Þorsteinn Loftsson og Einar Stefánsson, stofnendur augnlyfjafyrirtækisins Oculis, eru tilnefndir til verðlauna í flokki rannsókna.
Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá viðburðinum í spilaranum hér fyrir neðan.
Evrópsku nýsköpunarverðlaunin verða veitt í dag og kemur það þá í ljós hvort íslenskir vísindamenn hljóti þau. Sýnt er frá verðlaunaafhendingunni í beinni útsendingu frá Valencia á Spáni.
Þorsteinn Loftsson og Einar Stefánsson, stofnendur augnlyfjafyrirtækisins Oculis, eru tilnefndir til verðlauna í flokki rannsókna.
Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá viðburðinum í spilaranum hér fyrir neðan.
Augnlyfjaþróunarfélagið Oculis hlaut í síðustu viku verðlaun sem Þekkingarfyrirtæki ársins. Það er Félag viðskipta- og hagfræðinga sem veitir verðlaunin fyrir nýsköpun byggða á íslensku hugviti í þágu bættra lífsgæða og lausna á samfélagslegum áskorunum.
Augnlyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem var stofnað af tveimur íslenskum prófessorum á Íslandi fyrir tuttugu árum, kláraði í gærkvöldi hlutafjárútboð upp á samanlagt 40,25 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 5,7 milljarða króna. Hið nýja hlutafé var selt á rúmlega fjögurra prósenta lægra gengi, eða 11,5 dalir á hlut, en nam síðasta dagslokagengi félagsins fyrir útboðið.