Sveinn Aron kom Elfsborg yfir gegn Hammarby strax á 13. mínútu áður en Johan Larsson tryggði liðinu 2-0 sigur fjórum mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Sveinn og félagar hafa farið vel af stað á tímabilinu og liðið situr´i öðru sæti deildarinnar með 32 stig eftir tíu leiki, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Malmö.
Sveinn var tekinn af velli í uppbótartíma, en Hákon Valdimarsson stóð vaktina í marki Elfsborg í kvöld.
Á sama tíma lék Davíð Kristján Ólafsson allan leikinn í liði Kalmar er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Mallby.
Þá skoraði Ari Leifsson eina mark leiksins er Strömsgodset vann 1-0 útisigur gegn Stabæk í norska boltanum. Markið skoraði Ari á 18. mínútu, en gestirnir þurftu að spila manni færii síðustu mínútur leiksins eftir að hafa mistt mann af velli með rautt spjald.
Ari og félagar hafa nú unnið þrjá leiki í röð og sitja í áttunda sæti með 17 stig eftir 12 leiki.