Engin hætta á að stelpurnar okkar spili í Rússlandi Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2023 16:00 Íslenska landsilðið er komið inn á HM 2023 og á góða möguleika á að fara inn á EM 2024. Vitað er hvar þau mót fara fram en ekki hvar EM 2026 verður. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur tekið af allan vafa um það að lokakeppni Evrópumótsins í handbolta 2026 muni ekki fara fram í Rússlandi. Stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu fengu að vita það í gær að þær verða með á HM í Danmörku, Svíþjóð og Noregi í lok þessa árs. Stórmótum þeirra gæti svo hæglega fjölgað í kjölfarið. Í október hefja þær leik í undankeppni EM 2024 og eiga mjög góða möguleika á að komast í lokakeppnina, en Ísland er í riðli með Svíþjóð, Færeyjum og Lúxemborg og komast tvö efstu liðin beint á EM. Lokakeppnin 2024 fer fram í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss en nú er alveg óljóst hvar mótið 2026 fer fram. Rússar voru valdir til að halda EM 2026, eftir aukaþing EHF í nóvember 2021. Nokkrum mánuðum seinna hófst hins vegar innrás Rússa í Úkraínu og stendur stríðið enn yfir. Vegna innrásarinnar ákvað alþjóða handknattleikssambandið, IHF, að banna öll lið og dómara frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi, frá handboltamótum. Í síðustu viku fundaði framkvæmdanefnd EHF í Vínarborg og í kjölfarið fylgdi tilkynnng þess efnis að nú yrði leitað að nýjum gestgjafa fyrir EM kvenna 2026. „Vegna EM kvenna 2026 var veitt umboð til að hefja samtal við rússneska handknattleikssambandið sem gestgjafa vegna núverandi stöðu. Það samtal átti sér stað í byrjun vikunnar með þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að halda mótið í Rússlandi innan þess tímaramma sem gefinn er. Þess vegna mun EHF leita að nýjum gestgjafa í samræmi við ákvörðun framkvæmdanefndar. Frekari upplýsingar um það ferli verða gefnar út síðar,“ segir í tilkynningu EHF. Landslið kvenna í handbolta Handbolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu fengu að vita það í gær að þær verða með á HM í Danmörku, Svíþjóð og Noregi í lok þessa árs. Stórmótum þeirra gæti svo hæglega fjölgað í kjölfarið. Í október hefja þær leik í undankeppni EM 2024 og eiga mjög góða möguleika á að komast í lokakeppnina, en Ísland er í riðli með Svíþjóð, Færeyjum og Lúxemborg og komast tvö efstu liðin beint á EM. Lokakeppnin 2024 fer fram í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss en nú er alveg óljóst hvar mótið 2026 fer fram. Rússar voru valdir til að halda EM 2026, eftir aukaþing EHF í nóvember 2021. Nokkrum mánuðum seinna hófst hins vegar innrás Rússa í Úkraínu og stendur stríðið enn yfir. Vegna innrásarinnar ákvað alþjóða handknattleikssambandið, IHF, að banna öll lið og dómara frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi, frá handboltamótum. Í síðustu viku fundaði framkvæmdanefnd EHF í Vínarborg og í kjölfarið fylgdi tilkynnng þess efnis að nú yrði leitað að nýjum gestgjafa fyrir EM kvenna 2026. „Vegna EM kvenna 2026 var veitt umboð til að hefja samtal við rússneska handknattleikssambandið sem gestgjafa vegna núverandi stöðu. Það samtal átti sér stað í byrjun vikunnar með þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að halda mótið í Rússlandi innan þess tímaramma sem gefinn er. Þess vegna mun EHF leita að nýjum gestgjafa í samræmi við ákvörðun framkvæmdanefndar. Frekari upplýsingar um það ferli verða gefnar út síðar,“ segir í tilkynningu EHF.
Landslið kvenna í handbolta Handbolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni