Fólk á suðvesturhorninu má búa sig undir reglulega jarðskjálfta Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. júlí 2023 18:03 Þorvaldur segir landrisið geta bent til þess að Reykjanesskaginn sé eitt eldstöðvakerfi en ekki nokkur eins og áður hefur verið talið. Vísir/Arnar Halldórsson Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að landrisið í Reykjanesskaga gæti breytt sýn fólks á eldstöðvakerfin. Sífellt styttist í næsta gos og íbúar megi búa sig undir að búa við jarðskjálfta. Þorvaldur var í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefnið er það landris sem sést hefur á Reykjanesskaganum síðan í apríl, upp á 2,5 sentimetra. Að sögn Þorvaldar verður landris þegar eitthvað efni, til dæmis kvika, tekur sér pláss undir yfirborðinu og ýtir jarðlögunum fyrir ofan sig upp. Hann segir athyglisvert að landris skuli mælast á öllum Reykjanesskaganum. „Þetta þýðir að við þurfum að horfa aðeins öðruvísi á þessa virkni sem er í gangi á Reykjanesskaganum en við höfum gert hingað til,“ segir Þorvaldur. „Þetta séu kannski ekki einstök eldstöðvakerfi eins og lagt hefur verið til heldur eitt eldstöðvakerfi. Það sé verið að fylla á tankinn í þessu eldstöðvakerfi sem nær yfir endilangan Reykjanesskagann.“ Þessa sé ein hugsanleg sviðsmynd og mikilvægt sé að læra um þetta. Á suðvesturhorninu búi flestir landsmenn og þar eru mikilvægir innviðir staðsettir. „Eldvirkni á Reykjanesskaganum getur haft mjög víðtæk á okkar samfélag. Þannig að það er mjög brýnt að við fylgjumst með og lærum um þessa eldvirkni sem er þarna,“ segir Þorvaldur. Getur hrunið úr fjöllum Aðspurður um jarðskjálfta segir Þorvaldur að Reykjanesskaginn sé kominn inn í eldgosatímabil eftir tæplega 800 ára hlé. Þetta þýðir að Grindvíkingar og aðrir íbúar á Reykjanesskaganum og stór höfuðborgarsvæðinu megi búa sig undir að upp komi öflugar jarðskjálftahrinur eins og undanfarin ár. Núna hafi hún verið mest á svæðinu frá Bláfjöllum að Reykjanesi, það er hælnum á Reykjanesskaganum. Hrun getur orðið í fjöllum á þessu svæði og fólk verði að hafa það í huga þegar það gengur á fjöll. Eldgos og jarðhræringar Vísindi Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Sjá meira
Þorvaldur var í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefnið er það landris sem sést hefur á Reykjanesskaganum síðan í apríl, upp á 2,5 sentimetra. Að sögn Þorvaldar verður landris þegar eitthvað efni, til dæmis kvika, tekur sér pláss undir yfirborðinu og ýtir jarðlögunum fyrir ofan sig upp. Hann segir athyglisvert að landris skuli mælast á öllum Reykjanesskaganum. „Þetta þýðir að við þurfum að horfa aðeins öðruvísi á þessa virkni sem er í gangi á Reykjanesskaganum en við höfum gert hingað til,“ segir Þorvaldur. „Þetta séu kannski ekki einstök eldstöðvakerfi eins og lagt hefur verið til heldur eitt eldstöðvakerfi. Það sé verið að fylla á tankinn í þessu eldstöðvakerfi sem nær yfir endilangan Reykjanesskagann.“ Þessa sé ein hugsanleg sviðsmynd og mikilvægt sé að læra um þetta. Á suðvesturhorninu búi flestir landsmenn og þar eru mikilvægir innviðir staðsettir. „Eldvirkni á Reykjanesskaganum getur haft mjög víðtæk á okkar samfélag. Þannig að það er mjög brýnt að við fylgjumst með og lærum um þessa eldvirkni sem er þarna,“ segir Þorvaldur. Getur hrunið úr fjöllum Aðspurður um jarðskjálfta segir Þorvaldur að Reykjanesskaginn sé kominn inn í eldgosatímabil eftir tæplega 800 ára hlé. Þetta þýðir að Grindvíkingar og aðrir íbúar á Reykjanesskaganum og stór höfuðborgarsvæðinu megi búa sig undir að upp komi öflugar jarðskjálftahrinur eins og undanfarin ár. Núna hafi hún verið mest á svæðinu frá Bláfjöllum að Reykjanesi, það er hælnum á Reykjanesskaganum. Hrun getur orðið í fjöllum á þessu svæði og fólk verði að hafa það í huga þegar það gengur á fjöll.
Eldgos og jarðhræringar Vísindi Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Sjá meira