Enn sé hrópandi þögn um tvo þætti hvalveiðibannsins Bjarki Sigurðsson skrifar 4. júlí 2023 11:51 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Vísir/Vilhelm Verkalýðsfélag Akraness hefur sent Umboðsmanni Alþingis erindi vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að banna tímabundið veiðar á langreyðum. Framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir hrópandi þögn vera um tvo þætti málsins. Verkalýðsfélag Akraness sendi fyrir helgi erindi til umboðsmanns Alþingis þar sem félagið telur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra ekki hafa farið eftir lögum og reglum við ákvörðun sína um að banna tímabundið veiðar á langreyðum . Flestir starfsmenn Hvals hf. eru meðlimir í Verkalýðsfélaginu og segir Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins, að þarna séu hans félagsmenn að verða fyrir gífurlegu tekjutapi. „Það liggur fyrir að matvælaráðherra var búin að segja opinberlega að hún hafi enga lagastoð til þess að afturkalla leyfið hjá Hval. Á þeirri forsendu tóku 150 starfsmenn Hvals og sóttu um, margir tóku sér frí úr annarri vinnu, sumir sögðu upp vinnu, það eru dæmi um það að einstaklingar hafi leigt íbúðina sína í þrjá mánuði til þess að taka þessa vertíð og það getur ekki talist eðlileg stjórnsýsla að koma með slíka íþyngjandi ákvörðun einni mínútu áður en vertíðin hefst,“ segir Vilhjálmur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að ráðherra hafi enn ekki fært rök fyrir ýmsu er varðar ákvörðunina, sem er að sögn Heiðrúnar ólögmæt. „Það er í raun tvennt sem er hrópandi þögn um. Í fyrsta lagi er það þögn um hvort ráðherra hafi framkvæmt einhverskonar hagsmunamat gagnvart atvinnuréttindum leyfishafa og síðan er algjörlega skautað fram hjá því að reglugerðin stöðvar atvinnustarfsemi sem er heimiluð samkvæmt lögum og reglum. Veiðiaðferðir sem eru viðhafðar eru þær sömu og leyfi Hvals gera ráð fyrir. Þá eru í gildi lög um velferð dýra og á þessu er að engu leyti tekið í minnisblaðinu,“ segir Heiðrún Lind. Heiðrún segir að ekki sé hægt að halda því endalaust fram að dýravelferðarsjónarmið hafi verið höfð að leiðarljósi. „Staðreyndin er hins vegar sú, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, að réttur dýra til velferðar nýtur ekki sjálfstæðrar verndar í stjórnarskrá. Atvinnu- og eignaréttindi njóta slíkrar verndar. Það er þetta sem ráðherra hefur enn ekki svarað og þarna liggur ólögmætið,“ segir Heiðrún. Hvalveiðar Hvalir Stéttarfélög Tengdar fréttir Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1. júlí 2023 11:32 Ákvörðun Svandísar standist ekki lög Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum standist ekki lög. Það er í það minnsta mat lögfræðistofunnar LEX sem samtökin fengu til að gera lögfræðilegt álit á gjörningnum. 27. júní 2023 08:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Verkalýðsfélag Akraness sendi fyrir helgi erindi til umboðsmanns Alþingis þar sem félagið telur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra ekki hafa farið eftir lögum og reglum við ákvörðun sína um að banna tímabundið veiðar á langreyðum . Flestir starfsmenn Hvals hf. eru meðlimir í Verkalýðsfélaginu og segir Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins, að þarna séu hans félagsmenn að verða fyrir gífurlegu tekjutapi. „Það liggur fyrir að matvælaráðherra var búin að segja opinberlega að hún hafi enga lagastoð til þess að afturkalla leyfið hjá Hval. Á þeirri forsendu tóku 150 starfsmenn Hvals og sóttu um, margir tóku sér frí úr annarri vinnu, sumir sögðu upp vinnu, það eru dæmi um það að einstaklingar hafi leigt íbúðina sína í þrjá mánuði til þess að taka þessa vertíð og það getur ekki talist eðlileg stjórnsýsla að koma með slíka íþyngjandi ákvörðun einni mínútu áður en vertíðin hefst,“ segir Vilhjálmur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að ráðherra hafi enn ekki fært rök fyrir ýmsu er varðar ákvörðunina, sem er að sögn Heiðrúnar ólögmæt. „Það er í raun tvennt sem er hrópandi þögn um. Í fyrsta lagi er það þögn um hvort ráðherra hafi framkvæmt einhverskonar hagsmunamat gagnvart atvinnuréttindum leyfishafa og síðan er algjörlega skautað fram hjá því að reglugerðin stöðvar atvinnustarfsemi sem er heimiluð samkvæmt lögum og reglum. Veiðiaðferðir sem eru viðhafðar eru þær sömu og leyfi Hvals gera ráð fyrir. Þá eru í gildi lög um velferð dýra og á þessu er að engu leyti tekið í minnisblaðinu,“ segir Heiðrún Lind. Heiðrún segir að ekki sé hægt að halda því endalaust fram að dýravelferðarsjónarmið hafi verið höfð að leiðarljósi. „Staðreyndin er hins vegar sú, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, að réttur dýra til velferðar nýtur ekki sjálfstæðrar verndar í stjórnarskrá. Atvinnu- og eignaréttindi njóta slíkrar verndar. Það er þetta sem ráðherra hefur enn ekki svarað og þarna liggur ólögmætið,“ segir Heiðrún.
Hvalveiðar Hvalir Stéttarfélög Tengdar fréttir Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1. júlí 2023 11:32 Ákvörðun Svandísar standist ekki lög Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum standist ekki lög. Það er í það minnsta mat lögfræðistofunnar LEX sem samtökin fengu til að gera lögfræðilegt álit á gjörningnum. 27. júní 2023 08:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1. júlí 2023 11:32
Ákvörðun Svandísar standist ekki lög Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum standist ekki lög. Það er í það minnsta mat lögfræðistofunnar LEX sem samtökin fengu til að gera lögfræðilegt álit á gjörningnum. 27. júní 2023 08:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent