åge Hareide, segir dyrnar í landsliðið standa galopnar fyrir Gylfa fari svo að hann snúi aftur í fótboltann eins og nú er allt útlit fyrir að hann geri. Besta deild karla Valur Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Gylfi á æfingu hjá Val Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tekur þátt í æfingu Bestu deildarliðs Vals á Hlíðarenda í dag. 3. júlí 2023 10:43 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Ekki hefur sést til Gylfa með bolta á tánum frá því að hann var handtekinn sumarið 2021 vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi í Englandi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Hér að neðan má sjá Gylfa á æfingu Vals í dag en hann veitti ekki viðtöl að æfingunni lokinni. Óljóst er hvort til greina komi hjá honum að semja við Val og spila fyrir félagið. Klippa: Gylfi Sig á æfingu með Val Fari svo að Gylfi ákveði að spila fótbolta spila hér á landi þarf hann að öllum líkindum að bíða þar til að opnað verður fyrir félagaskipti en stutt er í að glugginn opnist, 18. júlí. Aðeins í sérstökum undantekningartilfellum er veitt undanþága til að leikmenn fái félagaskipti utan félagaskiptaglugga. Gylfi hefur verið orðaður við bandaríska félagið D.C. United sem leikur undir stjórn fyrrverandi liðsfélaga Gylfa, Wayne Rooney. Þeir léku saman hjá Everton fyrstu leiktíð Gylfa í bláa búningnum en Gylfi var samningsbundinn félaginu í fimm ár, eða þar til að samningur hans rann út í fyrrasumar. Gylfi hvorki spilaði né æfði með Everton síðasta ár samningstímans. Gylfi, sem er 33 ára gamall, hefur spilað 78 A-landsleiki og skorað í þeim 25 mörk. Nýi landsliðsþjálfarinn, Åge Hareide, segir dyrnar í landsliðið standa galopnar fyrir Gylfa fari svo að hann snúi aftur í fótboltann eins og nú er allt útlit fyrir að hann geri.
Besta deild karla Valur Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Gylfi á æfingu hjá Val Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tekur þátt í æfingu Bestu deildarliðs Vals á Hlíðarenda í dag. 3. júlí 2023 10:43 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Gylfi á æfingu hjá Val Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tekur þátt í æfingu Bestu deildarliðs Vals á Hlíðarenda í dag. 3. júlí 2023 10:43